Pence ánægður með þingmenninna sem vilja ekki samþykkja niðurstöðurnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2021 10:27 Mike Pence er fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna. AP/Lynne Sladky Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, virðist ánægður með framtak ellefu öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður forsetakosninganna þar ytra nema fram fari óháð rannsókn á kosningunum í ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna. BBC greinir frá en í gær var sagt frá því að Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, færi fyrir ellefu manna hópi þingmanna sem ætli ekki að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. Báðar deildir Bandaríkjaþings munu koma saman á miðvikudaginn til þess að staðfesta niðurstöður kosninganna. Stór hópur þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni hefur gefið út að þeir ætli sér ekki að staðfesta niðurstöður kosninganna. Þar eru demókratar hins vegar í meirihluta. Nú hafa öldungadeildarþingmenninir bæst í hópinn. Telja þeir réttast að fram fari endurskoðun á úrslitum í þeim ríkjum sem forsetinn sjálfur hefur sagt að svindlað hafi verið á sér í. Telja þingmennirnir að slík rannsókn ætti að vera á forræði óháðrar nefndar sem öldungadeild þingsins myndi skipa. Í frétt BBC segir að samkvæmt upplýsingum frá varaforsetaembætti Bandaríkjanna sé Pence ánægður með að þingmennirnir hafi látið í ljós efasemdir sínar um niðurstöður kosninganna. Mun ólíklega hafa nokkur áhrif Ekki er talið líklegt að athæfi þingmannanna muni hafa nokkur áhrif á hver það verður sem verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi en orð þingmannanna ríma vel við þá orðræðu sem hefur verið við lýði í Bandaríkjunum frá því ljóst varð að Joe Biden hafði betur gegn Trump forseta. Sjálfur hefur Trump neitað að viðurkenna ósigur sinn, en Biden hlaut sjö milljónum fleiri atkvæði og endaði á því að fá 306 kjörmenn á móti 232 kjörmönnum Trumps. Síðan úrslitin lágu fyrir hefur framboð Trumps hafið hverja málsóknina á fætur annarri, sem flestum hefur verið vísað frá dómstólum. Þá hefur Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sem eru í meirihluta, sagst mótfallinn því að atkvæði ákveðinna kjörmanna verði ekki tekin gild. Því er ekki líklegt að andstaða Cruz, Johnson og annarra þingmanna muni nokkru skila. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2. janúar 2021 22:25 Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37 Trump sagður reiður út í allt og alla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði. 22. desember 2020 14:30 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
BBC greinir frá en í gær var sagt frá því að Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, færi fyrir ellefu manna hópi þingmanna sem ætli ekki að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. Báðar deildir Bandaríkjaþings munu koma saman á miðvikudaginn til þess að staðfesta niðurstöður kosninganna. Stór hópur þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni hefur gefið út að þeir ætli sér ekki að staðfesta niðurstöður kosninganna. Þar eru demókratar hins vegar í meirihluta. Nú hafa öldungadeildarþingmenninir bæst í hópinn. Telja þeir réttast að fram fari endurskoðun á úrslitum í þeim ríkjum sem forsetinn sjálfur hefur sagt að svindlað hafi verið á sér í. Telja þingmennirnir að slík rannsókn ætti að vera á forræði óháðrar nefndar sem öldungadeild þingsins myndi skipa. Í frétt BBC segir að samkvæmt upplýsingum frá varaforsetaembætti Bandaríkjanna sé Pence ánægður með að þingmennirnir hafi látið í ljós efasemdir sínar um niðurstöður kosninganna. Mun ólíklega hafa nokkur áhrif Ekki er talið líklegt að athæfi þingmannanna muni hafa nokkur áhrif á hver það verður sem verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi en orð þingmannanna ríma vel við þá orðræðu sem hefur verið við lýði í Bandaríkjunum frá því ljóst varð að Joe Biden hafði betur gegn Trump forseta. Sjálfur hefur Trump neitað að viðurkenna ósigur sinn, en Biden hlaut sjö milljónum fleiri atkvæði og endaði á því að fá 306 kjörmenn á móti 232 kjörmönnum Trumps. Síðan úrslitin lágu fyrir hefur framboð Trumps hafið hverja málsóknina á fætur annarri, sem flestum hefur verið vísað frá dómstólum. Þá hefur Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sem eru í meirihluta, sagst mótfallinn því að atkvæði ákveðinna kjörmanna verði ekki tekin gild. Því er ekki líklegt að andstaða Cruz, Johnson og annarra þingmanna muni nokkru skila.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2. janúar 2021 22:25 Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37 Trump sagður reiður út í allt og alla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði. 22. desember 2020 14:30 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2. janúar 2021 22:25
Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37
Trump sagður reiður út í allt og alla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði. 22. desember 2020 14:30