Sport

Dagskráin í dag: Píla, NBA og spænskar boltaíþróttir

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fer Gerwyn Price í sjálfan úrslitaleikinn?
Fer Gerwyn Price í sjálfan úrslitaleikinn? vísir/Getty

Nýja árið fer af stað af fítonskrafti á sportstöðvum Stöðvar 2 þar sem boðið verður upp á níu beinar útsendingar í dag.

Dagurinn hefst á Spáni en alls verða fimm viðburðir þaðan sýndir beint, þrír leikir í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og tveir leikir úr ACB deildinni, spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þar sem íslensku landsliðsmennirnir Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson verða meðal annars í eldlínunni.

Klukkan 18 er komið að undanúrslitum á HM í pílukasti þar sem ótrúlegir hlutir gerðust í gær þegar sá sigurstranglegasti, Michal Van Gerwen, féll úr leik.

Síðasta útsending dagsins er frá Bandaríkjunum þar sem boðið verður upp á beina útsendingu frá leik Houston Rockets og Sacramento Kings á Stöð 2 Sport 2.

Smelltu hér til að skoða dagskrána nánar.


Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×