Snúðugar afmæliskveðjur til Samfylkingar frá Sigmundi Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2020 17:16 Sigmundur Davíð vonar að nýtt lógó Samfylkingarinnar sé til marks um nýja stefnu flokksins. visir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er einn þeirra sem sendir Samfylkingunni afmæliskveðjur. En flokkurinn er 20 ára gamall í dag. Sigmundur sendir kveðjur á Facebooksíðu sinni og birtir með uppfært einkennismerki sem Samfylkingin kynnti í tilefni dagsins. „Óska Samfylkingunni til hamingju með 20 ára afmælið,“ skrifar Sigmundur Davíð. En, honum hefur líkast til fundist þetta full vinsamleg kveðja til félaga sinna í stjórnarandstöðunni því formaðurinn hnýtir þá við setninguna: „… og vona að nýtt logo gefi vísbendingu um stefnubreytingu.“ Sigmundur reynir ekki að lesa neitt frekar í hið nýja merki Samfylkingarinnar. Sennilega þykir honum þar fátt að frétta öfugt við það þegar merki Miðflokksins, sem er afar frábrugðið merki Samfylkingarinnar, var kynnt til sögunnar. Sigmundur Davíð fylgdi merki hins nýja flokks síns úr hlaði 3. október 2017 með þeim orðum að íslenski hesturinn hafur fylgt Íslendingum frá upphafi; þjóðlegur en um leið eitt af táknum landsins út á við. „Hann sameinar sveit og þéttbýli, vinnu og afþreyingu. Íslenski hesturinn þykir skynsamur og þrautseigur. Hann getur staðið af sér storm og harðan vetur. Hann hefur mikla aðlögunarhæfni og þekkir leiðina heim. Kemur mönnum alltaf á leiðarenda þótt leiðin geti verið torsótt og löng. Íslenski hesturinn er vinalegur en getur risið upp á afturlappirnar þegar hann þarf að sýna kraft sinn og óttaleysi.“ Miðflokkurinn Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin tekur upp nýtt merki Samfylkingin sker á kúluna 5. maí 2020 13:03 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er einn þeirra sem sendir Samfylkingunni afmæliskveðjur. En flokkurinn er 20 ára gamall í dag. Sigmundur sendir kveðjur á Facebooksíðu sinni og birtir með uppfært einkennismerki sem Samfylkingin kynnti í tilefni dagsins. „Óska Samfylkingunni til hamingju með 20 ára afmælið,“ skrifar Sigmundur Davíð. En, honum hefur líkast til fundist þetta full vinsamleg kveðja til félaga sinna í stjórnarandstöðunni því formaðurinn hnýtir þá við setninguna: „… og vona að nýtt logo gefi vísbendingu um stefnubreytingu.“ Sigmundur reynir ekki að lesa neitt frekar í hið nýja merki Samfylkingarinnar. Sennilega þykir honum þar fátt að frétta öfugt við það þegar merki Miðflokksins, sem er afar frábrugðið merki Samfylkingarinnar, var kynnt til sögunnar. Sigmundur Davíð fylgdi merki hins nýja flokks síns úr hlaði 3. október 2017 með þeim orðum að íslenski hesturinn hafur fylgt Íslendingum frá upphafi; þjóðlegur en um leið eitt af táknum landsins út á við. „Hann sameinar sveit og þéttbýli, vinnu og afþreyingu. Íslenski hesturinn þykir skynsamur og þrautseigur. Hann getur staðið af sér storm og harðan vetur. Hann hefur mikla aðlögunarhæfni og þekkir leiðina heim. Kemur mönnum alltaf á leiðarenda þótt leiðin geti verið torsótt og löng. Íslenski hesturinn er vinalegur en getur risið upp á afturlappirnar þegar hann þarf að sýna kraft sinn og óttaleysi.“
Miðflokkurinn Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin tekur upp nýtt merki Samfylkingin sker á kúluna 5. maí 2020 13:03 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira