Vísbendingar um nýtt kvikuinnskot á Reykjanesi Sylvía Hall skrifar 2. apríl 2020 20:33 Kortið sýnir staðsetningu þeirra kvikuinnskota sem talin eru hafa orðið á árinu á Reykjanesskaga. Líkan staðsetur kvikuinnskotið á um það bil 8 til 13 kílómetra dýpi, sem er líklega við botn jarðskorpunnar en það er talsvert meira dýpi en kvikuinnskotin tvö við Þorbjörn. Veðurstofan GPS mælingar og nánari úrvinnsla á fyrirliggjandi gögnum gefa vísbendingar um nýtt kvikuinnskot vestast á Reykjanesskaganum undir Rauðhólum og Sýrfelli. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Gögnunum hefur verið safnað í samstarfi Jarðvísindastofnunar Háskólans, ÍSORs, HS-orku og Veðurstofu eftir að landris mældist á Reykjanesskaganum í janúar. Í lok janúarmánaðar var lýst yfir óvissustigi vegna mögulegrar kvikusöfnunar við Þorbjörn. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvávöktunar á Veðurstofu Íslands, segir gögnin gefa til kynna að kvikuinnskotið hafi átt sér stað frá því um miðjan febrúar og fram í fyrstu vikuna í mars. „Þessi mynd skýrðist betur þegar við fengum gögn úr GPS mælingum Háskólans, sem ekki eru beintengdar okkar vöktunarkerfi og það gerir það að verkum að við greinum þetta ekki fyrr en nú“, segir Kristín á vef Veðurstofunnar. Líkan staðsetur kvikuinnskotið á um það bil 8 til 13 kílómetra dýpi, sem er líklega við botn jarðskorpunnar. Það er talsvert meira dýpi en kvikuinnskotin tvö við Þorbjörn. Þetta er þriðja kvikuinnskotið sem er greint á Reykjanesskaganum frá því um áramót. Þá er kvikuinnskotið sagt styðja ályktun Vísindaráðs Almannavarna um að nauðsynlegt sé að skoða virknina á Reykjanesskaganum heildstætt en ekki einungis út frá staðbundinni virkni. Að sögn Kristínar er enn of snemmt að draga sterkar ályktanir og það sé mikilvægt að skoða núverandi virkni í sögulegu samhengi við aðra þekkta atburði á Reykjanesskaganum. Jarðvísindamenn muni halda áfram að fylgjast með gangi mála og vinna frekar úr gögnunum sem liggja fyrir. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Rekja skjálftahrinu við Þorbjörn mögulega til niðurdælingar Niðurdæling jarðhitavökva gæti verið hluti af skýringu jarðskjálftahrinu vestan við fjallið Þorbjörn við Grindavík sem hófst í dag. Tveir stærstu skjálftarnir í hrinunni voru yfir þrír að stærð og fundust þeir víða í byggð, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. 19. mars 2020 23:57 Land rís á ný undir Þorbirni Síðustu daga hefur þensla hafist á ný undir Þorbirni á Reykjanesi, á sömu slóðum og landrisið sem hófst í janúar. 17. mars 2020 17:42 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
GPS mælingar og nánari úrvinnsla á fyrirliggjandi gögnum gefa vísbendingar um nýtt kvikuinnskot vestast á Reykjanesskaganum undir Rauðhólum og Sýrfelli. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Gögnunum hefur verið safnað í samstarfi Jarðvísindastofnunar Háskólans, ÍSORs, HS-orku og Veðurstofu eftir að landris mældist á Reykjanesskaganum í janúar. Í lok janúarmánaðar var lýst yfir óvissustigi vegna mögulegrar kvikusöfnunar við Þorbjörn. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvávöktunar á Veðurstofu Íslands, segir gögnin gefa til kynna að kvikuinnskotið hafi átt sér stað frá því um miðjan febrúar og fram í fyrstu vikuna í mars. „Þessi mynd skýrðist betur þegar við fengum gögn úr GPS mælingum Háskólans, sem ekki eru beintengdar okkar vöktunarkerfi og það gerir það að verkum að við greinum þetta ekki fyrr en nú“, segir Kristín á vef Veðurstofunnar. Líkan staðsetur kvikuinnskotið á um það bil 8 til 13 kílómetra dýpi, sem er líklega við botn jarðskorpunnar. Það er talsvert meira dýpi en kvikuinnskotin tvö við Þorbjörn. Þetta er þriðja kvikuinnskotið sem er greint á Reykjanesskaganum frá því um áramót. Þá er kvikuinnskotið sagt styðja ályktun Vísindaráðs Almannavarna um að nauðsynlegt sé að skoða virknina á Reykjanesskaganum heildstætt en ekki einungis út frá staðbundinni virkni. Að sögn Kristínar er enn of snemmt að draga sterkar ályktanir og það sé mikilvægt að skoða núverandi virkni í sögulegu samhengi við aðra þekkta atburði á Reykjanesskaganum. Jarðvísindamenn muni halda áfram að fylgjast með gangi mála og vinna frekar úr gögnunum sem liggja fyrir.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Rekja skjálftahrinu við Þorbjörn mögulega til niðurdælingar Niðurdæling jarðhitavökva gæti verið hluti af skýringu jarðskjálftahrinu vestan við fjallið Þorbjörn við Grindavík sem hófst í dag. Tveir stærstu skjálftarnir í hrinunni voru yfir þrír að stærð og fundust þeir víða í byggð, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. 19. mars 2020 23:57 Land rís á ný undir Þorbirni Síðustu daga hefur þensla hafist á ný undir Þorbirni á Reykjanesi, á sömu slóðum og landrisið sem hófst í janúar. 17. mars 2020 17:42 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Rekja skjálftahrinu við Þorbjörn mögulega til niðurdælingar Niðurdæling jarðhitavökva gæti verið hluti af skýringu jarðskjálftahrinu vestan við fjallið Þorbjörn við Grindavík sem hófst í dag. Tveir stærstu skjálftarnir í hrinunni voru yfir þrír að stærð og fundust þeir víða í byggð, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. 19. mars 2020 23:57
Land rís á ný undir Þorbirni Síðustu daga hefur þensla hafist á ný undir Þorbirni á Reykjanesi, á sömu slóðum og landrisið sem hófst í janúar. 17. mars 2020 17:42