Skoða sín mál eftir að hafa flogið smekkfullri vél Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. maí 2020 08:44 Airbus-þota á vegum Air Lingus. Getty/ Nicolas Economou Forsvarsmenn írska flugfélagsins Aer Lingus segjast vera með vinnureglur sínar til skoðunar eftir að vél á vegum félagsins flaug full af farþegum í gær. Fjölmörg flugfélög, sem sjá fram á að komast í gegnum kórónuveirufaraldurinn, reyna að nú að fóta sig í breyttum veruleika og öðlast traust veiruhræddra farþega. Þannig hafa ýmis flugfélög, Icelandair þar á meðal, forðast það að selja í miðjusæti véla sinna á meðan Lufthansa og Wizz Air hafa komið á grímuskyldu. Flugsamgöngur eru þó í lamasessi, flest félög halda aðeins úti örfáum og bráðnauðsynlegum leiðum eða hafa alfarið fært sig yfir í fraktflutninga meðan ástandið varir. Fyrrnefnt Air Lingus hefur þannig haldið úti takmörkuðu flugi á milli Lundúna og Belfast á Norður-Írlandi, flugleið sem félagið segir sjálft að mikil eftirspurn sé eftir. Air Lingus hefur sætt gagnrýni síðastliðinn sólarhring eftir að vél félagsins á þessari leið í gær var þéttsetin. Talsmaður Air Lingus segir að flugfélagið sé með starfsáætlun sína til skoðunar eftir að umrædd vél var „óvenju mikið lestuð“ eins og talsmaðurinn orðaði. Í ljósi vinsælda flugleiðarinnar þurfi Air Lingus að grípa til einhverra aðgerða, án þess þó að tiltaka hvaða breytingar væru til skoðunar. Ómögulegt er að segja til um hvenær flugsamgöngur komast aftur í samt horf. Lítil bjartsýni er í fluggeiranum hvað þetta varðar og hafa svartsýnustu spár borið með sér að það muni taka allt að tvö ár fyrir ferðalög að komast aftur í fyrra horf. Ýmsum hugmyndum hefur þó verið varpað fram til að liðka fyrir flugsamgöngum á kórónuveirutímum; tvíhliða samningar ríkja sem hafa staðið sig vel í baráttunni, að takmarka samneyti ferðamanna og innfæddra, að prófa ferðamenn fyrir veirunni fyrir eða eftir flugið o.s.frv. Fréttir af flugi Írland Tengdar fréttir Ferðamenn ekki til Nýja-Sjálands í bráð en Íslendingar horfa á ágúst Nýsjálendingar sjá ekki fram á á að landamæri ríkisins verði opnuð fyrir ferðamönnum í nánustu framtíð. 5. maí 2020 06:15 Icelandair heldur miðjusætunum auðum Að óbreyttu munu miðjusætin í vélum Icelandair vera auð fram undir lok maí. 20. apríl 2020 12:30 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Forsvarsmenn írska flugfélagsins Aer Lingus segjast vera með vinnureglur sínar til skoðunar eftir að vél á vegum félagsins flaug full af farþegum í gær. Fjölmörg flugfélög, sem sjá fram á að komast í gegnum kórónuveirufaraldurinn, reyna að nú að fóta sig í breyttum veruleika og öðlast traust veiruhræddra farþega. Þannig hafa ýmis flugfélög, Icelandair þar á meðal, forðast það að selja í miðjusæti véla sinna á meðan Lufthansa og Wizz Air hafa komið á grímuskyldu. Flugsamgöngur eru þó í lamasessi, flest félög halda aðeins úti örfáum og bráðnauðsynlegum leiðum eða hafa alfarið fært sig yfir í fraktflutninga meðan ástandið varir. Fyrrnefnt Air Lingus hefur þannig haldið úti takmörkuðu flugi á milli Lundúna og Belfast á Norður-Írlandi, flugleið sem félagið segir sjálft að mikil eftirspurn sé eftir. Air Lingus hefur sætt gagnrýni síðastliðinn sólarhring eftir að vél félagsins á þessari leið í gær var þéttsetin. Talsmaður Air Lingus segir að flugfélagið sé með starfsáætlun sína til skoðunar eftir að umrædd vél var „óvenju mikið lestuð“ eins og talsmaðurinn orðaði. Í ljósi vinsælda flugleiðarinnar þurfi Air Lingus að grípa til einhverra aðgerða, án þess þó að tiltaka hvaða breytingar væru til skoðunar. Ómögulegt er að segja til um hvenær flugsamgöngur komast aftur í samt horf. Lítil bjartsýni er í fluggeiranum hvað þetta varðar og hafa svartsýnustu spár borið með sér að það muni taka allt að tvö ár fyrir ferðalög að komast aftur í fyrra horf. Ýmsum hugmyndum hefur þó verið varpað fram til að liðka fyrir flugsamgöngum á kórónuveirutímum; tvíhliða samningar ríkja sem hafa staðið sig vel í baráttunni, að takmarka samneyti ferðamanna og innfæddra, að prófa ferðamenn fyrir veirunni fyrir eða eftir flugið o.s.frv.
Fréttir af flugi Írland Tengdar fréttir Ferðamenn ekki til Nýja-Sjálands í bráð en Íslendingar horfa á ágúst Nýsjálendingar sjá ekki fram á á að landamæri ríkisins verði opnuð fyrir ferðamönnum í nánustu framtíð. 5. maí 2020 06:15 Icelandair heldur miðjusætunum auðum Að óbreyttu munu miðjusætin í vélum Icelandair vera auð fram undir lok maí. 20. apríl 2020 12:30 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Ferðamenn ekki til Nýja-Sjálands í bráð en Íslendingar horfa á ágúst Nýsjálendingar sjá ekki fram á á að landamæri ríkisins verði opnuð fyrir ferðamönnum í nánustu framtíð. 5. maí 2020 06:15
Icelandair heldur miðjusætunum auðum Að óbreyttu munu miðjusætin í vélum Icelandair vera auð fram undir lok maí. 20. apríl 2020 12:30