Skoða sín mál eftir að hafa flogið smekkfullri vél Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. maí 2020 08:44 Airbus-þota á vegum Air Lingus. Getty/ Nicolas Economou Forsvarsmenn írska flugfélagsins Aer Lingus segjast vera með vinnureglur sínar til skoðunar eftir að vél á vegum félagsins flaug full af farþegum í gær. Fjölmörg flugfélög, sem sjá fram á að komast í gegnum kórónuveirufaraldurinn, reyna að nú að fóta sig í breyttum veruleika og öðlast traust veiruhræddra farþega. Þannig hafa ýmis flugfélög, Icelandair þar á meðal, forðast það að selja í miðjusæti véla sinna á meðan Lufthansa og Wizz Air hafa komið á grímuskyldu. Flugsamgöngur eru þó í lamasessi, flest félög halda aðeins úti örfáum og bráðnauðsynlegum leiðum eða hafa alfarið fært sig yfir í fraktflutninga meðan ástandið varir. Fyrrnefnt Air Lingus hefur þannig haldið úti takmörkuðu flugi á milli Lundúna og Belfast á Norður-Írlandi, flugleið sem félagið segir sjálft að mikil eftirspurn sé eftir. Air Lingus hefur sætt gagnrýni síðastliðinn sólarhring eftir að vél félagsins á þessari leið í gær var þéttsetin. Talsmaður Air Lingus segir að flugfélagið sé með starfsáætlun sína til skoðunar eftir að umrædd vél var „óvenju mikið lestuð“ eins og talsmaðurinn orðaði. Í ljósi vinsælda flugleiðarinnar þurfi Air Lingus að grípa til einhverra aðgerða, án þess þó að tiltaka hvaða breytingar væru til skoðunar. Ómögulegt er að segja til um hvenær flugsamgöngur komast aftur í samt horf. Lítil bjartsýni er í fluggeiranum hvað þetta varðar og hafa svartsýnustu spár borið með sér að það muni taka allt að tvö ár fyrir ferðalög að komast aftur í fyrra horf. Ýmsum hugmyndum hefur þó verið varpað fram til að liðka fyrir flugsamgöngum á kórónuveirutímum; tvíhliða samningar ríkja sem hafa staðið sig vel í baráttunni, að takmarka samneyti ferðamanna og innfæddra, að prófa ferðamenn fyrir veirunni fyrir eða eftir flugið o.s.frv. Fréttir af flugi Írland Tengdar fréttir Ferðamenn ekki til Nýja-Sjálands í bráð en Íslendingar horfa á ágúst Nýsjálendingar sjá ekki fram á á að landamæri ríkisins verði opnuð fyrir ferðamönnum í nánustu framtíð. 5. maí 2020 06:15 Icelandair heldur miðjusætunum auðum Að óbreyttu munu miðjusætin í vélum Icelandair vera auð fram undir lok maí. 20. apríl 2020 12:30 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Forsvarsmenn írska flugfélagsins Aer Lingus segjast vera með vinnureglur sínar til skoðunar eftir að vél á vegum félagsins flaug full af farþegum í gær. Fjölmörg flugfélög, sem sjá fram á að komast í gegnum kórónuveirufaraldurinn, reyna að nú að fóta sig í breyttum veruleika og öðlast traust veiruhræddra farþega. Þannig hafa ýmis flugfélög, Icelandair þar á meðal, forðast það að selja í miðjusæti véla sinna á meðan Lufthansa og Wizz Air hafa komið á grímuskyldu. Flugsamgöngur eru þó í lamasessi, flest félög halda aðeins úti örfáum og bráðnauðsynlegum leiðum eða hafa alfarið fært sig yfir í fraktflutninga meðan ástandið varir. Fyrrnefnt Air Lingus hefur þannig haldið úti takmörkuðu flugi á milli Lundúna og Belfast á Norður-Írlandi, flugleið sem félagið segir sjálft að mikil eftirspurn sé eftir. Air Lingus hefur sætt gagnrýni síðastliðinn sólarhring eftir að vél félagsins á þessari leið í gær var þéttsetin. Talsmaður Air Lingus segir að flugfélagið sé með starfsáætlun sína til skoðunar eftir að umrædd vél var „óvenju mikið lestuð“ eins og talsmaðurinn orðaði. Í ljósi vinsælda flugleiðarinnar þurfi Air Lingus að grípa til einhverra aðgerða, án þess þó að tiltaka hvaða breytingar væru til skoðunar. Ómögulegt er að segja til um hvenær flugsamgöngur komast aftur í samt horf. Lítil bjartsýni er í fluggeiranum hvað þetta varðar og hafa svartsýnustu spár borið með sér að það muni taka allt að tvö ár fyrir ferðalög að komast aftur í fyrra horf. Ýmsum hugmyndum hefur þó verið varpað fram til að liðka fyrir flugsamgöngum á kórónuveirutímum; tvíhliða samningar ríkja sem hafa staðið sig vel í baráttunni, að takmarka samneyti ferðamanna og innfæddra, að prófa ferðamenn fyrir veirunni fyrir eða eftir flugið o.s.frv.
Fréttir af flugi Írland Tengdar fréttir Ferðamenn ekki til Nýja-Sjálands í bráð en Íslendingar horfa á ágúst Nýsjálendingar sjá ekki fram á á að landamæri ríkisins verði opnuð fyrir ferðamönnum í nánustu framtíð. 5. maí 2020 06:15 Icelandair heldur miðjusætunum auðum Að óbreyttu munu miðjusætin í vélum Icelandair vera auð fram undir lok maí. 20. apríl 2020 12:30 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Ferðamenn ekki til Nýja-Sjálands í bráð en Íslendingar horfa á ágúst Nýsjálendingar sjá ekki fram á á að landamæri ríkisins verði opnuð fyrir ferðamönnum í nánustu framtíð. 5. maí 2020 06:15
Icelandair heldur miðjusætunum auðum Að óbreyttu munu miðjusætin í vélum Icelandair vera auð fram undir lok maí. 20. apríl 2020 12:30