Smáríkið Stúdentaland Jóhanna Ásgeirsdóttir skrifar 5. maí 2020 07:30 Sem alþjóðafulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS þá er hlutverk mitt meðal annars að sækja ráðstefnur stúdenta erlendis og að reyna svo að miðla þekkingu þaðan inn í starf samtakanna innanlands. LÍS er hluti af samstarfsvettvangi stúdenta í Eystrasaltsríkjum og Norðurlöndum sem kallast Nordisk Orförendemøte (NOM) og á síðustu ráðstefnu hópsins, sem átti sé stað í Færeyjum í október 2019, voru geðheilbrigðismál stúdenta í brennidepli. Við eigum það til á Íslandi að bera okkur saman við nágrannaríkin í flestum efnum og eru málefni stúdenta ekki undanskilin. Ég hafði sjálf undirbúið fyrirlestur um stöðu geðheilbrigðismála stúdenta á Íslandi til þess að flytja á ráðstefnunni, sem fjallaði um hátt hlutfall háskólanema sem glíma við andleg veikindi, þá staðreynd að lítil sem engin úrræði séu í boði innan flestra háskóla, mikinn kostnað sem fylgir sálfræðiþjónustu og hvernig það kemur sér illa fyrir fjöldann allan af stúdentum sem búa við fjárhagserfiðleika. Þetta var fyrsti NOM fundurinn minn og ég mætti tilbúin til þess að glósa niður alla frábæru þjónustuna og fordæmin sem við getum lært af frá nágrannalöndum okkar. Ég hafði búist við því að samanburðurinn við önnur Norðurlönd yrði hlægilegur, að stúdentar á öðrum Norðurlöndum hefðu það frábært og fengju alla þá aðstoð sem þeir þyrftu. Raunin er þó sú að geðraskanir, sérstaklega þunglyndi og kvíði, eru mjög áberandi meðal stúdenta á öllum Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum. Ég tók eftir ákveðnu mynstri í fyrirlestrum félaga minna í NOM: Alls staðar var hlutfall fólks sem glímir við andleg veikindi hærra meðal stúdenta en annarra hópa samfélagsins og alls staðar vantaði upp á úrræði, fjármagn og þjónustu frá hinu opinbera til þess að takast á við vandann. Ásamt Íslandi má oftast sjá Danmörku, Finnland, Noreg og Svíþjóð dansa um efstu sæti Sameinuðu þjóðanna um ánægðustu lönd í heimi. Hvernig stendur þá á því að stúdentar Norðurlanda voru sammála um að staða geðheilsa ungs fólks sé slæm og að meira fjármagn vanti í málaflokkinn? Enn fremur ætti það að valda áhyggjum að á Íslandi glíma tvöfalt fleiri stúdentar við andleg veikindi samanborið við hin Norðurlöndin, samkvæmt niðurstöðum EUROSTUDENT VI. Í kynningum allra stúdentafulltrúanna voru líka nefnd dæmi um stúdentarekin framtök, verkefni sem hægt væri að taka til fyrirmyndar. Ég vakti athygli á þeirri frábæru vinnu sem geðfræðslufélagið Hugrún hefur staðið fyrir hér á landi. En í nánast öllum tilfellum var um einhverskonar jafningjafræðslu að ræða. Verkefnin sem nefnd voru stuðluðu öll á einhvern hátt að bættri heilsu stúdenta án þess að mögulegt væri að skilgreina þau sem geðheilbrigðisþjónustu. Ég tek fram að slík verkefni, eins og geðfræðsla Hugrúnar, skipta gífurlegu máli og verða ekki óþörf þó að markmið nást um að auka aðgengi stúdenta að faglegri geðheilbrigðisþjónustu. Í raun er magnað hvað sprottið hafa upp mörg og sterk framtök sem ganga út á að stúdentar styðji við og fræði hvern annan. Að vissu leyti er það á ábyrgð stúdenta að rækta eigin heilsu og styðja við hvern annan en á einhverjum tímapunkti þurfa þeir á sérfræðingum, sálfræðingum og geðlæknum að halda. Á meðan kostnaður við slíka þjónustu er eins hár og raun ber vitni, biðlistar langir, skortur er á skammtímaúrræðum og gríðarlegt álag er á stúdentum, þá reyna stúdentar að brúa bilið fyrir hvern annan. Í Noregi hefur þessi hugmynd, að stúdentar brúi bilið fyrir hvern annan, þróast út í það að þeir reka „sitt eigið smáríki“ eins og Stian Skarheim Magelssen, alþjóðafulltrúi Norsk studentorganisasjon (NSO), orðaði það í kynningu sinni á ráðstefnunni. Í nýlegri grein sinni í færeysku stúdentablaði segir hann nánar frá stöðu geðheilbrigðismála stúdenta í Noregi. Þar lýsir hann „smáríki stúdenta“: velferðarkerfi sem er rekið alfarið af stúdentum. Kerfið var stofnað árið 1996 vegna þess að niðurgreidd opinber þjónusta var ekki nógu aðgengileg fólki á námsárunum. Stian segir að þetta kerfi hafi komið sér vel en vill samt helst að stúdentar þurfi ekki að standa í þessu: „Það mætti segja að [velferðarkerfi stúdenta] hafi borið góðan árangur, en það þýðir samt ekki að það eigi að vera á eigin ábyrgð stúdenta að skapa þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda […] Það er kominn tími til þess að stjórnvöld vakni og átti sig á þessu, vegna þess að við - stúdentarnir - getum ekki gert þetta allt sjálf.” Ég hef fulla trú á því að ef stúdentar á Íslandi neyddust til þess, þá gætu þeir stofnað sitt eigið smáríki, og til eru mörg dæmi um að háskólanemar hafi tekið málin í eigin hendur þegar þörf er á sértækri þjónustu til stúdenta, eins og sjá má á Félagsstofnun stúdenta. Það er þó óboðlegt að það þurfi að vera á ábyrgð stúdentanna sjálfra að skapa einhvers konar geðheilbrigðisþjónustu fyrir sig sjálfa. LÍS kalla eftir undirskriftum við kröfu um að geðheilbrigðisþjónusta innan háskólakerfisins verði bætt til muna, úrræðum fjölgað og að minnsta kosti einu stöðugildi sálfræðings verði komið á innan hvers háskóla fyrir sig. Þessum markmiðum verður bara náð með nægilegri fjármögnun háskólakerfisins samhliða sterkum vilja háskólakerfisins til að setja geðheilsu stúdenta í forgang. Vonandi verður ekki þörf á stofnun smáríkisins Stúdentalands. Höfundur er alþjóðafulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta. Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Hagsmunir stúdenta Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Sem alþjóðafulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS þá er hlutverk mitt meðal annars að sækja ráðstefnur stúdenta erlendis og að reyna svo að miðla þekkingu þaðan inn í starf samtakanna innanlands. LÍS er hluti af samstarfsvettvangi stúdenta í Eystrasaltsríkjum og Norðurlöndum sem kallast Nordisk Orförendemøte (NOM) og á síðustu ráðstefnu hópsins, sem átti sé stað í Færeyjum í október 2019, voru geðheilbrigðismál stúdenta í brennidepli. Við eigum það til á Íslandi að bera okkur saman við nágrannaríkin í flestum efnum og eru málefni stúdenta ekki undanskilin. Ég hafði sjálf undirbúið fyrirlestur um stöðu geðheilbrigðismála stúdenta á Íslandi til þess að flytja á ráðstefnunni, sem fjallaði um hátt hlutfall háskólanema sem glíma við andleg veikindi, þá staðreynd að lítil sem engin úrræði séu í boði innan flestra háskóla, mikinn kostnað sem fylgir sálfræðiþjónustu og hvernig það kemur sér illa fyrir fjöldann allan af stúdentum sem búa við fjárhagserfiðleika. Þetta var fyrsti NOM fundurinn minn og ég mætti tilbúin til þess að glósa niður alla frábæru þjónustuna og fordæmin sem við getum lært af frá nágrannalöndum okkar. Ég hafði búist við því að samanburðurinn við önnur Norðurlönd yrði hlægilegur, að stúdentar á öðrum Norðurlöndum hefðu það frábært og fengju alla þá aðstoð sem þeir þyrftu. Raunin er þó sú að geðraskanir, sérstaklega þunglyndi og kvíði, eru mjög áberandi meðal stúdenta á öllum Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum. Ég tók eftir ákveðnu mynstri í fyrirlestrum félaga minna í NOM: Alls staðar var hlutfall fólks sem glímir við andleg veikindi hærra meðal stúdenta en annarra hópa samfélagsins og alls staðar vantaði upp á úrræði, fjármagn og þjónustu frá hinu opinbera til þess að takast á við vandann. Ásamt Íslandi má oftast sjá Danmörku, Finnland, Noreg og Svíþjóð dansa um efstu sæti Sameinuðu þjóðanna um ánægðustu lönd í heimi. Hvernig stendur þá á því að stúdentar Norðurlanda voru sammála um að staða geðheilsa ungs fólks sé slæm og að meira fjármagn vanti í málaflokkinn? Enn fremur ætti það að valda áhyggjum að á Íslandi glíma tvöfalt fleiri stúdentar við andleg veikindi samanborið við hin Norðurlöndin, samkvæmt niðurstöðum EUROSTUDENT VI. Í kynningum allra stúdentafulltrúanna voru líka nefnd dæmi um stúdentarekin framtök, verkefni sem hægt væri að taka til fyrirmyndar. Ég vakti athygli á þeirri frábæru vinnu sem geðfræðslufélagið Hugrún hefur staðið fyrir hér á landi. En í nánast öllum tilfellum var um einhverskonar jafningjafræðslu að ræða. Verkefnin sem nefnd voru stuðluðu öll á einhvern hátt að bættri heilsu stúdenta án þess að mögulegt væri að skilgreina þau sem geðheilbrigðisþjónustu. Ég tek fram að slík verkefni, eins og geðfræðsla Hugrúnar, skipta gífurlegu máli og verða ekki óþörf þó að markmið nást um að auka aðgengi stúdenta að faglegri geðheilbrigðisþjónustu. Í raun er magnað hvað sprottið hafa upp mörg og sterk framtök sem ganga út á að stúdentar styðji við og fræði hvern annan. Að vissu leyti er það á ábyrgð stúdenta að rækta eigin heilsu og styðja við hvern annan en á einhverjum tímapunkti þurfa þeir á sérfræðingum, sálfræðingum og geðlæknum að halda. Á meðan kostnaður við slíka þjónustu er eins hár og raun ber vitni, biðlistar langir, skortur er á skammtímaúrræðum og gríðarlegt álag er á stúdentum, þá reyna stúdentar að brúa bilið fyrir hvern annan. Í Noregi hefur þessi hugmynd, að stúdentar brúi bilið fyrir hvern annan, þróast út í það að þeir reka „sitt eigið smáríki“ eins og Stian Skarheim Magelssen, alþjóðafulltrúi Norsk studentorganisasjon (NSO), orðaði það í kynningu sinni á ráðstefnunni. Í nýlegri grein sinni í færeysku stúdentablaði segir hann nánar frá stöðu geðheilbrigðismála stúdenta í Noregi. Þar lýsir hann „smáríki stúdenta“: velferðarkerfi sem er rekið alfarið af stúdentum. Kerfið var stofnað árið 1996 vegna þess að niðurgreidd opinber þjónusta var ekki nógu aðgengileg fólki á námsárunum. Stian segir að þetta kerfi hafi komið sér vel en vill samt helst að stúdentar þurfi ekki að standa í þessu: „Það mætti segja að [velferðarkerfi stúdenta] hafi borið góðan árangur, en það þýðir samt ekki að það eigi að vera á eigin ábyrgð stúdenta að skapa þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda […] Það er kominn tími til þess að stjórnvöld vakni og átti sig á þessu, vegna þess að við - stúdentarnir - getum ekki gert þetta allt sjálf.” Ég hef fulla trú á því að ef stúdentar á Íslandi neyddust til þess, þá gætu þeir stofnað sitt eigið smáríki, og til eru mörg dæmi um að háskólanemar hafi tekið málin í eigin hendur þegar þörf er á sértækri þjónustu til stúdenta, eins og sjá má á Félagsstofnun stúdenta. Það er þó óboðlegt að það þurfi að vera á ábyrgð stúdentanna sjálfra að skapa einhvers konar geðheilbrigðisþjónustu fyrir sig sjálfa. LÍS kalla eftir undirskriftum við kröfu um að geðheilbrigðisþjónusta innan háskólakerfisins verði bætt til muna, úrræðum fjölgað og að minnsta kosti einu stöðugildi sálfræðings verði komið á innan hvers háskóla fyrir sig. Þessum markmiðum verður bara náð með nægilegri fjármögnun háskólakerfisins samhliða sterkum vilja háskólakerfisins til að setja geðheilsu stúdenta í forgang. Vonandi verður ekki þörf á stofnun smáríkisins Stúdentalands. Höfundur er alþjóðafulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta. Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS).
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun