Michael Jordan er að margra mati besti körfuboltamaður sögunnar en hann er aftur á móti langt frá því að vera sá launahæsti. Það eru ótrúlegustu leikmenn sem hafa fengið meiri tekjur en hann frá sínum félögum í NBA-deildinni.
Jordan hafði vissulega gríðarlegar tekjur á ferli sínum og hefur enn. Þessar tekjur koma þó aðeins af litlu leiti frá laununum sem hann fékk fyrir að spila. Aðaltekjur Jordan koma í gegnum auglýsingatekjur og skósamninga þar sem hann hefur fengið miklu meira en allir aðrir.
Michael Jordan s salary of $33.14 million for the 1997-98 season was more than twice as much as the combined salaries of teammates Dennis Rodman, Scottie Pippen, Ron Harper and Toni Kuko . https://t.co/TdEYtpvnm5
— FiveThirtyEight (@FiveThirtyEight) April 28, 2020
Þegar kemur að launum fyrir að spila þá fékk Michael Jordan ekki mikið miðað við leikmenn í dag. Hann fékk vissulega frábæra samninga fyrir tvö síðustu tímabilin sín með Chicago Bulls, 63,28 milljónir Bandaríkjadala á tveimur árum, en þegar Jordan vann sinn fjórða titil 1996 þá var hann aðeins búinn að fá tæpar 28 milljónir dollara fyrir fyrstu ellefu tímabilin sín.
Þetta þýðir að Jordan fékk aðeins samanlagt 93,3 milljónir dollara í laun á NBA-ferli sínum og fyrir vikið eru ótrúlegustu leikmenn sem hafa náð því að vera launahærri en besti leikmaður allra tíma.
Michael Jordan is donating his entire share of the proceeds of #TheLastDance ($3-4 million) to charitable causes, per @Forbes @kbadenhausen.
— Ballislife.com (@Ballislife) April 21, 2020
In 2001, MJ donated his entire salary to relief efforts for 9/11. https://t.co/sMgaVnZOgx
Við erum að tala um leikmann sem varð sex sinnum NBA-meistari, tíu sinnum stigakóngur, fimm kosinn leikmaður ársins, skoraði yfir 30 stig að meðaltali í leik í yfir þúsund NBA-leikjum og var alltaf bestur þegar allt var undir í leikjunum.
House of Bounce síðan tók því saman athyglisvert myndband um tíu leikmenn sem mörgum kemur örugglega á óvart að hafa fengið hærri laun en Michael Jordan. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.