Til í hlutlausa velli ef þau geta ekki fallið | Öruggara að spila leik í úrvalsdeildinni heldur en að fara út í búð? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. maí 2020 07:00 Leikmenn gætu verið öruggari inn á vellinum heldur en í matvöruverslun samkvæmt stjórnarformanni Crystal Palace. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Enska úrvalsdeildin veltir nú steinum í þeirri von um að finna mögulega lausn á því hvernig megi klára núverandi leiktíð. Ein þeirra er að spila leikina á alls tíu hlutlausum völlum án áhorfenda. Mögulega yrðu þessir leikir ekki leiknir á Englandi. Flest lið deildarinnar hafa tekið vel í þá hugmynd nema þau lið sem eru enn í fallhættu. Þau eru ekki tilbúin að fórna mikilvægum heimaleikjum sem gætu tryggt veru þeirra í efstu deild. Til að mynda spilar Brighton & Hove Albion fimm af þeim níu leikjum sem liðið á eftir á heimavelli. Þá er óvíst hvað gerist með leikmenn sem renna út á samning þann 30. júní en líklega þarf að leika langt fram á sumar til að hægt sé að klára þá 92 leiki sem eftir eru af ensku úrvalsdeildinni. „Við skiljum að það sé nauðsynlegt að leika fyrir luktum dyrum svo mögulegt sé að klára tímabilið en að spila á hlutlausum völlum myndi bitna á heilindum úrvalsdeildarinnar. Það er of mikið í húfi fyrir sum liðanna,“ sagði Paul Barber, framkvæmdastjóri Brighton við BBC. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar munu ræða þessi mál eftir 7. maí en þá mun ríkisstjórn Bretlands fara yfir og mögulega breyta reglum er varðar samkomubönn vegna kórónufaraldursins. Steve Parish, stjórnarformaður Crystal Palace, telur að líkurnar á smiti séu meiri í matvöruverslun heldur en á leik í ensku úrvalsdeildinni. „Ég hef séð allar tillögur varðandi æfingar og ferðalög og þó það séu hindranir þá stefnir í að leikmenn, starfsfólk og dómarar verði öruggari í leik í ensku úrvalsdeildinni heldur en þau væru ef þau færu út að versla í matinn miðað við núverandi ástand.“ Hann sagði jafnframt að öryggi leikmanna og starfsfólks væri í fyrirrúmi. Palace hefur borgað öllum sínu starfsfólki full laun frá því að deildinni var frestað um óákveðinn tíma. Þá hefur félagið lagt sitt af mörkum til að hjálpa heilbriðgisstarfsfólki meðal annars með því að sjá fyrir mat og kaupum á andlitsgrímum. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Enska úrvalsdeildin veltir nú steinum í þeirri von um að finna mögulega lausn á því hvernig megi klára núverandi leiktíð. Ein þeirra er að spila leikina á alls tíu hlutlausum völlum án áhorfenda. Mögulega yrðu þessir leikir ekki leiknir á Englandi. Flest lið deildarinnar hafa tekið vel í þá hugmynd nema þau lið sem eru enn í fallhættu. Þau eru ekki tilbúin að fórna mikilvægum heimaleikjum sem gætu tryggt veru þeirra í efstu deild. Til að mynda spilar Brighton & Hove Albion fimm af þeim níu leikjum sem liðið á eftir á heimavelli. Þá er óvíst hvað gerist með leikmenn sem renna út á samning þann 30. júní en líklega þarf að leika langt fram á sumar til að hægt sé að klára þá 92 leiki sem eftir eru af ensku úrvalsdeildinni. „Við skiljum að það sé nauðsynlegt að leika fyrir luktum dyrum svo mögulegt sé að klára tímabilið en að spila á hlutlausum völlum myndi bitna á heilindum úrvalsdeildarinnar. Það er of mikið í húfi fyrir sum liðanna,“ sagði Paul Barber, framkvæmdastjóri Brighton við BBC. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar munu ræða þessi mál eftir 7. maí en þá mun ríkisstjórn Bretlands fara yfir og mögulega breyta reglum er varðar samkomubönn vegna kórónufaraldursins. Steve Parish, stjórnarformaður Crystal Palace, telur að líkurnar á smiti séu meiri í matvöruverslun heldur en á leik í ensku úrvalsdeildinni. „Ég hef séð allar tillögur varðandi æfingar og ferðalög og þó það séu hindranir þá stefnir í að leikmenn, starfsfólk og dómarar verði öruggari í leik í ensku úrvalsdeildinni heldur en þau væru ef þau færu út að versla í matinn miðað við núverandi ástand.“ Hann sagði jafnframt að öryggi leikmanna og starfsfólks væri í fyrirrúmi. Palace hefur borgað öllum sínu starfsfólki full laun frá því að deildinni var frestað um óákveðinn tíma. Þá hefur félagið lagt sitt af mörkum til að hjálpa heilbriðgisstarfsfólki meðal annars með því að sjá fyrir mat og kaupum á andlitsgrímum.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira