„Þetta verður djúp dýfa og líklega sú mesta í lýðveldissögunni“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. maí 2020 18:35 Forsætisráðherra segir viðbúið að fjöldi fólks skipti um starfsvettvang á næstu misserum. Mikilvægt sé að auka fjölbreytni á íslenskum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins sjá fram á mestu efnahagsdýfu í lýðveldissögunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að halli á ríkissjóði vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum verði á bilinu 250 til 300 milljarða króna vegna aukinna útgjalda og tekjufalls ríkissjóðs. Vasarnir séu þó ekki endalaust djúpir. „Úthaldið er ekki takmarakalaust og það þarf að vanda til þeirra aðgerða sem farið er í þannig að þær beri tilætlaðan árangur,“ segir Katrín. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður hjá efnahagsdeild SA segir mikilvægt að fyrirtæki verði ekki látin bera þungan af því að greiða þennan halla. „ Nú þarf að horfa heildstætt á ríkisreksturinn horfa til hagræðinga, aukinnar skilvirkni og forgangsröðun þeirra fjármuna sem er úr að spila því við blasir að það verður ekki hægt að hækka skatta á laskað atvinnulíf þegar þetta er yfirstaðið,“ segir Ásdís. Um 60.000 manns hafa misst vinnuna að hluta eða öllu leyti síðustu mánuði. Ásdís segir að gert sé ráð fyrir 10-15% samdrætti á þessu ári. „Þetta verður djúp dýfa og líklega sú mesta í lýðveldissögunni,“ segir Ásdís. Það mun eiga sér stað tilflutningur á störfum frá ferðaþjónustunni inní aðrar atvinnugreinar. Forsætisráðherra segir að þegar sé byrjað að undirbúa nýtt vinnumarkaðsúrræði sem gætu hafist næsta haust. „Það skiptir mjög miklu máli að auka hér fjölbreytni í íslensku efnahagslífi og á vinnumarkaði Við höfum þegar lagt ákveðna fjármuni í og er til meðferðar á Alþingi til að tryggja bæði menntunartækifæri og önnur úrræði fyrir þá sem hafa misst vinnuna þannig að þeir geti hreyft sig til í starfi. Þetta er eitthvað sem við höfum reynslu af frá 2008 og 2009 þegar þúsundir manna sóttu sér nýja menntun og þjálfun og skiptu um starfsvettvang,“ segir Katrín. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Forsætisráðherra segir viðbúið að fjöldi fólks skipti um starfsvettvang á næstu misserum. Mikilvægt sé að auka fjölbreytni á íslenskum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins sjá fram á mestu efnahagsdýfu í lýðveldissögunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að halli á ríkissjóði vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum verði á bilinu 250 til 300 milljarða króna vegna aukinna útgjalda og tekjufalls ríkissjóðs. Vasarnir séu þó ekki endalaust djúpir. „Úthaldið er ekki takmarakalaust og það þarf að vanda til þeirra aðgerða sem farið er í þannig að þær beri tilætlaðan árangur,“ segir Katrín. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður hjá efnahagsdeild SA segir mikilvægt að fyrirtæki verði ekki látin bera þungan af því að greiða þennan halla. „ Nú þarf að horfa heildstætt á ríkisreksturinn horfa til hagræðinga, aukinnar skilvirkni og forgangsröðun þeirra fjármuna sem er úr að spila því við blasir að það verður ekki hægt að hækka skatta á laskað atvinnulíf þegar þetta er yfirstaðið,“ segir Ásdís. Um 60.000 manns hafa misst vinnuna að hluta eða öllu leyti síðustu mánuði. Ásdís segir að gert sé ráð fyrir 10-15% samdrætti á þessu ári. „Þetta verður djúp dýfa og líklega sú mesta í lýðveldissögunni,“ segir Ásdís. Það mun eiga sér stað tilflutningur á störfum frá ferðaþjónustunni inní aðrar atvinnugreinar. Forsætisráðherra segir að þegar sé byrjað að undirbúa nýtt vinnumarkaðsúrræði sem gætu hafist næsta haust. „Það skiptir mjög miklu máli að auka hér fjölbreytni í íslensku efnahagslífi og á vinnumarkaði Við höfum þegar lagt ákveðna fjármuni í og er til meðferðar á Alþingi til að tryggja bæði menntunartækifæri og önnur úrræði fyrir þá sem hafa misst vinnuna þannig að þeir geti hreyft sig til í starfi. Þetta er eitthvað sem við höfum reynslu af frá 2008 og 2009 þegar þúsundir manna sóttu sér nýja menntun og þjálfun og skiptu um starfsvettvang,“ segir Katrín.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira