„Þetta verður djúp dýfa og líklega sú mesta í lýðveldissögunni“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. maí 2020 18:35 Forsætisráðherra segir viðbúið að fjöldi fólks skipti um starfsvettvang á næstu misserum. Mikilvægt sé að auka fjölbreytni á íslenskum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins sjá fram á mestu efnahagsdýfu í lýðveldissögunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að halli á ríkissjóði vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum verði á bilinu 250 til 300 milljarða króna vegna aukinna útgjalda og tekjufalls ríkissjóðs. Vasarnir séu þó ekki endalaust djúpir. „Úthaldið er ekki takmarakalaust og það þarf að vanda til þeirra aðgerða sem farið er í þannig að þær beri tilætlaðan árangur,“ segir Katrín. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður hjá efnahagsdeild SA segir mikilvægt að fyrirtæki verði ekki látin bera þungan af því að greiða þennan halla. „ Nú þarf að horfa heildstætt á ríkisreksturinn horfa til hagræðinga, aukinnar skilvirkni og forgangsröðun þeirra fjármuna sem er úr að spila því við blasir að það verður ekki hægt að hækka skatta á laskað atvinnulíf þegar þetta er yfirstaðið,“ segir Ásdís. Um 60.000 manns hafa misst vinnuna að hluta eða öllu leyti síðustu mánuði. Ásdís segir að gert sé ráð fyrir 10-15% samdrætti á þessu ári. „Þetta verður djúp dýfa og líklega sú mesta í lýðveldissögunni,“ segir Ásdís. Það mun eiga sér stað tilflutningur á störfum frá ferðaþjónustunni inní aðrar atvinnugreinar. Forsætisráðherra segir að þegar sé byrjað að undirbúa nýtt vinnumarkaðsúrræði sem gætu hafist næsta haust. „Það skiptir mjög miklu máli að auka hér fjölbreytni í íslensku efnahagslífi og á vinnumarkaði Við höfum þegar lagt ákveðna fjármuni í og er til meðferðar á Alþingi til að tryggja bæði menntunartækifæri og önnur úrræði fyrir þá sem hafa misst vinnuna þannig að þeir geti hreyft sig til í starfi. Þetta er eitthvað sem við höfum reynslu af frá 2008 og 2009 þegar þúsundir manna sóttu sér nýja menntun og þjálfun og skiptu um starfsvettvang,“ segir Katrín. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Forsætisráðherra segir viðbúið að fjöldi fólks skipti um starfsvettvang á næstu misserum. Mikilvægt sé að auka fjölbreytni á íslenskum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins sjá fram á mestu efnahagsdýfu í lýðveldissögunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að halli á ríkissjóði vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum verði á bilinu 250 til 300 milljarða króna vegna aukinna útgjalda og tekjufalls ríkissjóðs. Vasarnir séu þó ekki endalaust djúpir. „Úthaldið er ekki takmarakalaust og það þarf að vanda til þeirra aðgerða sem farið er í þannig að þær beri tilætlaðan árangur,“ segir Katrín. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður hjá efnahagsdeild SA segir mikilvægt að fyrirtæki verði ekki látin bera þungan af því að greiða þennan halla. „ Nú þarf að horfa heildstætt á ríkisreksturinn horfa til hagræðinga, aukinnar skilvirkni og forgangsröðun þeirra fjármuna sem er úr að spila því við blasir að það verður ekki hægt að hækka skatta á laskað atvinnulíf þegar þetta er yfirstaðið,“ segir Ásdís. Um 60.000 manns hafa misst vinnuna að hluta eða öllu leyti síðustu mánuði. Ásdís segir að gert sé ráð fyrir 10-15% samdrætti á þessu ári. „Þetta verður djúp dýfa og líklega sú mesta í lýðveldissögunni,“ segir Ásdís. Það mun eiga sér stað tilflutningur á störfum frá ferðaþjónustunni inní aðrar atvinnugreinar. Forsætisráðherra segir að þegar sé byrjað að undirbúa nýtt vinnumarkaðsúrræði sem gætu hafist næsta haust. „Það skiptir mjög miklu máli að auka hér fjölbreytni í íslensku efnahagslífi og á vinnumarkaði Við höfum þegar lagt ákveðna fjármuni í og er til meðferðar á Alþingi til að tryggja bæði menntunartækifæri og önnur úrræði fyrir þá sem hafa misst vinnuna þannig að þeir geti hreyft sig til í starfi. Þetta er eitthvað sem við höfum reynslu af frá 2008 og 2009 þegar þúsundir manna sóttu sér nýja menntun og þjálfun og skiptu um starfsvettvang,“ segir Katrín.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira