Þær bandarísku töpuðu í jafnlaunamálinu Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2020 10:30 Besta kvennalandslið heims hefur staðið í langri og erfiðri deilu við knattspyrnusambandið sitt. VÍSIR/GETTY Landsliðskonur Bandaríkjanna í fótbolta hafa hug á að áfrýja eftir að dómari í Kaliforníu úrskurðaði bandaríska knattspyrnusambandinu í vil í jafnlaunamálinu svokallaða. Bandaríska kvennalandsliðið, sem er ríkjandi heimsmeistari, telur knattspyrnusambandið hafa brotið á sér með því að greiða leikmönnum ekki laun í samræmi við launin sem leikmenn karlalandsliðsins fái, auk þess að veita kvennalandsliðinu ekki sama aðbúnað. Dómari vísaði málinu frá. Samkvæmt niðurstöðunni hefur kvennalandsliðið fengið hærri laun greidd en karlarnir, hvort sem horft er til samanlagðra tekna eða launa fyrir hvern leik. Þá taldi dómarinn ekki nægar sannanir fyrir því að kvennalandsliðið nyti ekki sams konar aðbúnaðar og karlalandsliðið. Í niðurstöðunni segir að það hafi verið ákvörðun kvennalandsliðsins að fá frekar öruggar tekjur en að binda tekjurnar við leiki sem spilaðir væru. Árið 2017 var samið um að 20 leikmenn kvennalandsliðsins fengju 100.000 Bandaríkjadali í laun á ári, auk bónusgreiðsla fyrir vináttulandsleiki. Þannig sé ekki hægt að dæma um það núna að landsliðskonurnar hafi fengið lægri laun vegna þess hvað þær hefðu fengið hefðu þær gert samning sem miðaði við fjölda spilaðra leikja eins og karlarnir. Molly Levinson, talskona kvennalandsliðsins, sagði að stefnan væri að áfrýja niðurstöðunni. „Við erum í áfalli og vonsvikin yfir niðurstöðunni en við munum ekki gefast upp í erfiðri baráttu fyrir jöfnum launum,“ sagði Levinson. „Við erum örugg með okkar mál og staðföst í því að sjá til þess að stelpur og konur sem keppi í íþróttum verði ekki minna metnar bara vegna kyns þeirra,“ sagði Levinson í yfirlýsingu. Bandaríkin Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Tengdar fréttir Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00 Segja knattspyrnukonurnar vera eftirbátar karlanna í leikni og ábyrgð Bandarísku landsliðskonurnar eru á því að röksemdafærsla bandaríska knattspyrnusambandsins gæti verið frá steinöld. 12. mars 2020 12:00 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Landsliðskonur Bandaríkjanna í fótbolta hafa hug á að áfrýja eftir að dómari í Kaliforníu úrskurðaði bandaríska knattspyrnusambandinu í vil í jafnlaunamálinu svokallaða. Bandaríska kvennalandsliðið, sem er ríkjandi heimsmeistari, telur knattspyrnusambandið hafa brotið á sér með því að greiða leikmönnum ekki laun í samræmi við launin sem leikmenn karlalandsliðsins fái, auk þess að veita kvennalandsliðinu ekki sama aðbúnað. Dómari vísaði málinu frá. Samkvæmt niðurstöðunni hefur kvennalandsliðið fengið hærri laun greidd en karlarnir, hvort sem horft er til samanlagðra tekna eða launa fyrir hvern leik. Þá taldi dómarinn ekki nægar sannanir fyrir því að kvennalandsliðið nyti ekki sams konar aðbúnaðar og karlalandsliðið. Í niðurstöðunni segir að það hafi verið ákvörðun kvennalandsliðsins að fá frekar öruggar tekjur en að binda tekjurnar við leiki sem spilaðir væru. Árið 2017 var samið um að 20 leikmenn kvennalandsliðsins fengju 100.000 Bandaríkjadali í laun á ári, auk bónusgreiðsla fyrir vináttulandsleiki. Þannig sé ekki hægt að dæma um það núna að landsliðskonurnar hafi fengið lægri laun vegna þess hvað þær hefðu fengið hefðu þær gert samning sem miðaði við fjölda spilaðra leikja eins og karlarnir. Molly Levinson, talskona kvennalandsliðsins, sagði að stefnan væri að áfrýja niðurstöðunni. „Við erum í áfalli og vonsvikin yfir niðurstöðunni en við munum ekki gefast upp í erfiðri baráttu fyrir jöfnum launum,“ sagði Levinson. „Við erum örugg með okkar mál og staðföst í því að sjá til þess að stelpur og konur sem keppi í íþróttum verði ekki minna metnar bara vegna kyns þeirra,“ sagði Levinson í yfirlýsingu.
Bandaríkin Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Tengdar fréttir Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00 Segja knattspyrnukonurnar vera eftirbátar karlanna í leikni og ábyrgð Bandarísku landsliðskonurnar eru á því að röksemdafærsla bandaríska knattspyrnusambandsins gæti verið frá steinöld. 12. mars 2020 12:00 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00
Segja knattspyrnukonurnar vera eftirbátar karlanna í leikni og ábyrgð Bandarísku landsliðskonurnar eru á því að röksemdafærsla bandaríska knattspyrnusambandsins gæti verið frá steinöld. 12. mars 2020 12:00