Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2020 15:14 Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020. Lögreglan Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. Hjúkrunarfræðingar hafa nú verið samningslausir í tæpt ár og lýsti Alma landlæknir áhyggjum af þeirri stöðu á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Ónóg mönnun væri viðvarandi í íslenska heilbrigðiskerfinu til fjölda ára, ekki síst hjúkrunarfræðinga. „Það verður að leysa þessa deilu. Þessi óvissa er eitthvað sem við gætum verið án því hún hefur auðvitað áhrif á mönnun til næstu vikna,“ sagði Alma um stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga. Landlæknir sendi heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann lýsti áhyggjum vegna mönnunar í heilbrigðiskerfinu í morgun. Lofaði Alma hjúkrunarfræðinga á upplýsingafundinum fyrir að standa áfram sína plikt þrátt fyrir að þeir séu ósáttir við kjör sín og að draga skýr mörk á milli skyldna sem þeir gegna gagnvart skjólstæðingum sínum annars vegar og kjarabaráttu sinnar hins vegar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði að samningum við hjúkrunarfræðinga væri að mestu lokið og að hann hefði trú á að endanlegir samningar næðust fljótlega í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Lögreglan Skoða hvernig er hægt að umbunna fólki álagið Laun hjúkrunarfræðinga skertust þegar afnám 5% vaktaálagsauka ofan á heildarlaun þeirra kom til framkvæmda um mánaðamótin. Tekin var ákvörðun um afnám hans í umfangsmiklum sparnaðaraðgerðum vegna rekstarvanda Landspítalans í haust. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði á fundinum í dag að vaktaálagsaukanum hefði verið sagt upp með löngum fyrirvara og enginn hefði þá séð fyrir hvernig ástandið yrði nú. Sagðist hann ekki telja að endurvekja ætti þessa viðbótargreiðslu nema að Landspítalinn fengi til þess sérstaka fjárveitingu. „Það er hlutur sem við höfum verið að skoða hvernig hægt er að umbuna fólki fyrir það mikla álag sem það stendur í núna. Svo sannarlega er þetta mikið álag en það er í rauninni annað mál sem við erum að skoða,“ sagði Páll. Alma var spurð að því hvort hún hefði rætt við heilbrigðis- eða fjármálaráðherra um að heilbrigðiskerfinu yrðu tryggðir þeir fjármunir sem það þarf á að halda til að berjast við faraldurinn. Hún sagðist vera í reglulegum samskiptum við heilbrigðisráðherra sem hún sagði hafa mikinn skilning á stöðunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54 Segir eitthvað rangt við framkomuna gagnvart hetjum faraldursins Hjúkrunarfræðingar eru hetjurnar í faraldri Covid-19 og í langmestri snertingu við sjúklinga sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni. 2. apríl 2020 08:09 Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hjúkrunarfræðinga hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. 1. apríl 2020 23:10 Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. Hjúkrunarfræðingar hafa nú verið samningslausir í tæpt ár og lýsti Alma landlæknir áhyggjum af þeirri stöðu á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Ónóg mönnun væri viðvarandi í íslenska heilbrigðiskerfinu til fjölda ára, ekki síst hjúkrunarfræðinga. „Það verður að leysa þessa deilu. Þessi óvissa er eitthvað sem við gætum verið án því hún hefur auðvitað áhrif á mönnun til næstu vikna,“ sagði Alma um stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga. Landlæknir sendi heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann lýsti áhyggjum vegna mönnunar í heilbrigðiskerfinu í morgun. Lofaði Alma hjúkrunarfræðinga á upplýsingafundinum fyrir að standa áfram sína plikt þrátt fyrir að þeir séu ósáttir við kjör sín og að draga skýr mörk á milli skyldna sem þeir gegna gagnvart skjólstæðingum sínum annars vegar og kjarabaráttu sinnar hins vegar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði að samningum við hjúkrunarfræðinga væri að mestu lokið og að hann hefði trú á að endanlegir samningar næðust fljótlega í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Lögreglan Skoða hvernig er hægt að umbunna fólki álagið Laun hjúkrunarfræðinga skertust þegar afnám 5% vaktaálagsauka ofan á heildarlaun þeirra kom til framkvæmda um mánaðamótin. Tekin var ákvörðun um afnám hans í umfangsmiklum sparnaðaraðgerðum vegna rekstarvanda Landspítalans í haust. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði á fundinum í dag að vaktaálagsaukanum hefði verið sagt upp með löngum fyrirvara og enginn hefði þá séð fyrir hvernig ástandið yrði nú. Sagðist hann ekki telja að endurvekja ætti þessa viðbótargreiðslu nema að Landspítalinn fengi til þess sérstaka fjárveitingu. „Það er hlutur sem við höfum verið að skoða hvernig hægt er að umbuna fólki fyrir það mikla álag sem það stendur í núna. Svo sannarlega er þetta mikið álag en það er í rauninni annað mál sem við erum að skoða,“ sagði Páll. Alma var spurð að því hvort hún hefði rætt við heilbrigðis- eða fjármálaráðherra um að heilbrigðiskerfinu yrðu tryggðir þeir fjármunir sem það þarf á að halda til að berjast við faraldurinn. Hún sagðist vera í reglulegum samskiptum við heilbrigðisráðherra sem hún sagði hafa mikinn skilning á stöðunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54 Segir eitthvað rangt við framkomuna gagnvart hetjum faraldursins Hjúkrunarfræðingar eru hetjurnar í faraldri Covid-19 og í langmestri snertingu við sjúklinga sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni. 2. apríl 2020 08:09 Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hjúkrunarfræðinga hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. 1. apríl 2020 23:10 Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54
Segir eitthvað rangt við framkomuna gagnvart hetjum faraldursins Hjúkrunarfræðingar eru hetjurnar í faraldri Covid-19 og í langmestri snertingu við sjúklinga sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni. 2. apríl 2020 08:09
Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hjúkrunarfræðinga hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. 1. apríl 2020 23:10
Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22