Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2020 15:14 Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020. Lögreglan Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. Hjúkrunarfræðingar hafa nú verið samningslausir í tæpt ár og lýsti Alma landlæknir áhyggjum af þeirri stöðu á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Ónóg mönnun væri viðvarandi í íslenska heilbrigðiskerfinu til fjölda ára, ekki síst hjúkrunarfræðinga. „Það verður að leysa þessa deilu. Þessi óvissa er eitthvað sem við gætum verið án því hún hefur auðvitað áhrif á mönnun til næstu vikna,“ sagði Alma um stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga. Landlæknir sendi heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann lýsti áhyggjum vegna mönnunar í heilbrigðiskerfinu í morgun. Lofaði Alma hjúkrunarfræðinga á upplýsingafundinum fyrir að standa áfram sína plikt þrátt fyrir að þeir séu ósáttir við kjör sín og að draga skýr mörk á milli skyldna sem þeir gegna gagnvart skjólstæðingum sínum annars vegar og kjarabaráttu sinnar hins vegar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði að samningum við hjúkrunarfræðinga væri að mestu lokið og að hann hefði trú á að endanlegir samningar næðust fljótlega í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Lögreglan Skoða hvernig er hægt að umbunna fólki álagið Laun hjúkrunarfræðinga skertust þegar afnám 5% vaktaálagsauka ofan á heildarlaun þeirra kom til framkvæmda um mánaðamótin. Tekin var ákvörðun um afnám hans í umfangsmiklum sparnaðaraðgerðum vegna rekstarvanda Landspítalans í haust. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði á fundinum í dag að vaktaálagsaukanum hefði verið sagt upp með löngum fyrirvara og enginn hefði þá séð fyrir hvernig ástandið yrði nú. Sagðist hann ekki telja að endurvekja ætti þessa viðbótargreiðslu nema að Landspítalinn fengi til þess sérstaka fjárveitingu. „Það er hlutur sem við höfum verið að skoða hvernig hægt er að umbuna fólki fyrir það mikla álag sem það stendur í núna. Svo sannarlega er þetta mikið álag en það er í rauninni annað mál sem við erum að skoða,“ sagði Páll. Alma var spurð að því hvort hún hefði rætt við heilbrigðis- eða fjármálaráðherra um að heilbrigðiskerfinu yrðu tryggðir þeir fjármunir sem það þarf á að halda til að berjast við faraldurinn. Hún sagðist vera í reglulegum samskiptum við heilbrigðisráðherra sem hún sagði hafa mikinn skilning á stöðunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54 Segir eitthvað rangt við framkomuna gagnvart hetjum faraldursins Hjúkrunarfræðingar eru hetjurnar í faraldri Covid-19 og í langmestri snertingu við sjúklinga sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni. 2. apríl 2020 08:09 Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hjúkrunarfræðinga hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. 1. apríl 2020 23:10 Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. Hjúkrunarfræðingar hafa nú verið samningslausir í tæpt ár og lýsti Alma landlæknir áhyggjum af þeirri stöðu á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Ónóg mönnun væri viðvarandi í íslenska heilbrigðiskerfinu til fjölda ára, ekki síst hjúkrunarfræðinga. „Það verður að leysa þessa deilu. Þessi óvissa er eitthvað sem við gætum verið án því hún hefur auðvitað áhrif á mönnun til næstu vikna,“ sagði Alma um stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga. Landlæknir sendi heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann lýsti áhyggjum vegna mönnunar í heilbrigðiskerfinu í morgun. Lofaði Alma hjúkrunarfræðinga á upplýsingafundinum fyrir að standa áfram sína plikt þrátt fyrir að þeir séu ósáttir við kjör sín og að draga skýr mörk á milli skyldna sem þeir gegna gagnvart skjólstæðingum sínum annars vegar og kjarabaráttu sinnar hins vegar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði að samningum við hjúkrunarfræðinga væri að mestu lokið og að hann hefði trú á að endanlegir samningar næðust fljótlega í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Lögreglan Skoða hvernig er hægt að umbunna fólki álagið Laun hjúkrunarfræðinga skertust þegar afnám 5% vaktaálagsauka ofan á heildarlaun þeirra kom til framkvæmda um mánaðamótin. Tekin var ákvörðun um afnám hans í umfangsmiklum sparnaðaraðgerðum vegna rekstarvanda Landspítalans í haust. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði á fundinum í dag að vaktaálagsaukanum hefði verið sagt upp með löngum fyrirvara og enginn hefði þá séð fyrir hvernig ástandið yrði nú. Sagðist hann ekki telja að endurvekja ætti þessa viðbótargreiðslu nema að Landspítalinn fengi til þess sérstaka fjárveitingu. „Það er hlutur sem við höfum verið að skoða hvernig hægt er að umbuna fólki fyrir það mikla álag sem það stendur í núna. Svo sannarlega er þetta mikið álag en það er í rauninni annað mál sem við erum að skoða,“ sagði Páll. Alma var spurð að því hvort hún hefði rætt við heilbrigðis- eða fjármálaráðherra um að heilbrigðiskerfinu yrðu tryggðir þeir fjármunir sem það þarf á að halda til að berjast við faraldurinn. Hún sagðist vera í reglulegum samskiptum við heilbrigðisráðherra sem hún sagði hafa mikinn skilning á stöðunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54 Segir eitthvað rangt við framkomuna gagnvart hetjum faraldursins Hjúkrunarfræðingar eru hetjurnar í faraldri Covid-19 og í langmestri snertingu við sjúklinga sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni. 2. apríl 2020 08:09 Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hjúkrunarfræðinga hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. 1. apríl 2020 23:10 Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54
Segir eitthvað rangt við framkomuna gagnvart hetjum faraldursins Hjúkrunarfræðingar eru hetjurnar í faraldri Covid-19 og í langmestri snertingu við sjúklinga sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni. 2. apríl 2020 08:09
Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hjúkrunarfræðinga hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. 1. apríl 2020 23:10
Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22