Lögreglan í Ástralíu skaut árásarmann til bana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. maí 2020 12:43 Fimm særðust í árásinni og tveir af þeim alvarlega. EPA/RICHARD WAINWRIGHT AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT Lögreglan í Vestur-Ástralíu skaut mann til bana eftir að hann stakk fjölda fólks með hníf í verslunarmiðstöð í bænum South Hedland í Pilbara héraðinu. Fimm slösuðust í árásinni og tveir þeirra eru alvarlega slasaðir. Vitni sögðu í samtali við staðarmiðla að maðurinn hafi verið vopnaður „stórum hníf“ sem hann veifaði að almenningi og lögreglumönnum í verslunarmiðstöðinni áður en þau heyrðu mikla hvelli og öskur. Fylkisstjóri Vestur-Ástralíu sagði í samtali við staðarmiðla að árásarmaðurinn hafi verið skotinn með rafbyssu af lögreglu en það hafi ekki stoppað hann. „Hann réðst að lögreglumönnunum og var síðan skotinn af þeim.“ Lögreglan segir að af manninum hafi stafað mikil hætta og biðlar til almennings að stíga fram ef myndbönd hafi náðst af atvikinu. Ekki hefur neitt komið fram um hvort árásin hafi verið hryðjuverk. Árásin var framin um klukkan 10 að staðartíma á föstudag. Kona sem varð vitni að árásinni sagði í samtali við fréttastofu ABC að hún hafi flúið út úr verslunarmiðstöðinni eftir að hafa mætt manninum fyrir framan inngang miðstöðvarinnar. „Ég sá manninn sveifla risastórum hníf að konu sem var með smábarn í kerru,“ sagði Shelley Farquhar. „Hann hætti við að ráðast á hana og fór inn vegna þess að ég var þar og sveiflaði hnífnum að mér,“ bætti hún við. Lögreglan í Pilbara staðfesti að maðurinn sem lést var „manneskja sem lögreglan hafði nálgast og hann dó af skotsárum.“ „Lögreglan mun rannsaka það hvernig fólkið fékk áverkana,“ sagði í yfirlýsingu. South Hedland er lítill bær í Pilbara héraðinu í Vestur-Ástralíu. Pilbara er mjög dreifbýlt hérað og vinna flestir íbúar þess við námuiðnað eða annan iðnað sem tengist námuverkun. Tilkynningar um árásarmanninn bárust frá þónokkrum vitnum og kom meðal annars fram að hann klæddist gulum vinnujakka. Enn hafa ekki verið borin kennsl á árásarmanninn. Ástralía Tengdar fréttir Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Næst stærsta flugfélag Ástralíu í þrot Næst stærsta flugfélag Ástralíu, Virgin Australia, hefur lýst yfir gjaldþroti og er því fyrsta ástralska stórfyrirtækið sem verður faraldrinum að bráð. 21. apríl 2020 06:58 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Lögreglan í Vestur-Ástralíu skaut mann til bana eftir að hann stakk fjölda fólks með hníf í verslunarmiðstöð í bænum South Hedland í Pilbara héraðinu. Fimm slösuðust í árásinni og tveir þeirra eru alvarlega slasaðir. Vitni sögðu í samtali við staðarmiðla að maðurinn hafi verið vopnaður „stórum hníf“ sem hann veifaði að almenningi og lögreglumönnum í verslunarmiðstöðinni áður en þau heyrðu mikla hvelli og öskur. Fylkisstjóri Vestur-Ástralíu sagði í samtali við staðarmiðla að árásarmaðurinn hafi verið skotinn með rafbyssu af lögreglu en það hafi ekki stoppað hann. „Hann réðst að lögreglumönnunum og var síðan skotinn af þeim.“ Lögreglan segir að af manninum hafi stafað mikil hætta og biðlar til almennings að stíga fram ef myndbönd hafi náðst af atvikinu. Ekki hefur neitt komið fram um hvort árásin hafi verið hryðjuverk. Árásin var framin um klukkan 10 að staðartíma á föstudag. Kona sem varð vitni að árásinni sagði í samtali við fréttastofu ABC að hún hafi flúið út úr verslunarmiðstöðinni eftir að hafa mætt manninum fyrir framan inngang miðstöðvarinnar. „Ég sá manninn sveifla risastórum hníf að konu sem var með smábarn í kerru,“ sagði Shelley Farquhar. „Hann hætti við að ráðast á hana og fór inn vegna þess að ég var þar og sveiflaði hnífnum að mér,“ bætti hún við. Lögreglan í Pilbara staðfesti að maðurinn sem lést var „manneskja sem lögreglan hafði nálgast og hann dó af skotsárum.“ „Lögreglan mun rannsaka það hvernig fólkið fékk áverkana,“ sagði í yfirlýsingu. South Hedland er lítill bær í Pilbara héraðinu í Vestur-Ástralíu. Pilbara er mjög dreifbýlt hérað og vinna flestir íbúar þess við námuiðnað eða annan iðnað sem tengist námuverkun. Tilkynningar um árásarmanninn bárust frá þónokkrum vitnum og kom meðal annars fram að hann klæddist gulum vinnujakka. Enn hafa ekki verið borin kennsl á árásarmanninn.
Ástralía Tengdar fréttir Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Næst stærsta flugfélag Ástralíu í þrot Næst stærsta flugfélag Ástralíu, Virgin Australia, hefur lýst yfir gjaldþroti og er því fyrsta ástralska stórfyrirtækið sem verður faraldrinum að bráð. 21. apríl 2020 06:58 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00
Næst stærsta flugfélag Ástralíu í þrot Næst stærsta flugfélag Ástralíu, Virgin Australia, hefur lýst yfir gjaldþroti og er því fyrsta ástralska stórfyrirtækið sem verður faraldrinum að bráð. 21. apríl 2020 06:58