Umskurn á kynfærum kvenna og stúlkna bönnuð í Súdan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. maí 2020 09:40 Súdanskar konur mótmæla stöðu kvenna í Kartúm. EPA/MORWAN ALI Stjórnvöld í Súdan samþykktu í vikunni að banna umskurn á kynfærum kvenna. Umskurn telst nú refsivert athæfi og getur hver sem brýtur lögin átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsisvist og sekt. Málið hefur lengi verið gagnrýnt og fagna baráttusamtök gegn umskurn og limlesti stúlkna og kvenna lögunum. Þá segir á vef Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna að breytingarnar marki tímamót í réttindamálum stúlkna í landinu. Samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum hafa nærri níu af hverjum tíu konum og stúlkum í Súdan verið limlestar á kynfærum. Umskurnin felur í sér að hluti eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð og getur það valdið miklum heilsufarsvandamálum sem dæmi eru um að hafi dregið konur til dauða. Bráðabirgða- eða umskiptastjórn er við völd í Súdan en hún samþykkti breytingu á hegningarlögjöf landsins sem kveður á um að refsa skuli hverjum þeim sem limlesti kynfæri kvenna og stúlkna. Kynfæralimlestingar á stúlkum og konum eru enn stundaðar í minnst 27 ríkjum Afríku sem og í ríkjum Asíu og Mið-Austurlanda. Ástandið er einna verst í Egyptalandi og Súdan sem og Eþíópíu, Keníu, Búrkína Fasó, Nígeríu, Djibútí og Senegal. Ríkisstjórn Súdan tók við fyrir tæpu ári og í henni sitja herforingjar og umbótasinnar sem leiddu uppreisn sem leiddi til stjórnarfarsbreytinga í landinu. Stjórninni hefur verið falið það hlutverk að leiða umbætur í landinu í átt að lýðræði og undirbýr hún lýðræðislegar kosningar í landinu. Þá hefur stjórninni einnig verið falið það hlutverk að koma af stað aðgerðum sem leiða muni til umbóta, til dæmis banni á umskurn stúlkna og kvenna. Frá sjálfstæði hefur hver óstöðuga ríkisstjórnin á fætur annarri verið við völd, hvort sem það hafa verið herstjórnir eða einræðisstjórnir. Omar al-Bashir, fyrrverandi einræðisherra landsins sem steypt var af stóli í byrjun apríl 2019, hafði setið á valdastóli frá árinu 1989. Súdan Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Forsætisráðherra Súdan sýnt tilræði Forsætisráðherra Afríkuríkisins Súdan komst í dag lífs af eftir að árás var gerð á bílalest hans á leið um súdönsku höfuðborgina Kartúm. 9. mars 2020 19:37 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Stjórnvöld í Súdan samþykktu í vikunni að banna umskurn á kynfærum kvenna. Umskurn telst nú refsivert athæfi og getur hver sem brýtur lögin átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsisvist og sekt. Málið hefur lengi verið gagnrýnt og fagna baráttusamtök gegn umskurn og limlesti stúlkna og kvenna lögunum. Þá segir á vef Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna að breytingarnar marki tímamót í réttindamálum stúlkna í landinu. Samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum hafa nærri níu af hverjum tíu konum og stúlkum í Súdan verið limlestar á kynfærum. Umskurnin felur í sér að hluti eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð og getur það valdið miklum heilsufarsvandamálum sem dæmi eru um að hafi dregið konur til dauða. Bráðabirgða- eða umskiptastjórn er við völd í Súdan en hún samþykkti breytingu á hegningarlögjöf landsins sem kveður á um að refsa skuli hverjum þeim sem limlesti kynfæri kvenna og stúlkna. Kynfæralimlestingar á stúlkum og konum eru enn stundaðar í minnst 27 ríkjum Afríku sem og í ríkjum Asíu og Mið-Austurlanda. Ástandið er einna verst í Egyptalandi og Súdan sem og Eþíópíu, Keníu, Búrkína Fasó, Nígeríu, Djibútí og Senegal. Ríkisstjórn Súdan tók við fyrir tæpu ári og í henni sitja herforingjar og umbótasinnar sem leiddu uppreisn sem leiddi til stjórnarfarsbreytinga í landinu. Stjórninni hefur verið falið það hlutverk að leiða umbætur í landinu í átt að lýðræði og undirbýr hún lýðræðislegar kosningar í landinu. Þá hefur stjórninni einnig verið falið það hlutverk að koma af stað aðgerðum sem leiða muni til umbóta, til dæmis banni á umskurn stúlkna og kvenna. Frá sjálfstæði hefur hver óstöðuga ríkisstjórnin á fætur annarri verið við völd, hvort sem það hafa verið herstjórnir eða einræðisstjórnir. Omar al-Bashir, fyrrverandi einræðisherra landsins sem steypt var af stóli í byrjun apríl 2019, hafði setið á valdastóli frá árinu 1989.
Súdan Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Forsætisráðherra Súdan sýnt tilræði Forsætisráðherra Afríkuríkisins Súdan komst í dag lífs af eftir að árás var gerð á bílalest hans á leið um súdönsku höfuðborgina Kartúm. 9. mars 2020 19:37 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Forsætisráðherra Súdan sýnt tilræði Forsætisráðherra Afríkuríkisins Súdan komst í dag lífs af eftir að árás var gerð á bílalest hans á leið um súdönsku höfuðborgina Kartúm. 9. mars 2020 19:37