Norskur fjölskyldufaðir í 20 ára fangelsi fyrir „hreina aftöku“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2020 15:05 Oscar André Ocampo Overn var ættleiddur frá Kólumbíu sem barn. Hann er transpiltur og fæddist þannig í líkama stúlku en lét breyta nafni sínu í þjóðskrá árið 2018. Norskur fjölskyldufaðir á fimmtugsaldri, Hans Olav Overn, var í dag dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að kyrkja fimmtán ára son sinn, Oscar André Ocampo Overn, á heimili fjölskyldunnar í Kapp í október í fyrra. Samkvæmt dómi sá Hans Olav fram á að kynferðisbrot hans gegn syninum um árabil yrðu fyrr en síðar dregin fram í dagsljósið og hann þess vegna ákveðið að myrða hann. Saksóknari fór fram á þyngstu refsingu yfir föðurnum, eða 21 ár, og kallaði verknaðinn „hreina aftöku“. Dómurinn féllst á þá lýsingu saksóknara og sagði morðið á drengnum hafa verið þaulskipulagt. Málið þykir einkar ógeðfellt. Í dómi segir að faðirinn hafi ráðist á varnarlausan einstakling og þá sé ljóst að Oscar hafi verið logandi hræddur á meðan faðir hans, sem misnotaði hann kynferðislega um árabil, herti að hálsi hans. Faðirinn er sagður hafa ætlað að fremja sjálfsvíg að loknu voðaverkinu en hætti við og gaf sig fram við lögreglu. Þá er talið sannað að faðirinn hafi framið morðið að yfirlögðu ráði. Hann gætti þess að loka móður Oscars inni í svefnherbergi áður en hann lét til skarar skríða. Móðirin heyrði þannig þegar lífið var murkað úr syni hennar í næsta herbergi. Í frétt NRK af málinu segir að faðirinn hafi verið samvinnuþýður lögreglu og refsing hans hafi þess vegna verið milduð um eitt ár. Hann hlaut þannig að endingu tuttugu ára dóm, líkt og áður segir. Dómnum verður ekki áfrýjað. Oscar var transpiltur og var ættleiddur frá Kólumbíu sem barn. Hann fæddist þannig í líkama stúlku en lét breyta nafni sínu í þjóðskrá í janúar 2018. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á hjálparsíma Rauða krossins 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Noregur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Norskur fjölskyldufaðir á fimmtugsaldri, Hans Olav Overn, var í dag dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að kyrkja fimmtán ára son sinn, Oscar André Ocampo Overn, á heimili fjölskyldunnar í Kapp í október í fyrra. Samkvæmt dómi sá Hans Olav fram á að kynferðisbrot hans gegn syninum um árabil yrðu fyrr en síðar dregin fram í dagsljósið og hann þess vegna ákveðið að myrða hann. Saksóknari fór fram á þyngstu refsingu yfir föðurnum, eða 21 ár, og kallaði verknaðinn „hreina aftöku“. Dómurinn féllst á þá lýsingu saksóknara og sagði morðið á drengnum hafa verið þaulskipulagt. Málið þykir einkar ógeðfellt. Í dómi segir að faðirinn hafi ráðist á varnarlausan einstakling og þá sé ljóst að Oscar hafi verið logandi hræddur á meðan faðir hans, sem misnotaði hann kynferðislega um árabil, herti að hálsi hans. Faðirinn er sagður hafa ætlað að fremja sjálfsvíg að loknu voðaverkinu en hætti við og gaf sig fram við lögreglu. Þá er talið sannað að faðirinn hafi framið morðið að yfirlögðu ráði. Hann gætti þess að loka móður Oscars inni í svefnherbergi áður en hann lét til skarar skríða. Móðirin heyrði þannig þegar lífið var murkað úr syni hennar í næsta herbergi. Í frétt NRK af málinu segir að faðirinn hafi verið samvinnuþýður lögreglu og refsing hans hafi þess vegna verið milduð um eitt ár. Hann hlaut þannig að endingu tuttugu ára dóm, líkt og áður segir. Dómnum verður ekki áfrýjað. Oscar var transpiltur og var ættleiddur frá Kólumbíu sem barn. Hann fæddist þannig í líkama stúlku en lét breyta nafni sínu í þjóðskrá í janúar 2018. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á hjálparsíma Rauða krossins 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Noregur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira