Norskur fjölskyldufaðir í 20 ára fangelsi fyrir „hreina aftöku“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2020 15:05 Oscar André Ocampo Overn var ættleiddur frá Kólumbíu sem barn. Hann er transpiltur og fæddist þannig í líkama stúlku en lét breyta nafni sínu í þjóðskrá árið 2018. Norskur fjölskyldufaðir á fimmtugsaldri, Hans Olav Overn, var í dag dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að kyrkja fimmtán ára son sinn, Oscar André Ocampo Overn, á heimili fjölskyldunnar í Kapp í október í fyrra. Samkvæmt dómi sá Hans Olav fram á að kynferðisbrot hans gegn syninum um árabil yrðu fyrr en síðar dregin fram í dagsljósið og hann þess vegna ákveðið að myrða hann. Saksóknari fór fram á þyngstu refsingu yfir föðurnum, eða 21 ár, og kallaði verknaðinn „hreina aftöku“. Dómurinn féllst á þá lýsingu saksóknara og sagði morðið á drengnum hafa verið þaulskipulagt. Málið þykir einkar ógeðfellt. Í dómi segir að faðirinn hafi ráðist á varnarlausan einstakling og þá sé ljóst að Oscar hafi verið logandi hræddur á meðan faðir hans, sem misnotaði hann kynferðislega um árabil, herti að hálsi hans. Faðirinn er sagður hafa ætlað að fremja sjálfsvíg að loknu voðaverkinu en hætti við og gaf sig fram við lögreglu. Þá er talið sannað að faðirinn hafi framið morðið að yfirlögðu ráði. Hann gætti þess að loka móður Oscars inni í svefnherbergi áður en hann lét til skarar skríða. Móðirin heyrði þannig þegar lífið var murkað úr syni hennar í næsta herbergi. Í frétt NRK af málinu segir að faðirinn hafi verið samvinnuþýður lögreglu og refsing hans hafi þess vegna verið milduð um eitt ár. Hann hlaut þannig að endingu tuttugu ára dóm, líkt og áður segir. Dómnum verður ekki áfrýjað. Oscar var transpiltur og var ættleiddur frá Kólumbíu sem barn. Hann fæddist þannig í líkama stúlku en lét breyta nafni sínu í þjóðskrá í janúar 2018. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á hjálparsíma Rauða krossins 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Noregur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira
Norskur fjölskyldufaðir á fimmtugsaldri, Hans Olav Overn, var í dag dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að kyrkja fimmtán ára son sinn, Oscar André Ocampo Overn, á heimili fjölskyldunnar í Kapp í október í fyrra. Samkvæmt dómi sá Hans Olav fram á að kynferðisbrot hans gegn syninum um árabil yrðu fyrr en síðar dregin fram í dagsljósið og hann þess vegna ákveðið að myrða hann. Saksóknari fór fram á þyngstu refsingu yfir föðurnum, eða 21 ár, og kallaði verknaðinn „hreina aftöku“. Dómurinn féllst á þá lýsingu saksóknara og sagði morðið á drengnum hafa verið þaulskipulagt. Málið þykir einkar ógeðfellt. Í dómi segir að faðirinn hafi ráðist á varnarlausan einstakling og þá sé ljóst að Oscar hafi verið logandi hræddur á meðan faðir hans, sem misnotaði hann kynferðislega um árabil, herti að hálsi hans. Faðirinn er sagður hafa ætlað að fremja sjálfsvíg að loknu voðaverkinu en hætti við og gaf sig fram við lögreglu. Þá er talið sannað að faðirinn hafi framið morðið að yfirlögðu ráði. Hann gætti þess að loka móður Oscars inni í svefnherbergi áður en hann lét til skarar skríða. Móðirin heyrði þannig þegar lífið var murkað úr syni hennar í næsta herbergi. Í frétt NRK af málinu segir að faðirinn hafi verið samvinnuþýður lögreglu og refsing hans hafi þess vegna verið milduð um eitt ár. Hann hlaut þannig að endingu tuttugu ára dóm, líkt og áður segir. Dómnum verður ekki áfrýjað. Oscar var transpiltur og var ættleiddur frá Kólumbíu sem barn. Hann fæddist þannig í líkama stúlku en lét breyta nafni sínu í þjóðskrá í janúar 2018. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á hjálparsíma Rauða krossins 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Noregur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira