Viðskipti innlent

Árni Sigurjónsson nýr formaður SI

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Árni Sigurjónsson og Guðlaug Kristinsdóttur sóttust eftir formannsstöðu innan Samtaka iðnaðarins.
Árni Sigurjónsson og Guðlaug Kristinsdóttur sóttust eftir formannsstöðu innan Samtaka iðnaðarins.

Árni Sigurjónsson, yfirlögfræðingur Marels, er nýr formaður Samtaka iðnaðarins. Hann bar sigurorð af Guðlaugu Kristinsdóttur, stjórnarformanni Límtré Vírnets og Securitas, í rafrænni atkæðagreiðslu félagsmanna samtakanna sem hófst 14. apríl og lauk í gær. Niðurstöðurnar voru kunngjörðar á aðalfundi SI í morgun. Fráfarandi formaður, Guðrún Hafsteinsdóttir, hafði gegnt stöðunni frá árinu 2014.

Þau Guðlaug og Árni voru ein í framboði til formanns samtakanna og hlaut Árni rétt rúmlega 71 prósent atkvæða. Árni verður því formaður SI fram að Iðnþingi árið 2022.

Árni Sigurjónsson er yfirlögfræðingur Marels og hefur setið í stjórn Samtaka iðnaðarins frá árinu 2016 auk þess að vara varaformaður samtakanna síðastliðin þrjú ár. Þá hefur hann einnig átt sæti í stjórn og framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins undanfarin ár.

Jafnframt var kosið til  almennrar stjórnarsetur og var kosið um fimm sæti sem sjö sóttu um Þau sem setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára:

Arna Arnardóttir, gullsmiður

Egill Jónsson, Össur

Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, CRI

Valgerður Hrund Skúladóttir, Sensa

Vignir Steinþór Halldórsson, MótX

Fyrir í stjórn Samtaka iðnaðarins eru:

Ágúst Þór Pétursson, húsasmíðameistari

Guðrún Halla Finnsdóttir, Norðurál

Magnús Hilmar Helgason, Launafl

Sigurður R. Ragnarsson, ÍAV






Fleiri fréttir

Sjá meira


×