Rúnar Alex rólegur yfir ákvörðun Frakka og nýtur fæðingarorlofsins Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 07:00 Rúnar Alex Rúnarsson í leik með Dijon gegn PSG. VÍSIR/GETTY Ekki verður spilaður aftur fótbolti í Frakklandi fyrr en í fyrsta lagi í september, vegna kórónuveirufaraldursins, og tímabilinu er því lokið hjá Rúnari Alex Rúnarssyni, markverði Dijon. Það var ljóst á mánudag að tímabilið í Frakklandi yrði blásið af en enn á þó eftir að ákveða nákvæmlega hvernig tímabilið verður gert upp. Rúnar Alex og félagar voru í 16. sæti þegar hlé var gert á deildinni, þremur stigum frá fallsæti. „Ég held að þetta hafi fyrst og fremst verið rétt ákvörðun. Ég held að það séu rétt skilaboð út í samfélagið að þegar það er sett á útgöngubann þá eigir þú ekki heldur að spila fótbolta. Það er vissulega skrýtið að vera kominn í sumarfrí 13. mars en heilsa fólks á að vera í fyrsta sæti,“ sagði Rúnar Alex í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Honum hefur ekki leiðst í útgöngubanninu enda tiltölulega nýorðinn pabbi: „Ég er með sex mánaða gamalt barn heima þannig að ég hef bara verið í fæðingarorlofi. Það hefur verið mjög fínt. Ég get farið út og labbað hringinn í kringum húsið og svo reyni ég að hreyfa mig eitthvað hér heima. Ég er búinn að setja upp smá ræktaraðstöðu hérna, en dagarnir eru svo sem voðalega svipaðir,“ sagði Rúnar Alex. Eftir að hafa misst sæti sitt í byrjunarliði Dijon til Alfred Gomis náði Rúnar Alex því aftur þegar Gomis meiddist í febrúar. Hann hafði náð sér vel á strik þegar kórónuveirufaraldurinn setti allt úr skorðum. „Þetta tímabil er búið að vera upp og ofan. Tímabilið byrjaði þannig að það var kominn nýr þjálfari sem vildi stilla upp sínu eigin liði og keypti nýjan markmann, og það hafði ekkert með mína frammistöðu að gera því ég var búinn að standa mig vel í þeim leikjum sem ég fékk. Það var því mjög súrt að vera settur á bekkinn. En svo vann ég mig inn í liðið með smáheppni, strákurinn meiðist, og ég var kominn á mjög gott ról og sáttur með mína spilamennsku svo það var súrt að tímabilinu skyldi ljúka svona snemma. Ég var að standa mig vel og hefði fengið að spila næstu leiki, og við náðum í fín úrslit. Það hefði verið skemmtilegt að byggja ofan á þetta og sjá hvort við hefðum farið eitthvað ofar í deildinni, en heilsa fólks á alltaf að vera í fyrsta sæti og það þýðir lítið að spá í þetta,“ sagði Rúnar Alex sem hyggur nú á heimleið og ætlar að æfa með KR í sumar. Hann fer svo aftur til Dijon í júlí. Klippa: Sportið í dag - Tímabilinu lokið hjá Rúnari Alex Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Franski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Ekki verður spilaður aftur fótbolti í Frakklandi fyrr en í fyrsta lagi í september, vegna kórónuveirufaraldursins, og tímabilinu er því lokið hjá Rúnari Alex Rúnarssyni, markverði Dijon. Það var ljóst á mánudag að tímabilið í Frakklandi yrði blásið af en enn á þó eftir að ákveða nákvæmlega hvernig tímabilið verður gert upp. Rúnar Alex og félagar voru í 16. sæti þegar hlé var gert á deildinni, þremur stigum frá fallsæti. „Ég held að þetta hafi fyrst og fremst verið rétt ákvörðun. Ég held að það séu rétt skilaboð út í samfélagið að þegar það er sett á útgöngubann þá eigir þú ekki heldur að spila fótbolta. Það er vissulega skrýtið að vera kominn í sumarfrí 13. mars en heilsa fólks á að vera í fyrsta sæti,“ sagði Rúnar Alex í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Honum hefur ekki leiðst í útgöngubanninu enda tiltölulega nýorðinn pabbi: „Ég er með sex mánaða gamalt barn heima þannig að ég hef bara verið í fæðingarorlofi. Það hefur verið mjög fínt. Ég get farið út og labbað hringinn í kringum húsið og svo reyni ég að hreyfa mig eitthvað hér heima. Ég er búinn að setja upp smá ræktaraðstöðu hérna, en dagarnir eru svo sem voðalega svipaðir,“ sagði Rúnar Alex. Eftir að hafa misst sæti sitt í byrjunarliði Dijon til Alfred Gomis náði Rúnar Alex því aftur þegar Gomis meiddist í febrúar. Hann hafði náð sér vel á strik þegar kórónuveirufaraldurinn setti allt úr skorðum. „Þetta tímabil er búið að vera upp og ofan. Tímabilið byrjaði þannig að það var kominn nýr þjálfari sem vildi stilla upp sínu eigin liði og keypti nýjan markmann, og það hafði ekkert með mína frammistöðu að gera því ég var búinn að standa mig vel í þeim leikjum sem ég fékk. Það var því mjög súrt að vera settur á bekkinn. En svo vann ég mig inn í liðið með smáheppni, strákurinn meiðist, og ég var kominn á mjög gott ról og sáttur með mína spilamennsku svo það var súrt að tímabilinu skyldi ljúka svona snemma. Ég var að standa mig vel og hefði fengið að spila næstu leiki, og við náðum í fín úrslit. Það hefði verið skemmtilegt að byggja ofan á þetta og sjá hvort við hefðum farið eitthvað ofar í deildinni, en heilsa fólks á alltaf að vera í fyrsta sæti og það þýðir lítið að spá í þetta,“ sagði Rúnar Alex sem hyggur nú á heimleið og ætlar að æfa með KR í sumar. Hann fer svo aftur til Dijon í júlí. Klippa: Sportið í dag - Tímabilinu lokið hjá Rúnari Alex Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Franski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira