Rúnar Alex rólegur yfir ákvörðun Frakka og nýtur fæðingarorlofsins Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 07:00 Rúnar Alex Rúnarsson í leik með Dijon gegn PSG. VÍSIR/GETTY Ekki verður spilaður aftur fótbolti í Frakklandi fyrr en í fyrsta lagi í september, vegna kórónuveirufaraldursins, og tímabilinu er því lokið hjá Rúnari Alex Rúnarssyni, markverði Dijon. Það var ljóst á mánudag að tímabilið í Frakklandi yrði blásið af en enn á þó eftir að ákveða nákvæmlega hvernig tímabilið verður gert upp. Rúnar Alex og félagar voru í 16. sæti þegar hlé var gert á deildinni, þremur stigum frá fallsæti. „Ég held að þetta hafi fyrst og fremst verið rétt ákvörðun. Ég held að það séu rétt skilaboð út í samfélagið að þegar það er sett á útgöngubann þá eigir þú ekki heldur að spila fótbolta. Það er vissulega skrýtið að vera kominn í sumarfrí 13. mars en heilsa fólks á að vera í fyrsta sæti,“ sagði Rúnar Alex í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Honum hefur ekki leiðst í útgöngubanninu enda tiltölulega nýorðinn pabbi: „Ég er með sex mánaða gamalt barn heima þannig að ég hef bara verið í fæðingarorlofi. Það hefur verið mjög fínt. Ég get farið út og labbað hringinn í kringum húsið og svo reyni ég að hreyfa mig eitthvað hér heima. Ég er búinn að setja upp smá ræktaraðstöðu hérna, en dagarnir eru svo sem voðalega svipaðir,“ sagði Rúnar Alex. Eftir að hafa misst sæti sitt í byrjunarliði Dijon til Alfred Gomis náði Rúnar Alex því aftur þegar Gomis meiddist í febrúar. Hann hafði náð sér vel á strik þegar kórónuveirufaraldurinn setti allt úr skorðum. „Þetta tímabil er búið að vera upp og ofan. Tímabilið byrjaði þannig að það var kominn nýr þjálfari sem vildi stilla upp sínu eigin liði og keypti nýjan markmann, og það hafði ekkert með mína frammistöðu að gera því ég var búinn að standa mig vel í þeim leikjum sem ég fékk. Það var því mjög súrt að vera settur á bekkinn. En svo vann ég mig inn í liðið með smáheppni, strákurinn meiðist, og ég var kominn á mjög gott ról og sáttur með mína spilamennsku svo það var súrt að tímabilinu skyldi ljúka svona snemma. Ég var að standa mig vel og hefði fengið að spila næstu leiki, og við náðum í fín úrslit. Það hefði verið skemmtilegt að byggja ofan á þetta og sjá hvort við hefðum farið eitthvað ofar í deildinni, en heilsa fólks á alltaf að vera í fyrsta sæti og það þýðir lítið að spá í þetta,“ sagði Rúnar Alex sem hyggur nú á heimleið og ætlar að æfa með KR í sumar. Hann fer svo aftur til Dijon í júlí. Klippa: Sportið í dag - Tímabilinu lokið hjá Rúnari Alex Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Franski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Fleiri fréttir Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Sjá meira
Ekki verður spilaður aftur fótbolti í Frakklandi fyrr en í fyrsta lagi í september, vegna kórónuveirufaraldursins, og tímabilinu er því lokið hjá Rúnari Alex Rúnarssyni, markverði Dijon. Það var ljóst á mánudag að tímabilið í Frakklandi yrði blásið af en enn á þó eftir að ákveða nákvæmlega hvernig tímabilið verður gert upp. Rúnar Alex og félagar voru í 16. sæti þegar hlé var gert á deildinni, þremur stigum frá fallsæti. „Ég held að þetta hafi fyrst og fremst verið rétt ákvörðun. Ég held að það séu rétt skilaboð út í samfélagið að þegar það er sett á útgöngubann þá eigir þú ekki heldur að spila fótbolta. Það er vissulega skrýtið að vera kominn í sumarfrí 13. mars en heilsa fólks á að vera í fyrsta sæti,“ sagði Rúnar Alex í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Honum hefur ekki leiðst í útgöngubanninu enda tiltölulega nýorðinn pabbi: „Ég er með sex mánaða gamalt barn heima þannig að ég hef bara verið í fæðingarorlofi. Það hefur verið mjög fínt. Ég get farið út og labbað hringinn í kringum húsið og svo reyni ég að hreyfa mig eitthvað hér heima. Ég er búinn að setja upp smá ræktaraðstöðu hérna, en dagarnir eru svo sem voðalega svipaðir,“ sagði Rúnar Alex. Eftir að hafa misst sæti sitt í byrjunarliði Dijon til Alfred Gomis náði Rúnar Alex því aftur þegar Gomis meiddist í febrúar. Hann hafði náð sér vel á strik þegar kórónuveirufaraldurinn setti allt úr skorðum. „Þetta tímabil er búið að vera upp og ofan. Tímabilið byrjaði þannig að það var kominn nýr þjálfari sem vildi stilla upp sínu eigin liði og keypti nýjan markmann, og það hafði ekkert með mína frammistöðu að gera því ég var búinn að standa mig vel í þeim leikjum sem ég fékk. Það var því mjög súrt að vera settur á bekkinn. En svo vann ég mig inn í liðið með smáheppni, strákurinn meiðist, og ég var kominn á mjög gott ról og sáttur með mína spilamennsku svo það var súrt að tímabilinu skyldi ljúka svona snemma. Ég var að standa mig vel og hefði fengið að spila næstu leiki, og við náðum í fín úrslit. Það hefði verið skemmtilegt að byggja ofan á þetta og sjá hvort við hefðum farið eitthvað ofar í deildinni, en heilsa fólks á alltaf að vera í fyrsta sæti og það þýðir lítið að spá í þetta,“ sagði Rúnar Alex sem hyggur nú á heimleið og ætlar að æfa með KR í sumar. Hann fer svo aftur til Dijon í júlí. Klippa: Sportið í dag - Tímabilinu lokið hjá Rúnari Alex Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Franski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Fleiri fréttir Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti