Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. apríl 2020 19:00 Kristín Þórisdóttir er í níunda bekk í Kársnesskóla. Hún segir að hafa eigi hag barna að leiðarljósi við ákvarðanatöku. Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar. „Mér var eiginlega bara pínu ofboðið yfir því hversu lengi við erum búin að vera heima, eða í svona tvo mánuði. Mér finnst að það eigi að hafa hag barna að leiðarljósi þegar það er verið að taka svona ákvarðanir. Þannig ég ákvað að senda bréf," segir Kristín Þórisdóttir. Kristín er í níunda bekk í Kársnesskóla í Kópavogi og í bréfinu sem hún sendi umboðsmanni barna á mánudag vísar hún í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna varðandi rétt til menntunar og biður umboðsmann um aðstoð við að hafa áhrif á málið. „Ég fékk svar, sem var jákvætt. Þau ákváðu að senda erindi á Kópavogsbæ. En það kemur í ljós hvernig það fer." Hún hlakkar til að komast aftur í skólann, bæði til að hitta vinina og fá kennslu. Þrátt fyrir að fjarkennslan undanfarið hafi verið ágæt jafnist hún á engan hátt við að mæta í skólann og hitta kennara. „Menntun skólabarna er hefur verið heft síðustu tvo mánuðina. Það hefur ekki verið nógu mikill lærdómur finnst mér síðustu mánuði," segir Kristín. Kársnesskóla verður ásamt þremur öðrum grunnskólum í Kópavogi lokað 6. maí ef ekki nást samningar fyrir þann tíma.vísir/hörður Samkvæmt svörum frá Kópavogsbæ verður fjórum skólum, þar sem allt ræstingarfólk er í Eflingu, lokað 6. maí ef ekki semst fyrir þann tíma. Hefðbundið skólahald hefst á ný 4. maí og myndu börnin þar með ná tveimur skóladögum. Sömu skólum var lokað þegar aðgerðir Eflingar stóðu síðast yfir fyrir samkomubann, þ.e. Kársnesskóla, Álfhólsskóla, Kópavogsskóla og Salaskóla. Einnig verður leikskólunum Furugrund, Fífusölum og Rjúpnahæð lokað auk Kópasteins að hluta. Karen Rúnarsdóttir í foreldrafélagi leikskólans Fífusala.visir/Egill Foreldri leikskólabarns í Fífusölum hvetur samninganefndir til að setja fullan kraft í viðræður. „Leikskólinn er gríðarlega mikilvægur staður fyrir börn. Bæði er það góð menntastofnun og síðan er þetta líka griðastaður fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður heima fyrir," segir Karen Rúnarsdóttir. „Við hér í foreldrafélagi Fífusala leggjum því alla áherslu á að samninganefndir semji sem fyrst, barnanna vegna." Samningafundur gærdagsins var árangurslaus en fundað verður aftur í deilunni á morgun. Kristín vonar að lausn finnist áður en til verkfalls kemur á þriðjudag. „Flestir eru að byrja í skólanum 4. maí og verða þá út maí en hjá okkur yrði örugglega bara verkfall út maí. Mér finnst það bara pínu ósanngjart og það er ekki mikið jafnrétti í því," segir Kristín. Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar. „Mér var eiginlega bara pínu ofboðið yfir því hversu lengi við erum búin að vera heima, eða í svona tvo mánuði. Mér finnst að það eigi að hafa hag barna að leiðarljósi þegar það er verið að taka svona ákvarðanir. Þannig ég ákvað að senda bréf," segir Kristín Þórisdóttir. Kristín er í níunda bekk í Kársnesskóla í Kópavogi og í bréfinu sem hún sendi umboðsmanni barna á mánudag vísar hún í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna varðandi rétt til menntunar og biður umboðsmann um aðstoð við að hafa áhrif á málið. „Ég fékk svar, sem var jákvætt. Þau ákváðu að senda erindi á Kópavogsbæ. En það kemur í ljós hvernig það fer." Hún hlakkar til að komast aftur í skólann, bæði til að hitta vinina og fá kennslu. Þrátt fyrir að fjarkennslan undanfarið hafi verið ágæt jafnist hún á engan hátt við að mæta í skólann og hitta kennara. „Menntun skólabarna er hefur verið heft síðustu tvo mánuðina. Það hefur ekki verið nógu mikill lærdómur finnst mér síðustu mánuði," segir Kristín. Kársnesskóla verður ásamt þremur öðrum grunnskólum í Kópavogi lokað 6. maí ef ekki nást samningar fyrir þann tíma.vísir/hörður Samkvæmt svörum frá Kópavogsbæ verður fjórum skólum, þar sem allt ræstingarfólk er í Eflingu, lokað 6. maí ef ekki semst fyrir þann tíma. Hefðbundið skólahald hefst á ný 4. maí og myndu börnin þar með ná tveimur skóladögum. Sömu skólum var lokað þegar aðgerðir Eflingar stóðu síðast yfir fyrir samkomubann, þ.e. Kársnesskóla, Álfhólsskóla, Kópavogsskóla og Salaskóla. Einnig verður leikskólunum Furugrund, Fífusölum og Rjúpnahæð lokað auk Kópasteins að hluta. Karen Rúnarsdóttir í foreldrafélagi leikskólans Fífusala.visir/Egill Foreldri leikskólabarns í Fífusölum hvetur samninganefndir til að setja fullan kraft í viðræður. „Leikskólinn er gríðarlega mikilvægur staður fyrir börn. Bæði er það góð menntastofnun og síðan er þetta líka griðastaður fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður heima fyrir," segir Karen Rúnarsdóttir. „Við hér í foreldrafélagi Fífusala leggjum því alla áherslu á að samninganefndir semji sem fyrst, barnanna vegna." Samningafundur gærdagsins var árangurslaus en fundað verður aftur í deilunni á morgun. Kristín vonar að lausn finnist áður en til verkfalls kemur á þriðjudag. „Flestir eru að byrja í skólanum 4. maí og verða þá út maí en hjá okkur yrði örugglega bara verkfall út maí. Mér finnst það bara pínu ósanngjart og það er ekki mikið jafnrétti í því," segir Kristín.
Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira