Geðheilbrigðisúrræði eru sjálfsögð gæði Eygló María Björnsdóttir skrifar 29. apríl 2020 11:00 „Geðheilsa stúdenta hefur sjaldan verið betri,“ er fáheyrð staðhæfing, gott ef sönn væri, en raunin er sú að margt bendir til þess að geðheilsu ungs fólks fari hrakandi. Háskólanám er fullt starf ef tillit er tekið til einingafjölda og oftar en ekki reynist það vera meira en svo ef litið er til vinnuframlags. Til að standa sig vel í háskólanámi er best að vinna ekki samhliða námi og helst ekki eyða of miklum tíma í félagslíf. Raunin er þó sú að langflestir stúdentar þurfa að vinna samhliða námi til að sjá fyrir sér og hvaða stúdent vill ekki upplifa félagslífið sem fylgir háskólanámi. Í háskólanámi eru stúdentar útsettir fyrir ýmsum streituþáttum sem auka líkurnar á því að stúdentar upplifi streitu, kvíða og/eða jafnvel þunglyndi. Það er afar mikilvægt að háskólar geri sér grein fyrir því að stór hópur stúdenta eru útsettir fyrir álagi og pressu en enn mikilvægara að þeir geri sér grein fyrir því að hægt er að grípa snemma inn í. Að því utanskyldu er einnig stór hópur stúdenta með fyrirliggjandi raskanir á borð við þunglyndi, kvíða, ADHD og ADD. Þar kemur félagsleg vídd inn í spilið. Til að uppfylla ákveðin gæðaskilyrði þurfa háskólar að huga að þó nokkrum þáttum: gæði kennslu, að menntun sé byggð á rannsóknum og gagnreyndri þekkingu, gagnreyndum kennsluaðferðum, námsmati og svo mætti lengi telja. Reglulega eru háskólastofnanir metnar með svokölluðum úttektum þar sem stofnanirnar meta sig sjálfar og sérfræðingar meta því næst stofnanirnar út frá þeirra mati. Með þessum hætti eru háskólastofnanir hvattar til að bæta sig og auka gæði háskólastarfsins með reglulegu millibili. Allt er þetta gott og blessað en hvernig huga háskólastofnanir að geðheilsu stúdenta? Félagsleg vídd er mikilvægt hugtak sem þarf að hafa í huga þegar gæði náms er metið og þarf að líta til ýmissa þátta t.d. hvaða geðheilbrigðisúrræði standa stúdentum til boða. Félagsleg vídd (e. Social dimension) gefur til kynna þann fjölbreytileika sem til staðar er í samfélaginu. Félagsleg vídd í háskólasamfélaginu þýðir að þar endurspeglist þverskurður samfélagsins. Árið 2017 var talið að nærri 9% landsmanna hefðu þunglyndiseinkenni. Rúmlega 20 þúsund stúdentar stunda háskólanám á íslandi, sem þýðir að út frá því ættu um 1800 stúdentar að glíma við þunglyndiseinkenni. Til að háskólar geti stutt við alla sína stúdenta er mikilvægt að viðeigandi stuðningskerfi séu til staðar. Tveir háskólar á Íslandi hafa tekið það skref að veita sálfræðiráðgjöf og hópmeðferðir og hefur aðsóknin í þá þjónustu aukist síðustu misseri. Það er ánægjulegt að sjá háskólastofnanir fylgja kröfum stúdenta eftir en stúdentar hafa frá 2018 vakið athygli á bágri geðheilsu stúdenta. Viðeigandi stuðningskerfi auka líkur á því að stúdentar hverfi ekki frá námi og því líklegra er að stúdentahópurinn geti endurspegla þverskurð samfélagsins. Án stuðningskerfa, svo sem sálfræðiaðstoðar, er ekki hægt að tryggja jafnt aðgengi að námi. Það er þó ekki nóg að bjóða stúdentum upp á slíka þjónustu ef hún er ekki byggð á gagnreyndum aðferðum. HAM (Hugræn atferlismeðferð) er sú hópmeðferð sem tvær háskólastofnanir hafa verið að bjóða upp á og er hún stutt af fjölda rannsókna. Þetta ættu fleiri háskólar að taka sér til fyrirmyndar. Tryggjum gæði náms með góðum og faglegum geðheilbrigðisúrræðum á landsvísu. Höfundur er gæðastjóri Landssamtaka íslenskra stúdenta. Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Skrifaðu undir ákall samtakanna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
„Geðheilsa stúdenta hefur sjaldan verið betri,“ er fáheyrð staðhæfing, gott ef sönn væri, en raunin er sú að margt bendir til þess að geðheilsu ungs fólks fari hrakandi. Háskólanám er fullt starf ef tillit er tekið til einingafjölda og oftar en ekki reynist það vera meira en svo ef litið er til vinnuframlags. Til að standa sig vel í háskólanámi er best að vinna ekki samhliða námi og helst ekki eyða of miklum tíma í félagslíf. Raunin er þó sú að langflestir stúdentar þurfa að vinna samhliða námi til að sjá fyrir sér og hvaða stúdent vill ekki upplifa félagslífið sem fylgir háskólanámi. Í háskólanámi eru stúdentar útsettir fyrir ýmsum streituþáttum sem auka líkurnar á því að stúdentar upplifi streitu, kvíða og/eða jafnvel þunglyndi. Það er afar mikilvægt að háskólar geri sér grein fyrir því að stór hópur stúdenta eru útsettir fyrir álagi og pressu en enn mikilvægara að þeir geri sér grein fyrir því að hægt er að grípa snemma inn í. Að því utanskyldu er einnig stór hópur stúdenta með fyrirliggjandi raskanir á borð við þunglyndi, kvíða, ADHD og ADD. Þar kemur félagsleg vídd inn í spilið. Til að uppfylla ákveðin gæðaskilyrði þurfa háskólar að huga að þó nokkrum þáttum: gæði kennslu, að menntun sé byggð á rannsóknum og gagnreyndri þekkingu, gagnreyndum kennsluaðferðum, námsmati og svo mætti lengi telja. Reglulega eru háskólastofnanir metnar með svokölluðum úttektum þar sem stofnanirnar meta sig sjálfar og sérfræðingar meta því næst stofnanirnar út frá þeirra mati. Með þessum hætti eru háskólastofnanir hvattar til að bæta sig og auka gæði háskólastarfsins með reglulegu millibili. Allt er þetta gott og blessað en hvernig huga háskólastofnanir að geðheilsu stúdenta? Félagsleg vídd er mikilvægt hugtak sem þarf að hafa í huga þegar gæði náms er metið og þarf að líta til ýmissa þátta t.d. hvaða geðheilbrigðisúrræði standa stúdentum til boða. Félagsleg vídd (e. Social dimension) gefur til kynna þann fjölbreytileika sem til staðar er í samfélaginu. Félagsleg vídd í háskólasamfélaginu þýðir að þar endurspeglist þverskurður samfélagsins. Árið 2017 var talið að nærri 9% landsmanna hefðu þunglyndiseinkenni. Rúmlega 20 þúsund stúdentar stunda háskólanám á íslandi, sem þýðir að út frá því ættu um 1800 stúdentar að glíma við þunglyndiseinkenni. Til að háskólar geti stutt við alla sína stúdenta er mikilvægt að viðeigandi stuðningskerfi séu til staðar. Tveir háskólar á Íslandi hafa tekið það skref að veita sálfræðiráðgjöf og hópmeðferðir og hefur aðsóknin í þá þjónustu aukist síðustu misseri. Það er ánægjulegt að sjá háskólastofnanir fylgja kröfum stúdenta eftir en stúdentar hafa frá 2018 vakið athygli á bágri geðheilsu stúdenta. Viðeigandi stuðningskerfi auka líkur á því að stúdentar hverfi ekki frá námi og því líklegra er að stúdentahópurinn geti endurspegla þverskurð samfélagsins. Án stuðningskerfa, svo sem sálfræðiaðstoðar, er ekki hægt að tryggja jafnt aðgengi að námi. Það er þó ekki nóg að bjóða stúdentum upp á slíka þjónustu ef hún er ekki byggð á gagnreyndum aðferðum. HAM (Hugræn atferlismeðferð) er sú hópmeðferð sem tvær háskólastofnanir hafa verið að bjóða upp á og er hún stutt af fjölda rannsókna. Þetta ættu fleiri háskólar að taka sér til fyrirmyndar. Tryggjum gæði náms með góðum og faglegum geðheilbrigðisúrræðum á landsvísu. Höfundur er gæðastjóri Landssamtaka íslenskra stúdenta. Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Skrifaðu undir ákall samtakanna hér.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun