Bjóðast til að malbika í Grafningi fyrir 80% af áætluðum kostnaði Kristján Már Unnarsson skrifar 28. apríl 2020 23:09 Frá kaflanum á Grafningsvegi neðri. Þar endar malbikið núna við Hlíðará vestan Bíldsfells en úr því á að bæta í sumar. Stöð 2/Einar Árnason. Lægsta boð í endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á fimm kílómetra vegarkafla í Grafningi reyndist 80,4 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Þetta var eitt þriggja útboða sem opnuð voru hjá Vegagerðinni í dag. Kaflinn er á Grafningsvegi neðri sunnan Úlfljótsvatns, milli Hlíðarár og Grafningsvegar efri. Verkið skal allt vinnast í sumar og á því að vera að fullu lokið fyrir 1. september, samkvæmt útboðslýsingu. Lægsta tilboð af þremur, sem bárust, átti Vörubifreiðstjórafélagið Mjölnir á Selfossi, 85,5 milljónir króna, sem var 20,9 milljónum króna undir áætluðum verktakakostnaði upp á 106,4 milljónir króna. Næstlægsta boð átti Suðurtak ehf. á Brjánsstöðum, 108 milljónir króna. Suðurtak hefur undanfarin tvö ár annast uppbyggingu á tveimur samtals ellefu kílómetra köflum Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns, sem Stöð 2 fjallaði um í fyrrasumar: Sjá einnig hér: Bundið slitlag kemur sunnan Þingvallavatns Vegagerðin fékk einnig tilboð vel undir kostnaðaráætlun í endurbyggingu og lagningu slitlags á 1,6 kílómetra kafla í Andakíl, milli Borgarfjarðarbrautar og Hreppslaugar á Mófellsstaðavegi. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. september í haust en hluti af verkinu er reiðvegur. Það bárust þó aðeins tvö tilboð. Það lægra átti Þróttur ehf. á Akranesi, 38,6 milljónir króna, sem var 84 prósent af 45,8 milljóna króna áætluðum verktakakostnaði. Borgarverk í Borgarnesi átti hærra boðið, 48,9 milljónir króna. Þriðja og stærsta útboðið, sem opnað var í dag, er gerð hringtorgs og undirganga við Suðurhóla á Selfossi, á Eyrarbakkavegi. Tvö tilboð bárust, bæði yfir kostnaðaráætlun. Það lægra átti Berg Verktakar ehf. í Reykjavík 181,8 milljónir króna, sem reyndist 111 prósent af áætluðum verktakakostnaði upp á 163 milljónir króna. Hærra boðið átti Borgarverk ehf., 239 milljónir króna, eða 147 prósent af kostnaðaráætlun. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Sveitarfélagsins Árborgar og veitufyrirtækja. Í því felst einnig gerð stíga og tenginga við ný undirgöng og færsla og endurnýjun á vatnsveitu-, hitaveitu-, raf-, og fjarskiptalögnum. Verkinu skal að fullu lokið 1. nóvember í ár. Grímsnes- og Grafningshreppur Samgöngur Umferðaröryggi Árborg Skorradalshreppur Tengdar fréttir Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Malbikið lengist í Grafningi í sumar Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu fimm kílómetra langs kafla í Grafningi sunnan Úlfljótsvatns, milli Hlíðarár og Grafningsvegar efri. Vegarkaflinn verður byggður upp og lagður bundnu slitlagi. 14. apríl 2020 16:27 Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51 Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. 8. apríl 2020 21:44 Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Lægsta boð í endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á fimm kílómetra vegarkafla í Grafningi reyndist 80,4 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Þetta var eitt þriggja útboða sem opnuð voru hjá Vegagerðinni í dag. Kaflinn er á Grafningsvegi neðri sunnan Úlfljótsvatns, milli Hlíðarár og Grafningsvegar efri. Verkið skal allt vinnast í sumar og á því að vera að fullu lokið fyrir 1. september, samkvæmt útboðslýsingu. Lægsta tilboð af þremur, sem bárust, átti Vörubifreiðstjórafélagið Mjölnir á Selfossi, 85,5 milljónir króna, sem var 20,9 milljónum króna undir áætluðum verktakakostnaði upp á 106,4 milljónir króna. Næstlægsta boð átti Suðurtak ehf. á Brjánsstöðum, 108 milljónir króna. Suðurtak hefur undanfarin tvö ár annast uppbyggingu á tveimur samtals ellefu kílómetra köflum Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns, sem Stöð 2 fjallaði um í fyrrasumar: Sjá einnig hér: Bundið slitlag kemur sunnan Þingvallavatns Vegagerðin fékk einnig tilboð vel undir kostnaðaráætlun í endurbyggingu og lagningu slitlags á 1,6 kílómetra kafla í Andakíl, milli Borgarfjarðarbrautar og Hreppslaugar á Mófellsstaðavegi. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. september í haust en hluti af verkinu er reiðvegur. Það bárust þó aðeins tvö tilboð. Það lægra átti Þróttur ehf. á Akranesi, 38,6 milljónir króna, sem var 84 prósent af 45,8 milljóna króna áætluðum verktakakostnaði. Borgarverk í Borgarnesi átti hærra boðið, 48,9 milljónir króna. Þriðja og stærsta útboðið, sem opnað var í dag, er gerð hringtorgs og undirganga við Suðurhóla á Selfossi, á Eyrarbakkavegi. Tvö tilboð bárust, bæði yfir kostnaðaráætlun. Það lægra átti Berg Verktakar ehf. í Reykjavík 181,8 milljónir króna, sem reyndist 111 prósent af áætluðum verktakakostnaði upp á 163 milljónir króna. Hærra boðið átti Borgarverk ehf., 239 milljónir króna, eða 147 prósent af kostnaðaráætlun. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Sveitarfélagsins Árborgar og veitufyrirtækja. Í því felst einnig gerð stíga og tenginga við ný undirgöng og færsla og endurnýjun á vatnsveitu-, hitaveitu-, raf-, og fjarskiptalögnum. Verkinu skal að fullu lokið 1. nóvember í ár.
Grímsnes- og Grafningshreppur Samgöngur Umferðaröryggi Árborg Skorradalshreppur Tengdar fréttir Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Malbikið lengist í Grafningi í sumar Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu fimm kílómetra langs kafla í Grafningi sunnan Úlfljótsvatns, milli Hlíðarár og Grafningsvegar efri. Vegarkaflinn verður byggður upp og lagður bundnu slitlagi. 14. apríl 2020 16:27 Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51 Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. 8. apríl 2020 21:44 Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51
Malbikið lengist í Grafningi í sumar Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu fimm kílómetra langs kafla í Grafningi sunnan Úlfljótsvatns, milli Hlíðarár og Grafningsvegar efri. Vegarkaflinn verður byggður upp og lagður bundnu slitlagi. 14. apríl 2020 16:27
Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51
Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. 8. apríl 2020 21:44
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33
Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18