Spánverjar mega æfa á mánudag og keppni gæti hafist snemma í júní Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2020 21:00 Það styttist vonandi í að Lionel Messi og aðrir geti hafið æfingar að nýju. VÍSIR/GETTY Spænsk stjórnvöld hafa tilkynnt að afreksíþróttafólk í landinu geti hafið einstaklingsæfingar 4. maí. Slakað verður á skilyrðum í nokkrum skrefum og standa vonir til að hægt verði að spila fótboltaleiki snemma í júní. Keppni í spænsku 1. deildinni í fótbolta var stöðvuð um miðjan mars vegna kórónuveirufaraldursins. Þá var 27 umferðum af 38 lokið. Samkvæmt AS er stefnt að því að þráðurinn verði tekinn upp að nýju 5. eða 12. júní. Leikmenn mega mæta á æfingasvæði síns félags frá og með 4. maí og æfa með bolta úti á velli, en þó ekki í hópum. Þann 18. maí á að leyfa allt að sex manna hópum að æfa saman, og stækka hópana í átta manns viku síðar. Ekki mega fleiri en tíu manns, að meðtöldum þjálfurum, vera á sama velli á sama tíma. Þann 1. júní er stefnt að því að venjulegar liðsæfingar á Spáni geti hafist að nýju. Samkvæmt AS er ætlast til þess að leikmenn haldi sig einangruðum frá öðrum en liðsfélögum sínum, með það í huga að hægt verði að spila fótbolta að nýju og klára tímabilið, en leikmenn hafa til þessa hafnað þeirri hugmynd. Frakkar hafa ákveðið að aflýsa sínu tímabili en Ítalir horfa til sams konar áætlunar og Spánverjar nú. Engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi ensku úrvalsdeildina en vonir standa til að hægt verði að spila í júní. Keppni í Þýskalandi hefst hins vegar að nýju 9. maí ef að þýsk stjórnvöld gefa grænt ljós. Hvergi stendur til að áhorfendur verði á leikjunum. Spænski boltinn Franski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Frakkar aflýsa tímabilinu: Byrja upp á nýtt í ágúst Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna. 28. apríl 2020 13:45 Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 21:00 Planið sagt núna vera að spila alla leikina frá 8. júní til 27. júlí Líkurnar eru að aukast á að unnendur enska boltans fái sögulegt fótboltasumar þar sem verði nóg af fótbolta á mjög óvenjulegum tíma. 27. apríl 2020 09:00 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Spænsk stjórnvöld hafa tilkynnt að afreksíþróttafólk í landinu geti hafið einstaklingsæfingar 4. maí. Slakað verður á skilyrðum í nokkrum skrefum og standa vonir til að hægt verði að spila fótboltaleiki snemma í júní. Keppni í spænsku 1. deildinni í fótbolta var stöðvuð um miðjan mars vegna kórónuveirufaraldursins. Þá var 27 umferðum af 38 lokið. Samkvæmt AS er stefnt að því að þráðurinn verði tekinn upp að nýju 5. eða 12. júní. Leikmenn mega mæta á æfingasvæði síns félags frá og með 4. maí og æfa með bolta úti á velli, en þó ekki í hópum. Þann 18. maí á að leyfa allt að sex manna hópum að æfa saman, og stækka hópana í átta manns viku síðar. Ekki mega fleiri en tíu manns, að meðtöldum þjálfurum, vera á sama velli á sama tíma. Þann 1. júní er stefnt að því að venjulegar liðsæfingar á Spáni geti hafist að nýju. Samkvæmt AS er ætlast til þess að leikmenn haldi sig einangruðum frá öðrum en liðsfélögum sínum, með það í huga að hægt verði að spila fótbolta að nýju og klára tímabilið, en leikmenn hafa til þessa hafnað þeirri hugmynd. Frakkar hafa ákveðið að aflýsa sínu tímabili en Ítalir horfa til sams konar áætlunar og Spánverjar nú. Engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi ensku úrvalsdeildina en vonir standa til að hægt verði að spila í júní. Keppni í Þýskalandi hefst hins vegar að nýju 9. maí ef að þýsk stjórnvöld gefa grænt ljós. Hvergi stendur til að áhorfendur verði á leikjunum.
Spænski boltinn Franski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Frakkar aflýsa tímabilinu: Byrja upp á nýtt í ágúst Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna. 28. apríl 2020 13:45 Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 21:00 Planið sagt núna vera að spila alla leikina frá 8. júní til 27. júlí Líkurnar eru að aukast á að unnendur enska boltans fái sögulegt fótboltasumar þar sem verði nóg af fótbolta á mjög óvenjulegum tíma. 27. apríl 2020 09:00 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Frakkar aflýsa tímabilinu: Byrja upp á nýtt í ágúst Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna. 28. apríl 2020 13:45
Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 21:00
Planið sagt núna vera að spila alla leikina frá 8. júní til 27. júlí Líkurnar eru að aukast á að unnendur enska boltans fái sögulegt fótboltasumar þar sem verði nóg af fótbolta á mjög óvenjulegum tíma. 27. apríl 2020 09:00