„Þessi björgunarpakki veitir fyrirtækjum von“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. apríl 2020 18:40 Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor Vísir/Egill Nokkrar vikur eru síðan ferðaþjónustan sagði þörf á sértækum aðgerðum fyrir greinina annars væri hætta á fjöldagjaldþrotum. Þeir sem fréttastofa leitaði viðbragða hjá í dag voru ánægðir með aðgerðarpakka ríkistjórnarinnar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor sagði fyrir nokkrum vikum að höggið á ferðaþjónustuna væri gríðarlegt og mikilvægt væri að greinin fengi sértæka aðgerð. „Þessi björgunarpakki ríkistjórnarinnar veitir fyrirtækjum í ferðaþjónustu von sem var að slökkna bara í gær. Auðvitað hjálpar þetta ekki öllum en þetta mun koma mörgum til bjargar,“ segir hann. Ásberg segist ennþá vera nokkuð bjartsýnn á að ferðamenn komi til landsins síðar í sumar. Við höfum verið að hafa samband við fólk sem hefur pantað ferðir hjá okkur og margir hafa valið að eiga inneign í stað þess að fá endurgreiðslu. Það er ennþá talsverður vilji til að koma hingað til lands. Ísland er að koma nokkuð vel frá þessum faraldri sem ég tel að muni reynast jákvætt fyrir ferðaþjónustuna. Ferðamenn vilja frekar ferðast til landa sem eru að komast vel frá þessu,“ segir hann. Friðrik Einarsson er annar eigandi Northern Light Inn í Grindavík. Yfir sumartímann hafa um 40 manns unnið á hótelinu en hann segist vera með um 20 stöðugildi í fastri vinnu. Allir hafi farið í 25% hlutastarfaleiðina í mars enda hafi orðið algjört tekjufall hjá fyrirtækinu. Með aðgerðum ríkistjórnarinnar í dag sjái hann til lands. Friðrik Einarsson annar eigandi Northern Light Inn „ Við munum klárlega reyna að nýta þessar leiðir það er komin meiri festa á þetta við sjáum og getum sett raunhæfar áætlanir um áframhaldið. Þetta er lífvænlegt fyrirtæki og með þessum aðgerðum höfum við bolmagn til að komast í gegnum þetta. Við erum eina hótelið í Grindavík sem hefur haft opið og þrátt fyrir að það hafi verið afar fáir gestir vonumst við til þess að lifa þetta af,“ segir Friðrik. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55 Lofsyngur aðgerðir ríkisstjórnarinnar og segir engum upp Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri hjá rútufyrirtækinu Teiti Jónassyni og formaður Félags hópferðaleyfishafa, hrósar stjórnvöldum fyrir hvernig brugðist hafi verið við kórónuveirufaraldrinum. 28. apríl 2020 16:02 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Nokkrar vikur eru síðan ferðaþjónustan sagði þörf á sértækum aðgerðum fyrir greinina annars væri hætta á fjöldagjaldþrotum. Þeir sem fréttastofa leitaði viðbragða hjá í dag voru ánægðir með aðgerðarpakka ríkistjórnarinnar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor sagði fyrir nokkrum vikum að höggið á ferðaþjónustuna væri gríðarlegt og mikilvægt væri að greinin fengi sértæka aðgerð. „Þessi björgunarpakki ríkistjórnarinnar veitir fyrirtækjum í ferðaþjónustu von sem var að slökkna bara í gær. Auðvitað hjálpar þetta ekki öllum en þetta mun koma mörgum til bjargar,“ segir hann. Ásberg segist ennþá vera nokkuð bjartsýnn á að ferðamenn komi til landsins síðar í sumar. Við höfum verið að hafa samband við fólk sem hefur pantað ferðir hjá okkur og margir hafa valið að eiga inneign í stað þess að fá endurgreiðslu. Það er ennþá talsverður vilji til að koma hingað til lands. Ísland er að koma nokkuð vel frá þessum faraldri sem ég tel að muni reynast jákvætt fyrir ferðaþjónustuna. Ferðamenn vilja frekar ferðast til landa sem eru að komast vel frá þessu,“ segir hann. Friðrik Einarsson er annar eigandi Northern Light Inn í Grindavík. Yfir sumartímann hafa um 40 manns unnið á hótelinu en hann segist vera með um 20 stöðugildi í fastri vinnu. Allir hafi farið í 25% hlutastarfaleiðina í mars enda hafi orðið algjört tekjufall hjá fyrirtækinu. Með aðgerðum ríkistjórnarinnar í dag sjái hann til lands. Friðrik Einarsson annar eigandi Northern Light Inn „ Við munum klárlega reyna að nýta þessar leiðir það er komin meiri festa á þetta við sjáum og getum sett raunhæfar áætlanir um áframhaldið. Þetta er lífvænlegt fyrirtæki og með þessum aðgerðum höfum við bolmagn til að komast í gegnum þetta. Við erum eina hótelið í Grindavík sem hefur haft opið og þrátt fyrir að það hafi verið afar fáir gestir vonumst við til þess að lifa þetta af,“ segir Friðrik.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55 Lofsyngur aðgerðir ríkisstjórnarinnar og segir engum upp Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri hjá rútufyrirtækinu Teiti Jónassyni og formaður Félags hópferðaleyfishafa, hrósar stjórnvöldum fyrir hvernig brugðist hafi verið við kórónuveirufaraldrinum. 28. apríl 2020 16:02 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55
Lofsyngur aðgerðir ríkisstjórnarinnar og segir engum upp Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri hjá rútufyrirtækinu Teiti Jónassyni og formaður Félags hópferðaleyfishafa, hrósar stjórnvöldum fyrir hvernig brugðist hafi verið við kórónuveirufaraldrinum. 28. apríl 2020 16:02