„Þessi björgunarpakki veitir fyrirtækjum von“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. apríl 2020 18:40 Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor Vísir/Egill Nokkrar vikur eru síðan ferðaþjónustan sagði þörf á sértækum aðgerðum fyrir greinina annars væri hætta á fjöldagjaldþrotum. Þeir sem fréttastofa leitaði viðbragða hjá í dag voru ánægðir með aðgerðarpakka ríkistjórnarinnar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor sagði fyrir nokkrum vikum að höggið á ferðaþjónustuna væri gríðarlegt og mikilvægt væri að greinin fengi sértæka aðgerð. „Þessi björgunarpakki ríkistjórnarinnar veitir fyrirtækjum í ferðaþjónustu von sem var að slökkna bara í gær. Auðvitað hjálpar þetta ekki öllum en þetta mun koma mörgum til bjargar,“ segir hann. Ásberg segist ennþá vera nokkuð bjartsýnn á að ferðamenn komi til landsins síðar í sumar. Við höfum verið að hafa samband við fólk sem hefur pantað ferðir hjá okkur og margir hafa valið að eiga inneign í stað þess að fá endurgreiðslu. Það er ennþá talsverður vilji til að koma hingað til lands. Ísland er að koma nokkuð vel frá þessum faraldri sem ég tel að muni reynast jákvætt fyrir ferðaþjónustuna. Ferðamenn vilja frekar ferðast til landa sem eru að komast vel frá þessu,“ segir hann. Friðrik Einarsson er annar eigandi Northern Light Inn í Grindavík. Yfir sumartímann hafa um 40 manns unnið á hótelinu en hann segist vera með um 20 stöðugildi í fastri vinnu. Allir hafi farið í 25% hlutastarfaleiðina í mars enda hafi orðið algjört tekjufall hjá fyrirtækinu. Með aðgerðum ríkistjórnarinnar í dag sjái hann til lands. Friðrik Einarsson annar eigandi Northern Light Inn „ Við munum klárlega reyna að nýta þessar leiðir það er komin meiri festa á þetta við sjáum og getum sett raunhæfar áætlanir um áframhaldið. Þetta er lífvænlegt fyrirtæki og með þessum aðgerðum höfum við bolmagn til að komast í gegnum þetta. Við erum eina hótelið í Grindavík sem hefur haft opið og þrátt fyrir að það hafi verið afar fáir gestir vonumst við til þess að lifa þetta af,“ segir Friðrik. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55 Lofsyngur aðgerðir ríkisstjórnarinnar og segir engum upp Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri hjá rútufyrirtækinu Teiti Jónassyni og formaður Félags hópferðaleyfishafa, hrósar stjórnvöldum fyrir hvernig brugðist hafi verið við kórónuveirufaraldrinum. 28. apríl 2020 16:02 Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Nokkrar vikur eru síðan ferðaþjónustan sagði þörf á sértækum aðgerðum fyrir greinina annars væri hætta á fjöldagjaldþrotum. Þeir sem fréttastofa leitaði viðbragða hjá í dag voru ánægðir með aðgerðarpakka ríkistjórnarinnar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor sagði fyrir nokkrum vikum að höggið á ferðaþjónustuna væri gríðarlegt og mikilvægt væri að greinin fengi sértæka aðgerð. „Þessi björgunarpakki ríkistjórnarinnar veitir fyrirtækjum í ferðaþjónustu von sem var að slökkna bara í gær. Auðvitað hjálpar þetta ekki öllum en þetta mun koma mörgum til bjargar,“ segir hann. Ásberg segist ennþá vera nokkuð bjartsýnn á að ferðamenn komi til landsins síðar í sumar. Við höfum verið að hafa samband við fólk sem hefur pantað ferðir hjá okkur og margir hafa valið að eiga inneign í stað þess að fá endurgreiðslu. Það er ennþá talsverður vilji til að koma hingað til lands. Ísland er að koma nokkuð vel frá þessum faraldri sem ég tel að muni reynast jákvætt fyrir ferðaþjónustuna. Ferðamenn vilja frekar ferðast til landa sem eru að komast vel frá þessu,“ segir hann. Friðrik Einarsson er annar eigandi Northern Light Inn í Grindavík. Yfir sumartímann hafa um 40 manns unnið á hótelinu en hann segist vera með um 20 stöðugildi í fastri vinnu. Allir hafi farið í 25% hlutastarfaleiðina í mars enda hafi orðið algjört tekjufall hjá fyrirtækinu. Með aðgerðum ríkistjórnarinnar í dag sjái hann til lands. Friðrik Einarsson annar eigandi Northern Light Inn „ Við munum klárlega reyna að nýta þessar leiðir það er komin meiri festa á þetta við sjáum og getum sett raunhæfar áætlanir um áframhaldið. Þetta er lífvænlegt fyrirtæki og með þessum aðgerðum höfum við bolmagn til að komast í gegnum þetta. Við erum eina hótelið í Grindavík sem hefur haft opið og þrátt fyrir að það hafi verið afar fáir gestir vonumst við til þess að lifa þetta af,“ segir Friðrik.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55 Lofsyngur aðgerðir ríkisstjórnarinnar og segir engum upp Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri hjá rútufyrirtækinu Teiti Jónassyni og formaður Félags hópferðaleyfishafa, hrósar stjórnvöldum fyrir hvernig brugðist hafi verið við kórónuveirufaraldrinum. 28. apríl 2020 16:02 Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55
Lofsyngur aðgerðir ríkisstjórnarinnar og segir engum upp Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri hjá rútufyrirtækinu Teiti Jónassyni og formaður Félags hópferðaleyfishafa, hrósar stjórnvöldum fyrir hvernig brugðist hafi verið við kórónuveirufaraldrinum. 28. apríl 2020 16:02