„Þessi björgunarpakki veitir fyrirtækjum von“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. apríl 2020 18:40 Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor Vísir/Egill Nokkrar vikur eru síðan ferðaþjónustan sagði þörf á sértækum aðgerðum fyrir greinina annars væri hætta á fjöldagjaldþrotum. Þeir sem fréttastofa leitaði viðbragða hjá í dag voru ánægðir með aðgerðarpakka ríkistjórnarinnar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor sagði fyrir nokkrum vikum að höggið á ferðaþjónustuna væri gríðarlegt og mikilvægt væri að greinin fengi sértæka aðgerð. „Þessi björgunarpakki ríkistjórnarinnar veitir fyrirtækjum í ferðaþjónustu von sem var að slökkna bara í gær. Auðvitað hjálpar þetta ekki öllum en þetta mun koma mörgum til bjargar,“ segir hann. Ásberg segist ennþá vera nokkuð bjartsýnn á að ferðamenn komi til landsins síðar í sumar. Við höfum verið að hafa samband við fólk sem hefur pantað ferðir hjá okkur og margir hafa valið að eiga inneign í stað þess að fá endurgreiðslu. Það er ennþá talsverður vilji til að koma hingað til lands. Ísland er að koma nokkuð vel frá þessum faraldri sem ég tel að muni reynast jákvætt fyrir ferðaþjónustuna. Ferðamenn vilja frekar ferðast til landa sem eru að komast vel frá þessu,“ segir hann. Friðrik Einarsson er annar eigandi Northern Light Inn í Grindavík. Yfir sumartímann hafa um 40 manns unnið á hótelinu en hann segist vera með um 20 stöðugildi í fastri vinnu. Allir hafi farið í 25% hlutastarfaleiðina í mars enda hafi orðið algjört tekjufall hjá fyrirtækinu. Með aðgerðum ríkistjórnarinnar í dag sjái hann til lands. Friðrik Einarsson annar eigandi Northern Light Inn „ Við munum klárlega reyna að nýta þessar leiðir það er komin meiri festa á þetta við sjáum og getum sett raunhæfar áætlanir um áframhaldið. Þetta er lífvænlegt fyrirtæki og með þessum aðgerðum höfum við bolmagn til að komast í gegnum þetta. Við erum eina hótelið í Grindavík sem hefur haft opið og þrátt fyrir að það hafi verið afar fáir gestir vonumst við til þess að lifa þetta af,“ segir Friðrik. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55 Lofsyngur aðgerðir ríkisstjórnarinnar og segir engum upp Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri hjá rútufyrirtækinu Teiti Jónassyni og formaður Félags hópferðaleyfishafa, hrósar stjórnvöldum fyrir hvernig brugðist hafi verið við kórónuveirufaraldrinum. 28. apríl 2020 16:02 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Nokkrar vikur eru síðan ferðaþjónustan sagði þörf á sértækum aðgerðum fyrir greinina annars væri hætta á fjöldagjaldþrotum. Þeir sem fréttastofa leitaði viðbragða hjá í dag voru ánægðir með aðgerðarpakka ríkistjórnarinnar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor sagði fyrir nokkrum vikum að höggið á ferðaþjónustuna væri gríðarlegt og mikilvægt væri að greinin fengi sértæka aðgerð. „Þessi björgunarpakki ríkistjórnarinnar veitir fyrirtækjum í ferðaþjónustu von sem var að slökkna bara í gær. Auðvitað hjálpar þetta ekki öllum en þetta mun koma mörgum til bjargar,“ segir hann. Ásberg segist ennþá vera nokkuð bjartsýnn á að ferðamenn komi til landsins síðar í sumar. Við höfum verið að hafa samband við fólk sem hefur pantað ferðir hjá okkur og margir hafa valið að eiga inneign í stað þess að fá endurgreiðslu. Það er ennþá talsverður vilji til að koma hingað til lands. Ísland er að koma nokkuð vel frá þessum faraldri sem ég tel að muni reynast jákvætt fyrir ferðaþjónustuna. Ferðamenn vilja frekar ferðast til landa sem eru að komast vel frá þessu,“ segir hann. Friðrik Einarsson er annar eigandi Northern Light Inn í Grindavík. Yfir sumartímann hafa um 40 manns unnið á hótelinu en hann segist vera með um 20 stöðugildi í fastri vinnu. Allir hafi farið í 25% hlutastarfaleiðina í mars enda hafi orðið algjört tekjufall hjá fyrirtækinu. Með aðgerðum ríkistjórnarinnar í dag sjái hann til lands. Friðrik Einarsson annar eigandi Northern Light Inn „ Við munum klárlega reyna að nýta þessar leiðir það er komin meiri festa á þetta við sjáum og getum sett raunhæfar áætlanir um áframhaldið. Þetta er lífvænlegt fyrirtæki og með þessum aðgerðum höfum við bolmagn til að komast í gegnum þetta. Við erum eina hótelið í Grindavík sem hefur haft opið og þrátt fyrir að það hafi verið afar fáir gestir vonumst við til þess að lifa þetta af,“ segir Friðrik.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55 Lofsyngur aðgerðir ríkisstjórnarinnar og segir engum upp Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri hjá rútufyrirtækinu Teiti Jónassyni og formaður Félags hópferðaleyfishafa, hrósar stjórnvöldum fyrir hvernig brugðist hafi verið við kórónuveirufaraldrinum. 28. apríl 2020 16:02 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55
Lofsyngur aðgerðir ríkisstjórnarinnar og segir engum upp Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri hjá rútufyrirtækinu Teiti Jónassyni og formaður Félags hópferðaleyfishafa, hrósar stjórnvöldum fyrir hvernig brugðist hafi verið við kórónuveirufaraldrinum. 28. apríl 2020 16:02