Var settur í langt landsliðsbann fyrir drykkju í unglingalandsliðsferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 12:30 Guðmundur Torfason með gullskóinn á forsíðu bókarinnar Mörk og sætir sigrar eftir Sigmund Ó. Steinarsson sem kom út eftir 1986 tímabilið þar sem Guðmundur skoraði 19 mörk fyrir Íslandsmeistaralið Fram og jafnaði með því markametið í efstu deild. Mynd/Mörk og sætir sigrar Guðmundur Torfason spilaði ekki fyrsta A-landsleikinn sinn fyrr en hann var á 24. aldursári og það var ekki vegna þess að hann væri ekki nógu góður í fótbolta. Guðmundur, sem er einn af eigendum markametsins í efstu deild á Íslandi, rifjaði upp sögu sína í viðtali við Fótbolta.net en hann var gestur vikunnar hjá Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpsþættinum Miðjunni. Guðmundur Torfason ræddi meðal annars um mistök sem hann gerði í unglingalandsliðsferð sem ungur maður en þau mistök urðu til þess að hann spilaði ekki í landsliðsbúning í nokkur ár. „Árið eftir er leikur í Finnlandi og ég og Ragnar Margeirsson heitinn vorum í fríhöfninni og ákváðum að fara að staupa okkur sem var ekki alveg eðlilegt í landsliðsferð. Eðlilega vorum við húðskammaðir en atvikið árið áður sat í mér og það var uppreisn í mér. Við komum heim og ég fékk þau skilaboð að ég myndi aldrei leika í íslensku landsliði framar og við vorum settir í bann," sagði Guðmundur en Ellert B. Schram, sem var formaður KSÍ á þeim tíma, staðfesti árið 1980 að Guðmundur og Ragnar væru í agabanni um óákveðinn tíma. „Þetta var svolítið sárt og ég var skilinn eftir á flugvellinum og fékk ekki að fara með rútunni í bæinn. Ég þurfti að hringja í bróður minn sem sótti mig. Í minningunni var þetta svolítil refsing. Maður fyrirgefur þetta og var sjálfum sér verstur í þessu," sagði Guðmundur í viðtalinu. Í langt landsliðsbann fyrir drykkju í unglingalandsliðsferð https://t.co/sclwFSOrbj— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 28, 2020 Guðmundur Torfason tryggði Fram bikarmeistaratitilinn 1980 og skoraði einnig í bikarúrslitaleiknum þegar Fram vann bikarinn árið 1985. Ragnar Ingi Margeirsson spilaði sinn fyrsta A-landsleik í ágúst 1981 en Guðmundur fékk ekki tækifærið fyrr en í vináttulandsleik gegn Færeyjum 10. júlí 1985. Guðmundur Torfason jafnaði markametið í efstu deild árið eftir fyrsta landsleikinn þegar hann skoraði 19 mörk fyrir Framliðið sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í fjórtán ár. Guðmundur spilaði á endanum 26 A-landsleiki og skoraði í þeim 4 mörk. Hann lék aðeins fjóra af þessum leikjum sem leikmaður Fram en í hinum var hann atvinnumaður í Belgíu, Austurríki og Skotlandi. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fram Einu sinni var... Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira
Guðmundur Torfason spilaði ekki fyrsta A-landsleikinn sinn fyrr en hann var á 24. aldursári og það var ekki vegna þess að hann væri ekki nógu góður í fótbolta. Guðmundur, sem er einn af eigendum markametsins í efstu deild á Íslandi, rifjaði upp sögu sína í viðtali við Fótbolta.net en hann var gestur vikunnar hjá Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpsþættinum Miðjunni. Guðmundur Torfason ræddi meðal annars um mistök sem hann gerði í unglingalandsliðsferð sem ungur maður en þau mistök urðu til þess að hann spilaði ekki í landsliðsbúning í nokkur ár. „Árið eftir er leikur í Finnlandi og ég og Ragnar Margeirsson heitinn vorum í fríhöfninni og ákváðum að fara að staupa okkur sem var ekki alveg eðlilegt í landsliðsferð. Eðlilega vorum við húðskammaðir en atvikið árið áður sat í mér og það var uppreisn í mér. Við komum heim og ég fékk þau skilaboð að ég myndi aldrei leika í íslensku landsliði framar og við vorum settir í bann," sagði Guðmundur en Ellert B. Schram, sem var formaður KSÍ á þeim tíma, staðfesti árið 1980 að Guðmundur og Ragnar væru í agabanni um óákveðinn tíma. „Þetta var svolítið sárt og ég var skilinn eftir á flugvellinum og fékk ekki að fara með rútunni í bæinn. Ég þurfti að hringja í bróður minn sem sótti mig. Í minningunni var þetta svolítil refsing. Maður fyrirgefur þetta og var sjálfum sér verstur í þessu," sagði Guðmundur í viðtalinu. Í langt landsliðsbann fyrir drykkju í unglingalandsliðsferð https://t.co/sclwFSOrbj— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 28, 2020 Guðmundur Torfason tryggði Fram bikarmeistaratitilinn 1980 og skoraði einnig í bikarúrslitaleiknum þegar Fram vann bikarinn árið 1985. Ragnar Ingi Margeirsson spilaði sinn fyrsta A-landsleik í ágúst 1981 en Guðmundur fékk ekki tækifærið fyrr en í vináttulandsleik gegn Færeyjum 10. júlí 1985. Guðmundur Torfason jafnaði markametið í efstu deild árið eftir fyrsta landsleikinn þegar hann skoraði 19 mörk fyrir Framliðið sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í fjórtán ár. Guðmundur spilaði á endanum 26 A-landsleiki og skoraði í þeim 4 mörk. Hann lék aðeins fjóra af þessum leikjum sem leikmaður Fram en í hinum var hann atvinnumaður í Belgíu, Austurríki og Skotlandi.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fram Einu sinni var... Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira