Hluthafar sagðir opnir fyrir því að auka hlutafé Icelandair Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2020 07:41 Lífeyrissjóðir eiga tæpan helming hlutafés Icelandair. Vísir/Vilhelm Helstu hluthafar Icelandair eru opnir fyrir þeirri hugmynd að leggja félaginu aukið hlutafé á næstu vikum. Slík innspýting er nauðsynleg þar sem lausafjárstaða Icelandair hefur versnað verulega vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa forsvarsmenn Icelandair rætt við hluthafa á almennum nótum um mögulega innspýtingu og eiga hluthafar von á tillögum á næstunni. Búast forsvarsmenn hluthafa við því að tillögurnar feli í sér hlutafjáraukningu um tugi milljarða króna Fyrrverandi forstjóri Icelandair sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að mikilvægt væri að lífeyrissjóðirnir, sem eiga tæpan helming í Icelandair, komi með fjármagn að rekstrinum. Sjá einnig: Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Ellefu lífeyrissjóðir eru meðal tuttugu stærstu eigenda Icelandair og þar af fer Lífeyrissjóður verslunarmanna með næst stærstan hlut uppá um 12 prósent. Stefán Sveinbjörnsson formaður sjóðsins sagði í gær að það þurfi að yfirfara útboðsgögn frá Icelandair áður en fjárfest verði frekar í félaginu. „Það þurfa að vera rekstrarlegar forsendur fyrir því að það eigi að fara að fjárfesta í félagi eins og þessu sem og öðrum félögum sem sjóðurinn hefur fjárfest í. Þannig að þeir fjármunir sem fara þar inn skili sér með viðunandi ávöxtun miðað við þá áhættu sem verið er að taka,“ sagði Stefán. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Lífeyrissjóðir bíða eftir hlutafjárútboði Icelandair en þeir eiga tæpan helming í félaginu. Formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að aðeins verði fjárfest ef fyrirsjáanlegt sé að fjármunir skili viðunandi ávöxtun. Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur að félagið fari í þrot komi sjóðirnir ekki með fjármagn. 27. apríl 2020 18:49 Samfylkingin segir að tryggja þurfi framtíð Icelandair Samfylkingin vill að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að koma Icelandair til aðstoðar og hvetja þannig hluthafa til að koma með aukið fjármagn í rekstur félagsins. 27. apríl 2020 16:41 Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. 27. apríl 2020 14:05 Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. 26. apríl 2020 18:47 Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Helstu hluthafar Icelandair eru opnir fyrir þeirri hugmynd að leggja félaginu aukið hlutafé á næstu vikum. Slík innspýting er nauðsynleg þar sem lausafjárstaða Icelandair hefur versnað verulega vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa forsvarsmenn Icelandair rætt við hluthafa á almennum nótum um mögulega innspýtingu og eiga hluthafar von á tillögum á næstunni. Búast forsvarsmenn hluthafa við því að tillögurnar feli í sér hlutafjáraukningu um tugi milljarða króna Fyrrverandi forstjóri Icelandair sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að mikilvægt væri að lífeyrissjóðirnir, sem eiga tæpan helming í Icelandair, komi með fjármagn að rekstrinum. Sjá einnig: Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Ellefu lífeyrissjóðir eru meðal tuttugu stærstu eigenda Icelandair og þar af fer Lífeyrissjóður verslunarmanna með næst stærstan hlut uppá um 12 prósent. Stefán Sveinbjörnsson formaður sjóðsins sagði í gær að það þurfi að yfirfara útboðsgögn frá Icelandair áður en fjárfest verði frekar í félaginu. „Það þurfa að vera rekstrarlegar forsendur fyrir því að það eigi að fara að fjárfesta í félagi eins og þessu sem og öðrum félögum sem sjóðurinn hefur fjárfest í. Þannig að þeir fjármunir sem fara þar inn skili sér með viðunandi ávöxtun miðað við þá áhættu sem verið er að taka,“ sagði Stefán.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Lífeyrissjóðir bíða eftir hlutafjárútboði Icelandair en þeir eiga tæpan helming í félaginu. Formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að aðeins verði fjárfest ef fyrirsjáanlegt sé að fjármunir skili viðunandi ávöxtun. Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur að félagið fari í þrot komi sjóðirnir ekki með fjármagn. 27. apríl 2020 18:49 Samfylkingin segir að tryggja þurfi framtíð Icelandair Samfylkingin vill að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að koma Icelandair til aðstoðar og hvetja þannig hluthafa til að koma með aukið fjármagn í rekstur félagsins. 27. apríl 2020 16:41 Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. 27. apríl 2020 14:05 Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. 26. apríl 2020 18:47 Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Lífeyrissjóðir bíða eftir hlutafjárútboði Icelandair en þeir eiga tæpan helming í félaginu. Formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að aðeins verði fjárfest ef fyrirsjáanlegt sé að fjármunir skili viðunandi ávöxtun. Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur að félagið fari í þrot komi sjóðirnir ekki með fjármagn. 27. apríl 2020 18:49
Samfylkingin segir að tryggja þurfi framtíð Icelandair Samfylkingin vill að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að koma Icelandair til aðstoðar og hvetja þannig hluthafa til að koma með aukið fjármagn í rekstur félagsins. 27. apríl 2020 16:41
Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. 27. apríl 2020 14:05
Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. 26. apríl 2020 18:47