Hluthafar sagðir opnir fyrir því að auka hlutafé Icelandair Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2020 07:41 Lífeyrissjóðir eiga tæpan helming hlutafés Icelandair. Vísir/Vilhelm Helstu hluthafar Icelandair eru opnir fyrir þeirri hugmynd að leggja félaginu aukið hlutafé á næstu vikum. Slík innspýting er nauðsynleg þar sem lausafjárstaða Icelandair hefur versnað verulega vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa forsvarsmenn Icelandair rætt við hluthafa á almennum nótum um mögulega innspýtingu og eiga hluthafar von á tillögum á næstunni. Búast forsvarsmenn hluthafa við því að tillögurnar feli í sér hlutafjáraukningu um tugi milljarða króna Fyrrverandi forstjóri Icelandair sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að mikilvægt væri að lífeyrissjóðirnir, sem eiga tæpan helming í Icelandair, komi með fjármagn að rekstrinum. Sjá einnig: Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Ellefu lífeyrissjóðir eru meðal tuttugu stærstu eigenda Icelandair og þar af fer Lífeyrissjóður verslunarmanna með næst stærstan hlut uppá um 12 prósent. Stefán Sveinbjörnsson formaður sjóðsins sagði í gær að það þurfi að yfirfara útboðsgögn frá Icelandair áður en fjárfest verði frekar í félaginu. „Það þurfa að vera rekstrarlegar forsendur fyrir því að það eigi að fara að fjárfesta í félagi eins og þessu sem og öðrum félögum sem sjóðurinn hefur fjárfest í. Þannig að þeir fjármunir sem fara þar inn skili sér með viðunandi ávöxtun miðað við þá áhættu sem verið er að taka,“ sagði Stefán. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Lífeyrissjóðir bíða eftir hlutafjárútboði Icelandair en þeir eiga tæpan helming í félaginu. Formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að aðeins verði fjárfest ef fyrirsjáanlegt sé að fjármunir skili viðunandi ávöxtun. Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur að félagið fari í þrot komi sjóðirnir ekki með fjármagn. 27. apríl 2020 18:49 Samfylkingin segir að tryggja þurfi framtíð Icelandair Samfylkingin vill að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að koma Icelandair til aðstoðar og hvetja þannig hluthafa til að koma með aukið fjármagn í rekstur félagsins. 27. apríl 2020 16:41 Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. 27. apríl 2020 14:05 Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. 26. apríl 2020 18:47 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Helstu hluthafar Icelandair eru opnir fyrir þeirri hugmynd að leggja félaginu aukið hlutafé á næstu vikum. Slík innspýting er nauðsynleg þar sem lausafjárstaða Icelandair hefur versnað verulega vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa forsvarsmenn Icelandair rætt við hluthafa á almennum nótum um mögulega innspýtingu og eiga hluthafar von á tillögum á næstunni. Búast forsvarsmenn hluthafa við því að tillögurnar feli í sér hlutafjáraukningu um tugi milljarða króna Fyrrverandi forstjóri Icelandair sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að mikilvægt væri að lífeyrissjóðirnir, sem eiga tæpan helming í Icelandair, komi með fjármagn að rekstrinum. Sjá einnig: Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Ellefu lífeyrissjóðir eru meðal tuttugu stærstu eigenda Icelandair og þar af fer Lífeyrissjóður verslunarmanna með næst stærstan hlut uppá um 12 prósent. Stefán Sveinbjörnsson formaður sjóðsins sagði í gær að það þurfi að yfirfara útboðsgögn frá Icelandair áður en fjárfest verði frekar í félaginu. „Það þurfa að vera rekstrarlegar forsendur fyrir því að það eigi að fara að fjárfesta í félagi eins og þessu sem og öðrum félögum sem sjóðurinn hefur fjárfest í. Þannig að þeir fjármunir sem fara þar inn skili sér með viðunandi ávöxtun miðað við þá áhættu sem verið er að taka,“ sagði Stefán.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Lífeyrissjóðir bíða eftir hlutafjárútboði Icelandair en þeir eiga tæpan helming í félaginu. Formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að aðeins verði fjárfest ef fyrirsjáanlegt sé að fjármunir skili viðunandi ávöxtun. Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur að félagið fari í þrot komi sjóðirnir ekki með fjármagn. 27. apríl 2020 18:49 Samfylkingin segir að tryggja þurfi framtíð Icelandair Samfylkingin vill að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að koma Icelandair til aðstoðar og hvetja þannig hluthafa til að koma með aukið fjármagn í rekstur félagsins. 27. apríl 2020 16:41 Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. 27. apríl 2020 14:05 Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. 26. apríl 2020 18:47 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum Lífeyrissjóðir bíða eftir hlutafjárútboði Icelandair en þeir eiga tæpan helming í félaginu. Formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að aðeins verði fjárfest ef fyrirsjáanlegt sé að fjármunir skili viðunandi ávöxtun. Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur að félagið fari í þrot komi sjóðirnir ekki með fjármagn. 27. apríl 2020 18:49
Samfylkingin segir að tryggja þurfi framtíð Icelandair Samfylkingin vill að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að koma Icelandair til aðstoðar og hvetja þannig hluthafa til að koma með aukið fjármagn í rekstur félagsins. 27. apríl 2020 16:41
Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga. 27. apríl 2020 14:05
Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. 26. apríl 2020 18:47