Fleiri lifað af gjörgæslumeðferð en upphaflega var gert ráð fyrir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2020 20:00 Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum. visir/Egill Fleiri hafa lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. Yfirlæknir segir þá sem hafa komist úr öndunarvél þó eiga langt bataferli framundan. Frá upphafi faraldursins hafa tuttugu og sjö manns hafa þurft á gjörgæslumeðferð að halda vegna kórónuveirunnar. Ekkert tilfelli greindist í gær og hafa nú alls 1.792 smitast. Yfirlæknir bendir á að samkvæmt því hafi um eitt og hálft prósent covid-sjúklinga lent á gjörgæslu. „Það hlutfall er aðeins lægra en upphaflega var reiknað með. Það var upphaflega talið að um 5-7% sjúklinga þyrftu að fara á gjörgæslu,“ segir Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Landspítalann. Auk þess sem færri hafa þurft að fara á gjörgæslu er dánartíðni meðal þeirra sem veikjast svo alvarlega lægri en upphaflega var gert ráð fyrir. „Af þessum löndum sem upphaflega lýstu gjörgæslumeðferðinni var verið að lýsa 50-90% dánartíðni hjá þeim sem veiktust svo alvarlega að þeir þurftu að koma á gjörgæslu. En talan hjá okkur er í kringum fimmtán prósent. Það er að segja fjórir af 27 sjúklingum hafa látist,“ segir Martin. Heildarfjöldi látinna er þó tíu en að sögn Martins hefur í öðrum tilvikum verið ákveðið að beita ekki gjörgæslumeðferð eftir mat á alvarleika veikinda og ástandi sjúklings. Færri hafa veikst alvarlega og þurft gjörgæslumeðferð en óttast var í upphafi. Þáttaskil voru í faraldrinum á Landspítalanum í morgun. „Eins og staðan er núna erum við ekki með neinn sjúkling á öndunarvél sem er þá í fyrsta sinn í liðlega fimm vikur sem við höfum ekki verið með sjúkling á öndunarvél vegna covid-sjúkdóms,“ segir Martin. Einn sjúkling þurfti að setja aftur á öndunarvél eftir að hafa verið tekinn af henni og sá sem var lengst var í 22 daga. Langt bataferli er framundan hjá fólkinu. „Fólkið sem veiktist verst á mjög langt í land með að ná fyrri heilsu. Það reynir virkilega á líkamann að vera svæfður í öndunarvél. Fólk gengur á sinn eigin vöðvaforða og það tekur sennilega nokkra mánuði og jafnvel lengri tíma fyrir fólk að ná upp fyrri styrk eftir svo langa legu.“ Martin telur að góðan árangur megi meðal annars rekja til greiningar, eftirfylgni og þess að fólk hafi komist strax í viðeigandi meðferð. „Í fyrsta lagi hefur fólk hlýtt tilmælum almannavarna og við höfum ekki fengið yfir okkur yfirþyrmandi smitbylgju sem hefði gert heilbrigðiskerfinu ókleift að sinna þeim sjúklingum sem verða veikir,“ segir hann. Þá hafi margir verið skimaðir auk þess sem skipulagið á spítalanum hafi reynst vel. „Við höfum verið með þessa göngudeild og náð að kalla inn fólk inn til mats sem hefur fundið fyrir versnandi einkennum. Þeir sem hafa síðan versnað hafa átt greitt aðgengi að spítalanum,“ segir Martin. „Þannig það hefur ekki orðið töf. Svona eins og við höfum séð erlendis þar sem fólk bíður hrienlega eftir mati og upphafsmeðferð,“ segir Martin. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Fleiri hafa lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. Yfirlæknir segir þá sem hafa komist úr öndunarvél þó eiga langt bataferli framundan. Frá upphafi faraldursins hafa tuttugu og sjö manns hafa þurft á gjörgæslumeðferð að halda vegna kórónuveirunnar. Ekkert tilfelli greindist í gær og hafa nú alls 1.792 smitast. Yfirlæknir bendir á að samkvæmt því hafi um eitt og hálft prósent covid-sjúklinga lent á gjörgæslu. „Það hlutfall er aðeins lægra en upphaflega var reiknað með. Það var upphaflega talið að um 5-7% sjúklinga þyrftu að fara á gjörgæslu,“ segir Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Landspítalann. Auk þess sem færri hafa þurft að fara á gjörgæslu er dánartíðni meðal þeirra sem veikjast svo alvarlega lægri en upphaflega var gert ráð fyrir. „Af þessum löndum sem upphaflega lýstu gjörgæslumeðferðinni var verið að lýsa 50-90% dánartíðni hjá þeim sem veiktust svo alvarlega að þeir þurftu að koma á gjörgæslu. En talan hjá okkur er í kringum fimmtán prósent. Það er að segja fjórir af 27 sjúklingum hafa látist,“ segir Martin. Heildarfjöldi látinna er þó tíu en að sögn Martins hefur í öðrum tilvikum verið ákveðið að beita ekki gjörgæslumeðferð eftir mat á alvarleika veikinda og ástandi sjúklings. Færri hafa veikst alvarlega og þurft gjörgæslumeðferð en óttast var í upphafi. Þáttaskil voru í faraldrinum á Landspítalanum í morgun. „Eins og staðan er núna erum við ekki með neinn sjúkling á öndunarvél sem er þá í fyrsta sinn í liðlega fimm vikur sem við höfum ekki verið með sjúkling á öndunarvél vegna covid-sjúkdóms,“ segir Martin. Einn sjúkling þurfti að setja aftur á öndunarvél eftir að hafa verið tekinn af henni og sá sem var lengst var í 22 daga. Langt bataferli er framundan hjá fólkinu. „Fólkið sem veiktist verst á mjög langt í land með að ná fyrri heilsu. Það reynir virkilega á líkamann að vera svæfður í öndunarvél. Fólk gengur á sinn eigin vöðvaforða og það tekur sennilega nokkra mánuði og jafnvel lengri tíma fyrir fólk að ná upp fyrri styrk eftir svo langa legu.“ Martin telur að góðan árangur megi meðal annars rekja til greiningar, eftirfylgni og þess að fólk hafi komist strax í viðeigandi meðferð. „Í fyrsta lagi hefur fólk hlýtt tilmælum almannavarna og við höfum ekki fengið yfir okkur yfirþyrmandi smitbylgju sem hefði gert heilbrigðiskerfinu ókleift að sinna þeim sjúklingum sem verða veikir,“ segir hann. Þá hafi margir verið skimaðir auk þess sem skipulagið á spítalanum hafi reynst vel. „Við höfum verið með þessa göngudeild og náð að kalla inn fólk inn til mats sem hefur fundið fyrir versnandi einkennum. Þeir sem hafa síðan versnað hafa átt greitt aðgengi að spítalanum,“ segir Martin. „Þannig það hefur ekki orðið töf. Svona eins og við höfum séð erlendis þar sem fólk bíður hrienlega eftir mati og upphafsmeðferð,“ segir Martin.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent