KSÍ sendir frá sér áskorun til stjórnvalda: „Mjög ábótavant" Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2020 14:52 Guðni Bergsson er formaður Knattspyrnusambands Íslands. Vísir/Daniel Þór Knattspyrnusamband Íslands segir að það sé mjög ábótavant að úrræði stjórnvalda til þessa nýtist íþróttahreyfingunni. Áskorunin var birt á heimasíðu sambandsins og þar kemur fram að hún hafi verið samþykkt á fundi stjórnar KSÍ 22. apríl síðastliðinn. Fyrirsögnin er „Tryggja þarf íþróttahreyfingunni viðspyrnu“ en þar er farið yfir það sem Knattspyrnusamband Íslands telur sig og önnur íþróttasambönd þurfi á að halda vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. „Knattspyrnuhreyfingin horfir til þess að aðgerðir ríkisstjórnar og sveitarfélaga létti þeim róðurinn þannig að lágmarka megi þann skaða sem þegar er orðinn,“ segir í áskoruninni en þar kemur fram að þau úrræði sem að stjórnvöld hafa boðið rekstraraðilum og einstaklingum hingað til nýtist í raun ekki íþróttahreyfingunni og úr því þurfi nauðsynlega að bæta. „Til dæmis getur íþróttahreyfingin ekki nýtt sér lokunarstyrki þrátt fyrir að starfsemi á hennar vegum hafi verið stöðvuð í þágu sóttvarna. Eins nýtast launaúrræði illa vegna fjölda hlutastarfa í hreyfingunni, en þau úrræði geta ekki nema um 30% starfsfólks knattspyrnuhreyfingarinnar nýtt sér,“ segir í áskoruninni en hana má sjá alla hér fyrir neðan. Tryggja þarf íþróttahreyfingunni viðspyrnu Stjórn KSÍ skorar á stjórnvöld vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Hlúa þarf svo um hnúta að úrræði stjórnvalda sem ætlað er að létta undir með fyrirtækjum og einstaklingum vegna heimsfaraldurs Covid-19 nýtist einnig íþróttahreyfingunni í landinu. Ljóst er að óhjákvæmilegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda vegna faraldursins, sem leitt hefur til stöðvunar á allri íþróttastarfsemi, hafa komið mjög illa við knattspyrnu- og íþróttahreyfinguna í heild sinni. Áhrifin eru jafnt félagsleg sem fjárhagsleg. Rétt er að minna á að íþróttahreyfingin hefur á liðnum áratugum lyft grettistaki hvað varðar holla íþróttaiðkun ungs fólks og fyllt þjóðina stolti yfir árangri afreksfólks á innlendum og erlendum vettvangi. Þennan árangur er mikilvægt að varðveita með öllum tiltækum ráðum og búa í haginn fyrir enn frekari sókn. Brostnar forsendur knattspyrnuhreyfingarinnar þessa dagana er krefjandi verkefni sem við tökumst á við í sameiningu og reynum að leysa eftir bestu getu samfélaginu til heilla. Þegar faraldurinn braust út var knattspyrnuhreyfingin, með stórum hópi starfsmanna og sjálfboðaliða í stjórnum félaganna, í óða önn að undirbúa komandi keppnistímabil. Knattspyrnuhreyfingin horfir til þess að aðgerðir ríkisstjórnar og sveitarfélaga létti þeim róðurinn þannig að lágmarka megi þann skaða sem þegar er orðinn. Því beinir stjórn KSÍ þeirri eindregnu áskorun til stjórnvalda að tryggja íþróttahreyfingunni öfluga viðspyrnu á komandi vikum og mánuðum. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Þessu er mjög ábótavant í þeim úrræðum stjórnvalda sem kynnt hafa verið til þessa og úr því þarf nauðsynlega að bæta. Til dæmis getur íþróttahreyfingin ekki nýtt sér lokunarstyrki þrátt fyrir að starfsemi á hennar vegum hafi verið stöðvuð í þágu sóttvarna. Eins nýtast launaúrræði illa vegna fjölda hlutastarfa í hreyfingunni, en þau úrræði geta ekki nema um 30% starfsfólks knattspyrnuhreyfingarinnar nýtt sér. Með betrumbótum á þessum úrræðum ásamt öðrum aðgerðum myndi rekstrarumhverfi íþróttafélaganna verða betra og félögin, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, geta frekar sinnt sínu mikilvæga samfélagslega hlutverki. Stjórn KSÍ Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands segir að það sé mjög ábótavant að úrræði stjórnvalda til þessa nýtist íþróttahreyfingunni. Áskorunin var birt á heimasíðu sambandsins og þar kemur fram að hún hafi verið samþykkt á fundi stjórnar KSÍ 22. apríl síðastliðinn. Fyrirsögnin er „Tryggja þarf íþróttahreyfingunni viðspyrnu“ en þar er farið yfir það sem Knattspyrnusamband Íslands telur sig og önnur íþróttasambönd þurfi á að halda vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. „Knattspyrnuhreyfingin horfir til þess að aðgerðir ríkisstjórnar og sveitarfélaga létti þeim róðurinn þannig að lágmarka megi þann skaða sem þegar er orðinn,“ segir í áskoruninni en þar kemur fram að þau úrræði sem að stjórnvöld hafa boðið rekstraraðilum og einstaklingum hingað til nýtist í raun ekki íþróttahreyfingunni og úr því þurfi nauðsynlega að bæta. „Til dæmis getur íþróttahreyfingin ekki nýtt sér lokunarstyrki þrátt fyrir að starfsemi á hennar vegum hafi verið stöðvuð í þágu sóttvarna. Eins nýtast launaúrræði illa vegna fjölda hlutastarfa í hreyfingunni, en þau úrræði geta ekki nema um 30% starfsfólks knattspyrnuhreyfingarinnar nýtt sér,“ segir í áskoruninni en hana má sjá alla hér fyrir neðan. Tryggja þarf íþróttahreyfingunni viðspyrnu Stjórn KSÍ skorar á stjórnvöld vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Hlúa þarf svo um hnúta að úrræði stjórnvalda sem ætlað er að létta undir með fyrirtækjum og einstaklingum vegna heimsfaraldurs Covid-19 nýtist einnig íþróttahreyfingunni í landinu. Ljóst er að óhjákvæmilegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda vegna faraldursins, sem leitt hefur til stöðvunar á allri íþróttastarfsemi, hafa komið mjög illa við knattspyrnu- og íþróttahreyfinguna í heild sinni. Áhrifin eru jafnt félagsleg sem fjárhagsleg. Rétt er að minna á að íþróttahreyfingin hefur á liðnum áratugum lyft grettistaki hvað varðar holla íþróttaiðkun ungs fólks og fyllt þjóðina stolti yfir árangri afreksfólks á innlendum og erlendum vettvangi. Þennan árangur er mikilvægt að varðveita með öllum tiltækum ráðum og búa í haginn fyrir enn frekari sókn. Brostnar forsendur knattspyrnuhreyfingarinnar þessa dagana er krefjandi verkefni sem við tökumst á við í sameiningu og reynum að leysa eftir bestu getu samfélaginu til heilla. Þegar faraldurinn braust út var knattspyrnuhreyfingin, með stórum hópi starfsmanna og sjálfboðaliða í stjórnum félaganna, í óða önn að undirbúa komandi keppnistímabil. Knattspyrnuhreyfingin horfir til þess að aðgerðir ríkisstjórnar og sveitarfélaga létti þeim róðurinn þannig að lágmarka megi þann skaða sem þegar er orðinn. Því beinir stjórn KSÍ þeirri eindregnu áskorun til stjórnvalda að tryggja íþróttahreyfingunni öfluga viðspyrnu á komandi vikum og mánuðum. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Þessu er mjög ábótavant í þeim úrræðum stjórnvalda sem kynnt hafa verið til þessa og úr því þarf nauðsynlega að bæta. Til dæmis getur íþróttahreyfingin ekki nýtt sér lokunarstyrki þrátt fyrir að starfsemi á hennar vegum hafi verið stöðvuð í þágu sóttvarna. Eins nýtast launaúrræði illa vegna fjölda hlutastarfa í hreyfingunni, en þau úrræði geta ekki nema um 30% starfsfólks knattspyrnuhreyfingarinnar nýtt sér. Með betrumbótum á þessum úrræðum ásamt öðrum aðgerðum myndi rekstrarumhverfi íþróttafélaganna verða betra og félögin, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, geta frekar sinnt sínu mikilvæga samfélagslega hlutverki. Stjórn KSÍ
Tryggja þarf íþróttahreyfingunni viðspyrnu Stjórn KSÍ skorar á stjórnvöld vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Hlúa þarf svo um hnúta að úrræði stjórnvalda sem ætlað er að létta undir með fyrirtækjum og einstaklingum vegna heimsfaraldurs Covid-19 nýtist einnig íþróttahreyfingunni í landinu. Ljóst er að óhjákvæmilegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda vegna faraldursins, sem leitt hefur til stöðvunar á allri íþróttastarfsemi, hafa komið mjög illa við knattspyrnu- og íþróttahreyfinguna í heild sinni. Áhrifin eru jafnt félagsleg sem fjárhagsleg. Rétt er að minna á að íþróttahreyfingin hefur á liðnum áratugum lyft grettistaki hvað varðar holla íþróttaiðkun ungs fólks og fyllt þjóðina stolti yfir árangri afreksfólks á innlendum og erlendum vettvangi. Þennan árangur er mikilvægt að varðveita með öllum tiltækum ráðum og búa í haginn fyrir enn frekari sókn. Brostnar forsendur knattspyrnuhreyfingarinnar þessa dagana er krefjandi verkefni sem við tökumst á við í sameiningu og reynum að leysa eftir bestu getu samfélaginu til heilla. Þegar faraldurinn braust út var knattspyrnuhreyfingin, með stórum hópi starfsmanna og sjálfboðaliða í stjórnum félaganna, í óða önn að undirbúa komandi keppnistímabil. Knattspyrnuhreyfingin horfir til þess að aðgerðir ríkisstjórnar og sveitarfélaga létti þeim róðurinn þannig að lágmarka megi þann skaða sem þegar er orðinn. Því beinir stjórn KSÍ þeirri eindregnu áskorun til stjórnvalda að tryggja íþróttahreyfingunni öfluga viðspyrnu á komandi vikum og mánuðum. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Þessu er mjög ábótavant í þeim úrræðum stjórnvalda sem kynnt hafa verið til þessa og úr því þarf nauðsynlega að bæta. Til dæmis getur íþróttahreyfingin ekki nýtt sér lokunarstyrki þrátt fyrir að starfsemi á hennar vegum hafi verið stöðvuð í þágu sóttvarna. Eins nýtast launaúrræði illa vegna fjölda hlutastarfa í hreyfingunni, en þau úrræði geta ekki nema um 30% starfsfólks knattspyrnuhreyfingarinnar nýtt sér. Með betrumbótum á þessum úrræðum ásamt öðrum aðgerðum myndi rekstrarumhverfi íþróttafélaganna verða betra og félögin, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, geta frekar sinnt sínu mikilvæga samfélagslega hlutverki. Stjórn KSÍ
Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn