Græn hugverk eru auðlind Borghildur Erlingsdóttir skrifar 26. apríl 2020 09:00 Í tilefni Alþjóðahugverkadagsins, sem hefur verið haldinn 26. apríl ár hvert frá árinu 2000, er fullt tilefni til að vekja sérstaka athygli á mikilvægi hugverka og hugverkaréttinda fyrir nýsköpunarsamfélag nútímans. Þema dagsins í ár er nýsköpun fyrir græna framtíð („Innovation for a Green Future“) sem má telja viðeigandi vegna þeirra áskorana sem loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa í för með sér. Um þessar mundir stendur heimsbyggðin frammi fyrir annarri og óvæntari áskorun þar sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur hægt verulega á hjólum efnahagslífsins og lamað heilu samfélögin. Mikilvægi hugverka verður seint ofmetið gagnvart skammtímaáskorunum eins og heimsfaraldrinum og þeirri langtímaáskorun að gera samfélag manna svo sjálfbært að takist að forða því frá þeim hörmungum sem loftslagsbreytingar geta haft í för með sér. Undir venjulegum kringumstæðum gegna hugverkaréttindi einkum því hlutverki að hvetja til nýsköpunar og framþróunar, tryggja eignarrétt og stuðla að samkeppni og viðskiptum. Nú þegar heimsbyggðin stendur frammi fyrir þessum stóru áskorunum verður fljótt ljóst hvernig hugverk og hugverkaréttindi geta bætt samfélög og gert þau sjálfbærari. Frammi fyrir slíkum áskorunum þurfa allir að leggjast á eitt, deila þekkingu og koma á fót samstarfi og samvinnu, jafnvel meðal aðila sem undir venjulegum kringumstæðum ættu í harðri samkeppni. Hnattræn vandamál kalla á hnattrænar lausnir og í heimsfaraldrinum má öllum vera ljóst hversu mikilvægt alþjóðasamstarf í vísindum og tækni er ef takast á að sigrast á áskorunum sem virða engin landamæri, hvort sem um er að ræða ógn við heilbrigði eða umhverfi. Þrátt fyrir smæð sína getur Ísland átt mikilvægan þátt í því að takast á við slíkar áskoranir. Hér á landi eru aðilar sem stunda nýsköpun á heimsmælikvarða, svo sem á sviði umhverfisvænnar orkuvinnslu, kolefnisbindingar og heilbrigðistækni. Þá er sjávarútvegurinn gott dæmi um iðnað sem hefur nýtt sér hátæknilausnir í grænum tilgangi með því að auka nýtingu auðlinda og minnka sóun. Eins eru dæmi um að hugverk og hugvit í sjávarútvegi hafi orðið að lausnum á sviði heilbrigðistækni. Í heimsfaraldrinum hefur sömuleiðis orðið ljóst hvernig nýsköpun í þjónustu einkaaðila og hins opinbera, m.a. í formi rafrænnar þjónustu og ýmissa tæknilausna, sem hafa gert fjölda fólks mögulegt að vinna í fjarvinnu, hefur dregið úr umferð og þar með tilheyrandi mengun og slysahættu. Þannig kunna þessar fordæmalausu aðstæður að hafa breytt samfélaginu til lengri tíma eða að minnsta kosti flýtt fyrir nauðsynlegri þróun. Aukin vitund um hugverkaiðnað á Íslandi og hvernig hann getur verið grundvöllur fyrir sjálfbæra verðmætasköpun skiptir gríðarlega miklu máli. Í nýsköpunarstefnu fyrir Íslands, „Nýsköpunarlandið Ísland“, sem gefin var út árið 2019 kemur fram að nýsköpun sé „ekki aðeins grunvöllur efnahagslegar velgengni heldur lykillinn að úrlausnum á stærstu viðfangsefnum komandi áratuga“ og að mikilvægt sé „að leggja áherslu á þróun grænna tæknilausna hér á landi í átt til aukinnar sjálfbærni í atvinnulífi og samfélagi“. Nýsköpunarstefnan, framlög til nýsköpunar í gegnum Tækniþróunarsjóð, Auðna tæknitorg, sem er ætlað að sinna tækniyfirfærslu fyrir háskóla- og vísindasamfélagið, fjárfesting einkaaðila í nýsköpun, hugarfar frumkvöðla og fjölmörg önnur framfaraskref leggja grunn að hugverkaiðnaði sem styrkir stoðir undir Ísland framtíðarinnar. Framtíð þar sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru í forgrunni. Öflugur hugverkaiðnaður og nýsköpun, m.a. á sviði grænna tæknilausna, verða leiðarstefið á næstu áratugum. Hugverkaiðnaður er að því leyti frábrugðin hefðbundnum iðnaði að hann reiðir sig ekki á náttúrulegar auðlindir og getur því staðið undir sjálfbærri verðmæta- og atvinnusköpun án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið. Hugverk eru þannig aðeins háð takmörkunum hugans. Segja má að þau séu óþrjótandi, ólíkt auðlindum jarðar. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fyrirtæki í hugverkaiðnaði greiða að meðaltali 47% hærri laun en hefðbundinn iðnaður og að hugverkaiðnaður þolir betur efnahagsáföll eins og heimsbyggðin stendur frammi fyrir núna. Nýsköpun, hugverk og hugvit eru lykillinn að uppbyggingunni eftir neikvæðar efnahagsafleiðingar heimsfaraldursins, en ekki síður að því að skapa þá grænu og sjálfbæru framtíð sem er heimsbyggðinni nauðsynleg þegar loftslagsbreytingarnar komast aftur á dagskrá innan tíðar. Höfundur er forstjóri Hugverkastofunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Höfundaréttur Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Í tilefni Alþjóðahugverkadagsins, sem hefur verið haldinn 26. apríl ár hvert frá árinu 2000, er fullt tilefni til að vekja sérstaka athygli á mikilvægi hugverka og hugverkaréttinda fyrir nýsköpunarsamfélag nútímans. Þema dagsins í ár er nýsköpun fyrir græna framtíð („Innovation for a Green Future“) sem má telja viðeigandi vegna þeirra áskorana sem loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa í för með sér. Um þessar mundir stendur heimsbyggðin frammi fyrir annarri og óvæntari áskorun þar sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur hægt verulega á hjólum efnahagslífsins og lamað heilu samfélögin. Mikilvægi hugverka verður seint ofmetið gagnvart skammtímaáskorunum eins og heimsfaraldrinum og þeirri langtímaáskorun að gera samfélag manna svo sjálfbært að takist að forða því frá þeim hörmungum sem loftslagsbreytingar geta haft í för með sér. Undir venjulegum kringumstæðum gegna hugverkaréttindi einkum því hlutverki að hvetja til nýsköpunar og framþróunar, tryggja eignarrétt og stuðla að samkeppni og viðskiptum. Nú þegar heimsbyggðin stendur frammi fyrir þessum stóru áskorunum verður fljótt ljóst hvernig hugverk og hugverkaréttindi geta bætt samfélög og gert þau sjálfbærari. Frammi fyrir slíkum áskorunum þurfa allir að leggjast á eitt, deila þekkingu og koma á fót samstarfi og samvinnu, jafnvel meðal aðila sem undir venjulegum kringumstæðum ættu í harðri samkeppni. Hnattræn vandamál kalla á hnattrænar lausnir og í heimsfaraldrinum má öllum vera ljóst hversu mikilvægt alþjóðasamstarf í vísindum og tækni er ef takast á að sigrast á áskorunum sem virða engin landamæri, hvort sem um er að ræða ógn við heilbrigði eða umhverfi. Þrátt fyrir smæð sína getur Ísland átt mikilvægan þátt í því að takast á við slíkar áskoranir. Hér á landi eru aðilar sem stunda nýsköpun á heimsmælikvarða, svo sem á sviði umhverfisvænnar orkuvinnslu, kolefnisbindingar og heilbrigðistækni. Þá er sjávarútvegurinn gott dæmi um iðnað sem hefur nýtt sér hátæknilausnir í grænum tilgangi með því að auka nýtingu auðlinda og minnka sóun. Eins eru dæmi um að hugverk og hugvit í sjávarútvegi hafi orðið að lausnum á sviði heilbrigðistækni. Í heimsfaraldrinum hefur sömuleiðis orðið ljóst hvernig nýsköpun í þjónustu einkaaðila og hins opinbera, m.a. í formi rafrænnar þjónustu og ýmissa tæknilausna, sem hafa gert fjölda fólks mögulegt að vinna í fjarvinnu, hefur dregið úr umferð og þar með tilheyrandi mengun og slysahættu. Þannig kunna þessar fordæmalausu aðstæður að hafa breytt samfélaginu til lengri tíma eða að minnsta kosti flýtt fyrir nauðsynlegri þróun. Aukin vitund um hugverkaiðnað á Íslandi og hvernig hann getur verið grundvöllur fyrir sjálfbæra verðmætasköpun skiptir gríðarlega miklu máli. Í nýsköpunarstefnu fyrir Íslands, „Nýsköpunarlandið Ísland“, sem gefin var út árið 2019 kemur fram að nýsköpun sé „ekki aðeins grunvöllur efnahagslegar velgengni heldur lykillinn að úrlausnum á stærstu viðfangsefnum komandi áratuga“ og að mikilvægt sé „að leggja áherslu á þróun grænna tæknilausna hér á landi í átt til aukinnar sjálfbærni í atvinnulífi og samfélagi“. Nýsköpunarstefnan, framlög til nýsköpunar í gegnum Tækniþróunarsjóð, Auðna tæknitorg, sem er ætlað að sinna tækniyfirfærslu fyrir háskóla- og vísindasamfélagið, fjárfesting einkaaðila í nýsköpun, hugarfar frumkvöðla og fjölmörg önnur framfaraskref leggja grunn að hugverkaiðnaði sem styrkir stoðir undir Ísland framtíðarinnar. Framtíð þar sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru í forgrunni. Öflugur hugverkaiðnaður og nýsköpun, m.a. á sviði grænna tæknilausna, verða leiðarstefið á næstu áratugum. Hugverkaiðnaður er að því leyti frábrugðin hefðbundnum iðnaði að hann reiðir sig ekki á náttúrulegar auðlindir og getur því staðið undir sjálfbærri verðmæta- og atvinnusköpun án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið. Hugverk eru þannig aðeins háð takmörkunum hugans. Segja má að þau séu óþrjótandi, ólíkt auðlindum jarðar. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fyrirtæki í hugverkaiðnaði greiða að meðaltali 47% hærri laun en hefðbundinn iðnaður og að hugverkaiðnaður þolir betur efnahagsáföll eins og heimsbyggðin stendur frammi fyrir núna. Nýsköpun, hugverk og hugvit eru lykillinn að uppbyggingunni eftir neikvæðar efnahagsafleiðingar heimsfaraldursins, en ekki síður að því að skapa þá grænu og sjálfbæru framtíð sem er heimsbyggðinni nauðsynleg þegar loftslagsbreytingarnar komast aftur á dagskrá innan tíðar. Höfundur er forstjóri Hugverkastofunnar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun