Evrópuríki undirbúa afnám takmarkana vegna faraldursins Andri Eysteinsson skrifar 25. apríl 2020 21:01 Forsætisráðherrar Frakklands (V) og Spánar á fundi í október 2018. Getty/Anadolu Yfirvöld í Evrópuríkjum eru farin að huga að afnámi hinna ýmsu takmarkana sem samfélögum hefur verið sett vegna faraldurs kórónuveirunnar undanfarna mánuði. Hægst hefur á faraldrinum víða um Evrópu þó sums staðar sé enn langt í land. Yfirvöld á Spáni og í Frakklandi eru farin að huga að næstu skrefum. Reuters greinir frá. Forsætisráðherra Frakklands, Edouard Philippe hefur tilkynnt að næsta þriðjudag verði áform ríkisstjórnar hans um að aflétta takmarkanir kynntar franska þinginu og atkvæði greidd í kjölfarið. Útgöngubann hefur verið í gildi í Frakklandi síðan 17. mars síðastliðinn og er áætlað að því verði hætt 11. maí. Útgöngubannið var sett af frumkvæði forsetans Emmanuel Macron. Talið er að í fyrstu aðgerðum verði skólar og verslanir opnaðar að nýju. Alls hafa 22.614 látið lífið vegna veirunnar í Frakklandi en um 159 þúsund hafa smitast. Spánverjar hafa tilkynnt að frá og með 2. maí verði fólki leyft að fara út að hreyfa sig haldi áfram sem horfir og nýjum tilfellum veirunnar heldur áfram að fækka. Forsætisráðherrann Pedro Sanchez sagði í ávarpi til þjóðarinnar að fólki yrði hleypt úr húsi til að stunda líkamsrækt utandyra eða til þess að fara út að ganga ásamt sambýlingum. Útgöngubanni var komið á 14. mars á Spáni og hefur Spánverjum eingöngu verið leyfilegt að fara út til þess að sækja allar helstu nauðsynjar. Alls hafa yfir 223 þúsund Spánverjar greinst með Covid-19 sýkingu og 23 þúsund þeirra hafa látist. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Frakkland Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Yfirvöld í Evrópuríkjum eru farin að huga að afnámi hinna ýmsu takmarkana sem samfélögum hefur verið sett vegna faraldurs kórónuveirunnar undanfarna mánuði. Hægst hefur á faraldrinum víða um Evrópu þó sums staðar sé enn langt í land. Yfirvöld á Spáni og í Frakklandi eru farin að huga að næstu skrefum. Reuters greinir frá. Forsætisráðherra Frakklands, Edouard Philippe hefur tilkynnt að næsta þriðjudag verði áform ríkisstjórnar hans um að aflétta takmarkanir kynntar franska þinginu og atkvæði greidd í kjölfarið. Útgöngubann hefur verið í gildi í Frakklandi síðan 17. mars síðastliðinn og er áætlað að því verði hætt 11. maí. Útgöngubannið var sett af frumkvæði forsetans Emmanuel Macron. Talið er að í fyrstu aðgerðum verði skólar og verslanir opnaðar að nýju. Alls hafa 22.614 látið lífið vegna veirunnar í Frakklandi en um 159 þúsund hafa smitast. Spánverjar hafa tilkynnt að frá og með 2. maí verði fólki leyft að fara út að hreyfa sig haldi áfram sem horfir og nýjum tilfellum veirunnar heldur áfram að fækka. Forsætisráðherrann Pedro Sanchez sagði í ávarpi til þjóðarinnar að fólki yrði hleypt úr húsi til að stunda líkamsrækt utandyra eða til þess að fara út að ganga ásamt sambýlingum. Útgöngubanni var komið á 14. mars á Spáni og hefur Spánverjum eingöngu verið leyfilegt að fara út til þess að sækja allar helstu nauðsynjar. Alls hafa yfir 223 þúsund Spánverjar greinst með Covid-19 sýkingu og 23 þúsund þeirra hafa látist.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Frakkland Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira