Skrýtið ef ekki eigi að verja störf í flugi Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2020 18:48 Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. Starfsmenn Icelandair bíða fregna vegna þeirra aðgerða sem félagið ætlar að grípa til fyrir mánaðamótin. Forstjórinn hefur sagt þær afar umfangsmiklar. Heimildir fréttastofu herma að orðrómur sé um að segja þurfi upp 850 af 880 flugfreyjum hjá Icelandair. Um 300 flugvirkjar starfa hjá Icelandair og talið að segja þurfi upp helmingi þeirra. Engin staðfesting hefur fengist á því og forstjórinn ítrekað sagt að endanlegar tölur liggi ekki fyrir. Icelandair sagði upp 112 flugmönnum í fyrra. Í dag starfa þar 450 flugmenn. „Við eigum von á því að þetta verði meira en verið hefur. Við búum okkur undir það versta og vonumst það besta,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Spurður út í hvort íslenska ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar bendir Jón Þór á að flugiðnaðurinn standi undir 38 prósent af landsframleiðslu, 72 þúsund störf séu þar á bakvið. „Og ef að menn ætli ekki að verja þessa innviði og þessa grein, þá þætti mér það skrýtið. Við getum kannski sett þetta í samhengi við loforð stjórnmálamanna. Það myndi þykja brattur stjórnmálamaður sem myndi lofa 72 þúsund nýjum störfum. En þá getum við sett það í hina áttina. Hvað með þann sem ætlar ekki að verja þau,“ segir Jón Þór. Ferðamálaráðherra segir ekki komið að þeim tímapunkti að tjá sig um mál Icelandair. „Þetta er félag á markaði með stjórn og stjórnendur. Ábyrgð þeirra er mikil. Þau eru með ærið verkefni í fanginu. Þau eru að reyna að leita leiða til að finna út úr því. Á meðan svo er þá er ekkert sem ég get sagt um þá stöðu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Hún segir ríkið tryggja lágmarks flugsamgöngur til og frá landinu. „Það er grundvallarverkefni að tryggja það að það sé flug til landsins. Það verkefni fer ekkert frá okkur.“ Kallað hefur verið eftir að framhaldi á hlutabótaleiðinni og að fyrirtæki geti nýtt sér hana við starfslok starfsmanna. „Ég vona að við munum hafa einhver svör í tæka tíð, en hvernig lendingin verður þar get ég ekkert sagt til um akkúrat núna.“ Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. Starfsmenn Icelandair bíða fregna vegna þeirra aðgerða sem félagið ætlar að grípa til fyrir mánaðamótin. Forstjórinn hefur sagt þær afar umfangsmiklar. Heimildir fréttastofu herma að orðrómur sé um að segja þurfi upp 850 af 880 flugfreyjum hjá Icelandair. Um 300 flugvirkjar starfa hjá Icelandair og talið að segja þurfi upp helmingi þeirra. Engin staðfesting hefur fengist á því og forstjórinn ítrekað sagt að endanlegar tölur liggi ekki fyrir. Icelandair sagði upp 112 flugmönnum í fyrra. Í dag starfa þar 450 flugmenn. „Við eigum von á því að þetta verði meira en verið hefur. Við búum okkur undir það versta og vonumst það besta,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Spurður út í hvort íslenska ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar bendir Jón Þór á að flugiðnaðurinn standi undir 38 prósent af landsframleiðslu, 72 þúsund störf séu þar á bakvið. „Og ef að menn ætli ekki að verja þessa innviði og þessa grein, þá þætti mér það skrýtið. Við getum kannski sett þetta í samhengi við loforð stjórnmálamanna. Það myndi þykja brattur stjórnmálamaður sem myndi lofa 72 þúsund nýjum störfum. En þá getum við sett það í hina áttina. Hvað með þann sem ætlar ekki að verja þau,“ segir Jón Þór. Ferðamálaráðherra segir ekki komið að þeim tímapunkti að tjá sig um mál Icelandair. „Þetta er félag á markaði með stjórn og stjórnendur. Ábyrgð þeirra er mikil. Þau eru með ærið verkefni í fanginu. Þau eru að reyna að leita leiða til að finna út úr því. Á meðan svo er þá er ekkert sem ég get sagt um þá stöðu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Hún segir ríkið tryggja lágmarks flugsamgöngur til og frá landinu. „Það er grundvallarverkefni að tryggja það að það sé flug til landsins. Það verkefni fer ekkert frá okkur.“ Kallað hefur verið eftir að framhaldi á hlutabótaleiðinni og að fyrirtæki geti nýtt sér hana við starfslok starfsmanna. „Ég vona að við munum hafa einhver svör í tæka tíð, en hvernig lendingin verður þar get ég ekkert sagt til um akkúrat núna.“
Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira