„Frábær árangur á EM veldur því að við fáum HM-sætið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2020 14:56 Guðmundur er á leið á sitt tólfta stórmót sem aðalþjálfari íslenska karlalandsliðsins. vísir/andri marinó Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var glaður í bragði þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans, enda Ísland komið á HM 2021 í Egyptalandi. Umspilsleikirnir fyrir HM, sem áttu að fara fram í júní, voru blásnir af vegna kórónuveirufaraldursins. Ísland átti að mæta Sviss í umspilinu. Evrópska handknattleikssambandið ákvað að árangurinn á EM 2020 réði því hvaða lið fengju farseðil til Egyptalands. Ísland var ein tíu Evrópuþjóða sem fékk HM-sæti í dag. „Ég er mjög glaður með þetta og stoltur vegna þess að þessi frábæri árangur liðsins á EM sem veldur því að við fáum HM-sætið,“ sagði Guðmundur en Ísland endaði í 11. sæti á EM í janúar. „Þegar við fórum á EM vissum við að það yrði mjög erfitt að fara upp úr þessum dauðariðli og það myndi kalla á algjörlega frábæra frammistöðu.“ HM í Egyptalandi verður 21. heimsmeistaramótið sem Ísland keppir á.vísir/andri marinó Sá þessa leið fyrir Guðmundur segist allt eins hafa búist við því að þessi leið farin þar sem erfitt hefði verið að spila umspilsleikina. „Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér. Það var nánast ekki hægt að koma þessu fyrir. Þá fór maður að hugsa hvernig þeir myndu gera þetta og mér þessi leið ekki ólíkleg. Að liðin sem komust í milliriðla á EM myndu fá HM-sæti,“ sagði Guðmundur. Óvissunni eytt Hann er ánægður með að þessi mál séu komin á hreint; að Ísland verði á meðal þátttökuliða á HM í janúar á næsta ári. „Þetta er rosalega góð tilfinning því óvissa er mjög slæm; að eiga að fara inn í einhverja leiki einhvern tímann. Síðan eru menn ekki búnir að spila,“ sagði Guðmundur. „Það var í raun ekki gerlegt að koma þessu á fyrr en í haust en þá væru deildirnar að fara af stað. Það er mjög gott að það sé komin niðurstaða í þetta og ég er mjög stoltur að liðið sé að fara á HM“. Guðmundur ásamt aðstoðarmönnum sínum.vísir/andri marinó Snúið að finna æfingaleiki Næstu leikir íslenska liðsins verða væntanlega í undankeppni EM 2022 í haust. Nú tekur hins vegar við vinna hjá HSÍ við að finna mótherja fyrir æfingaleiki í aðdraganda HM. Það gæti reynst snúist. „Við þurfum að finna æfingaleiki fyrir HM. Eins og þetta er skipulagt verður forkeppni Ólympíuleikanna líka í janúar og liðin sem eru þar eru ekki að fara að spila æfingaleiki. Við þurfum því að finna aðra andstæðinga,“ sagði Guðmundur. Nýjar slóðir Landsliðsþjálfarinn hefur farið á fleiri stórmót en flestir. HM í Egyptalandi verður hins vegar fyrsta stórmót Guðmundar í Afríku. „Ég held ég fari rétt með að þetta sé mitt 25. stórmót en ég hef aldrei farið til Egyptalands,“ sagði Guðmundur. „Það er mikil tilhlökkun fyrir mótinu. Við erum rosalega ánægðir að vera komnir á HM. Liðið er í uppbyggingu og mér finnst við hafa tekið góð og mikilvæg skref fram á við.“ Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var glaður í bragði þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans, enda Ísland komið á HM 2021 í Egyptalandi. Umspilsleikirnir fyrir HM, sem áttu að fara fram í júní, voru blásnir af vegna kórónuveirufaraldursins. Ísland átti að mæta Sviss í umspilinu. Evrópska handknattleikssambandið ákvað að árangurinn á EM 2020 réði því hvaða lið fengju farseðil til Egyptalands. Ísland var ein tíu Evrópuþjóða sem fékk HM-sæti í dag. „Ég er mjög glaður með þetta og stoltur vegna þess að þessi frábæri árangur liðsins á EM sem veldur því að við fáum HM-sætið,“ sagði Guðmundur en Ísland endaði í 11. sæti á EM í janúar. „Þegar við fórum á EM vissum við að það yrði mjög erfitt að fara upp úr þessum dauðariðli og það myndi kalla á algjörlega frábæra frammistöðu.“ HM í Egyptalandi verður 21. heimsmeistaramótið sem Ísland keppir á.vísir/andri marinó Sá þessa leið fyrir Guðmundur segist allt eins hafa búist við því að þessi leið farin þar sem erfitt hefði verið að spila umspilsleikina. „Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér. Það var nánast ekki hægt að koma þessu fyrir. Þá fór maður að hugsa hvernig þeir myndu gera þetta og mér þessi leið ekki ólíkleg. Að liðin sem komust í milliriðla á EM myndu fá HM-sæti,“ sagði Guðmundur. Óvissunni eytt Hann er ánægður með að þessi mál séu komin á hreint; að Ísland verði á meðal þátttökuliða á HM í janúar á næsta ári. „Þetta er rosalega góð tilfinning því óvissa er mjög slæm; að eiga að fara inn í einhverja leiki einhvern tímann. Síðan eru menn ekki búnir að spila,“ sagði Guðmundur. „Það var í raun ekki gerlegt að koma þessu á fyrr en í haust en þá væru deildirnar að fara af stað. Það er mjög gott að það sé komin niðurstaða í þetta og ég er mjög stoltur að liðið sé að fara á HM“. Guðmundur ásamt aðstoðarmönnum sínum.vísir/andri marinó Snúið að finna æfingaleiki Næstu leikir íslenska liðsins verða væntanlega í undankeppni EM 2022 í haust. Nú tekur hins vegar við vinna hjá HSÍ við að finna mótherja fyrir æfingaleiki í aðdraganda HM. Það gæti reynst snúist. „Við þurfum að finna æfingaleiki fyrir HM. Eins og þetta er skipulagt verður forkeppni Ólympíuleikanna líka í janúar og liðin sem eru þar eru ekki að fara að spila æfingaleiki. Við þurfum því að finna aðra andstæðinga,“ sagði Guðmundur. Nýjar slóðir Landsliðsþjálfarinn hefur farið á fleiri stórmót en flestir. HM í Egyptalandi verður hins vegar fyrsta stórmót Guðmundar í Afríku. „Ég held ég fari rétt með að þetta sé mitt 25. stórmót en ég hef aldrei farið til Egyptalands,“ sagði Guðmundur. „Það er mikil tilhlökkun fyrir mótinu. Við erum rosalega ánægðir að vera komnir á HM. Liðið er í uppbyggingu og mér finnst við hafa tekið góð og mikilvæg skref fram á við.“
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21