Ætla að breyta ímynd Ischgl Andri Eysteinsson skrifar 24. apríl 2020 09:20 Frá alpabænum Ischgl í Austurríki. EPA/STR Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. Stefnt er að því að ímynd staðarins, sem var lýst sem „Íbíza Alpafjallanna“ verði breytt og áhersla verði lögð á annarskonar ferðaþjónustu á svæðinu. Guardian greinir frá. Því er útlit fyrir það að partí-ferðamennskudagar Ischgl séu liðnir en bæjarstjóri Ischgl, Werner Kurz greindi frá áformunum í yfirlýsingu í gær. „Við munum endurskoða uppbyggingu síðustu ára og gera endurbætur þar sem þess er þörf,“ sagði Kurz en nýverið var bærinn opnaður að nýju eftir að hafa setið í mánaðarsóttkví. Kurz sagði þó að ímynd staðarins sem áfangastaðar fyrir þyrsta skíðamenn fyrst og fremst væri ósanngjörn enda hefði Ischgl margt annað að bjóða en skemmtanalíf. Bæjarstjórinn viðurkenndi þó að breytingar þyrftu að verða. „Við munum minnka partý-ferðamennskuna og einbeita okkur að skíðafólki en ekki þeim sem koma einvörðungu til að skemmta sér,“ sagði Kurz. Ischgl komst í heimsfréttirnar í mars eftir hæg viðbrögð yfirvalda þar í bæ við útbreiðslu kórónuveirunnar. Íslensk heilbrigðisyfirvöld höfðu sett Ischgl á lista yfir sérstök áhættusvæði vegna faraldursins 5. mars. Lífið hélt þó áfram sinn vanagang í Ischgl í viku til viðbótar og hefur verið hægt að rekja þúsundir smita til staðarins. Fyrstu aðgerðir í Ischgl voru þær að skemmtistaðurinn Kitzloch lokaði 9. mars eftir að barþjónn staðarins hafði greinst með veiruna. Talið er líklegt að flauta barþjónsins, sem fékk að ganga á milli manna, hafi dreift veirunni til gesta í Ischgl. Skíðasvæðinu var að endingu lokað 13. Mars en yfir 800 smit í Austurríki hafa verið rakin til Ischgl og nærliggjandi svæðis. Ríkisstjóri Tíról-héraðs þar sem Ischgl er að finna hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Þúsundir gesta vinna nú að hópmálsókn gegn skíðasvæðinu vegna málsins. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira
Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. Stefnt er að því að ímynd staðarins, sem var lýst sem „Íbíza Alpafjallanna“ verði breytt og áhersla verði lögð á annarskonar ferðaþjónustu á svæðinu. Guardian greinir frá. Því er útlit fyrir það að partí-ferðamennskudagar Ischgl séu liðnir en bæjarstjóri Ischgl, Werner Kurz greindi frá áformunum í yfirlýsingu í gær. „Við munum endurskoða uppbyggingu síðustu ára og gera endurbætur þar sem þess er þörf,“ sagði Kurz en nýverið var bærinn opnaður að nýju eftir að hafa setið í mánaðarsóttkví. Kurz sagði þó að ímynd staðarins sem áfangastaðar fyrir þyrsta skíðamenn fyrst og fremst væri ósanngjörn enda hefði Ischgl margt annað að bjóða en skemmtanalíf. Bæjarstjórinn viðurkenndi þó að breytingar þyrftu að verða. „Við munum minnka partý-ferðamennskuna og einbeita okkur að skíðafólki en ekki þeim sem koma einvörðungu til að skemmta sér,“ sagði Kurz. Ischgl komst í heimsfréttirnar í mars eftir hæg viðbrögð yfirvalda þar í bæ við útbreiðslu kórónuveirunnar. Íslensk heilbrigðisyfirvöld höfðu sett Ischgl á lista yfir sérstök áhættusvæði vegna faraldursins 5. mars. Lífið hélt þó áfram sinn vanagang í Ischgl í viku til viðbótar og hefur verið hægt að rekja þúsundir smita til staðarins. Fyrstu aðgerðir í Ischgl voru þær að skemmtistaðurinn Kitzloch lokaði 9. mars eftir að barþjónn staðarins hafði greinst með veiruna. Talið er líklegt að flauta barþjónsins, sem fékk að ganga á milli manna, hafi dreift veirunni til gesta í Ischgl. Skíðasvæðinu var að endingu lokað 13. Mars en yfir 800 smit í Austurríki hafa verið rakin til Ischgl og nærliggjandi svæðis. Ríkisstjóri Tíról-héraðs þar sem Ischgl er að finna hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Þúsundir gesta vinna nú að hópmálsókn gegn skíðasvæðinu vegna málsins.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira