Ætla að breyta ímynd Ischgl Andri Eysteinsson skrifar 24. apríl 2020 09:20 Frá alpabænum Ischgl í Austurríki. EPA/STR Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. Stefnt er að því að ímynd staðarins, sem var lýst sem „Íbíza Alpafjallanna“ verði breytt og áhersla verði lögð á annarskonar ferðaþjónustu á svæðinu. Guardian greinir frá. Því er útlit fyrir það að partí-ferðamennskudagar Ischgl séu liðnir en bæjarstjóri Ischgl, Werner Kurz greindi frá áformunum í yfirlýsingu í gær. „Við munum endurskoða uppbyggingu síðustu ára og gera endurbætur þar sem þess er þörf,“ sagði Kurz en nýverið var bærinn opnaður að nýju eftir að hafa setið í mánaðarsóttkví. Kurz sagði þó að ímynd staðarins sem áfangastaðar fyrir þyrsta skíðamenn fyrst og fremst væri ósanngjörn enda hefði Ischgl margt annað að bjóða en skemmtanalíf. Bæjarstjórinn viðurkenndi þó að breytingar þyrftu að verða. „Við munum minnka partý-ferðamennskuna og einbeita okkur að skíðafólki en ekki þeim sem koma einvörðungu til að skemmta sér,“ sagði Kurz. Ischgl komst í heimsfréttirnar í mars eftir hæg viðbrögð yfirvalda þar í bæ við útbreiðslu kórónuveirunnar. Íslensk heilbrigðisyfirvöld höfðu sett Ischgl á lista yfir sérstök áhættusvæði vegna faraldursins 5. mars. Lífið hélt þó áfram sinn vanagang í Ischgl í viku til viðbótar og hefur verið hægt að rekja þúsundir smita til staðarins. Fyrstu aðgerðir í Ischgl voru þær að skemmtistaðurinn Kitzloch lokaði 9. mars eftir að barþjónn staðarins hafði greinst með veiruna. Talið er líklegt að flauta barþjónsins, sem fékk að ganga á milli manna, hafi dreift veirunni til gesta í Ischgl. Skíðasvæðinu var að endingu lokað 13. Mars en yfir 800 smit í Austurríki hafa verið rakin til Ischgl og nærliggjandi svæðis. Ríkisstjóri Tíról-héraðs þar sem Ischgl er að finna hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Þúsundir gesta vinna nú að hópmálsókn gegn skíðasvæðinu vegna málsins. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. Stefnt er að því að ímynd staðarins, sem var lýst sem „Íbíza Alpafjallanna“ verði breytt og áhersla verði lögð á annarskonar ferðaþjónustu á svæðinu. Guardian greinir frá. Því er útlit fyrir það að partí-ferðamennskudagar Ischgl séu liðnir en bæjarstjóri Ischgl, Werner Kurz greindi frá áformunum í yfirlýsingu í gær. „Við munum endurskoða uppbyggingu síðustu ára og gera endurbætur þar sem þess er þörf,“ sagði Kurz en nýverið var bærinn opnaður að nýju eftir að hafa setið í mánaðarsóttkví. Kurz sagði þó að ímynd staðarins sem áfangastaðar fyrir þyrsta skíðamenn fyrst og fremst væri ósanngjörn enda hefði Ischgl margt annað að bjóða en skemmtanalíf. Bæjarstjórinn viðurkenndi þó að breytingar þyrftu að verða. „Við munum minnka partý-ferðamennskuna og einbeita okkur að skíðafólki en ekki þeim sem koma einvörðungu til að skemmta sér,“ sagði Kurz. Ischgl komst í heimsfréttirnar í mars eftir hæg viðbrögð yfirvalda þar í bæ við útbreiðslu kórónuveirunnar. Íslensk heilbrigðisyfirvöld höfðu sett Ischgl á lista yfir sérstök áhættusvæði vegna faraldursins 5. mars. Lífið hélt þó áfram sinn vanagang í Ischgl í viku til viðbótar og hefur verið hægt að rekja þúsundir smita til staðarins. Fyrstu aðgerðir í Ischgl voru þær að skemmtistaðurinn Kitzloch lokaði 9. mars eftir að barþjónn staðarins hafði greinst með veiruna. Talið er líklegt að flauta barþjónsins, sem fékk að ganga á milli manna, hafi dreift veirunni til gesta í Ischgl. Skíðasvæðinu var að endingu lokað 13. Mars en yfir 800 smit í Austurríki hafa verið rakin til Ischgl og nærliggjandi svæðis. Ríkisstjóri Tíról-héraðs þar sem Ischgl er að finna hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Þúsundir gesta vinna nú að hópmálsókn gegn skíðasvæðinu vegna málsins.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira