Af hverju? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 2. apríl 2020 08:00 Ráðherrar hafa ítrekað sagt að þeir vilji frekar gera meira en minna í þessu ástandi. Þeir hafa einnig sagt að nú skiptir máli að við stöndum saman og vinnum saman. Þrátt fyrir þetta gerðust ótrúlegir hlutir á Alþingi fyrr í vikunni því þá gekk þingheimur til atkvæða um efnahagslegar aðgerðir vegna kórónu-faraldursins. Samfylkingin studdi allar tillögur ríkisstjórnarinnar en hver einasti þingmaður VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, kaus gegn öllum tillögum sem við komum með frá stjórnarandstöðunni, sem þó 47% af þjóðinni kaus í síðustu alþingiskosningum. Sjö spurningar Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögum um sérstakar álagsgreiðslur til starfsfólks í heilbrigðis- og félagsþjónustu vegna umönnunar Covid-smitaðra sjúklinga? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögu um aukinn stuðning við fjölskyldur langveikra barna sem hafa orðið fyrir tekjutapi vegna faraldursins? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn eingreiðslu til eldri borgara eins og öryrkjar fá? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögu um aukna fjármuni til nýsköpunar, listafólks og íþróttastarfs en sú starfsemi er lömuð vegna faraldursins? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögum um frekari flýtingu mannaflsfrekra framkvæmda. s.s. við Reykjanesbraut, Suðurlandsveg, Vesturlandsveg, Akureyrarflugvöll og á höfuðborgarsvæðinu? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögum um aukið fé til fatlaðs fólks, fólks á leigumarkaði og SÁÁ en tekjur þeirra hafa hrunið vegna faraldursins? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn lækkun tryggingargjalds á lítil fyrirtæki og gegn auknu fé til hjúkrunarrýma? Samstarf aðeins í aðra átt? Þetta er allt tillögur sem auðvelt hefði verið að samþykkja og hefðu ekki sett neitt á hliðina. Þvert á móti eru þetta tillögur sem eru bráðnauðsynlegar núna, ekki síst í ljósi þess að aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar er allt að helmingi lægri en hjá nágrannaþjóðum okkar. Af hverju er ekki gert meira núna fyrst stjórnarliðar tala um að gera meira? Núna í skugga heimsfaraldurs hefðu ríkistjórnarflokkarnir getað risið upp úr pólitískum skotgröfum og samþykkt einhverjar af tillögum stjórnarandstöðunnar. Við samþykktum allar þeirra tillögur, stórar og smáar. Merkilegt hvað sumum finnst samstarf og samvinna eigi í raun bara að virka í aðra átt. Forsætisráðherra hefur ítrekað talað um mikilvægi þess að stjórnmálaflokkar sýni samstöðu á þessum tímum. Hvernig væri að hún byrjaði á sínum flokki og sinni ríkistjórn? Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Ráðherrar hafa ítrekað sagt að þeir vilji frekar gera meira en minna í þessu ástandi. Þeir hafa einnig sagt að nú skiptir máli að við stöndum saman og vinnum saman. Þrátt fyrir þetta gerðust ótrúlegir hlutir á Alþingi fyrr í vikunni því þá gekk þingheimur til atkvæða um efnahagslegar aðgerðir vegna kórónu-faraldursins. Samfylkingin studdi allar tillögur ríkisstjórnarinnar en hver einasti þingmaður VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, kaus gegn öllum tillögum sem við komum með frá stjórnarandstöðunni, sem þó 47% af þjóðinni kaus í síðustu alþingiskosningum. Sjö spurningar Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögum um sérstakar álagsgreiðslur til starfsfólks í heilbrigðis- og félagsþjónustu vegna umönnunar Covid-smitaðra sjúklinga? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögu um aukinn stuðning við fjölskyldur langveikra barna sem hafa orðið fyrir tekjutapi vegna faraldursins? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn eingreiðslu til eldri borgara eins og öryrkjar fá? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögu um aukna fjármuni til nýsköpunar, listafólks og íþróttastarfs en sú starfsemi er lömuð vegna faraldursins? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögum um frekari flýtingu mannaflsfrekra framkvæmda. s.s. við Reykjanesbraut, Suðurlandsveg, Vesturlandsveg, Akureyrarflugvöll og á höfuðborgarsvæðinu? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn tillögum um aukið fé til fatlaðs fólks, fólks á leigumarkaði og SÁÁ en tekjur þeirra hafa hrunið vegna faraldursins? Af hverju kusu stjórnarþingmenn gegn lækkun tryggingargjalds á lítil fyrirtæki og gegn auknu fé til hjúkrunarrýma? Samstarf aðeins í aðra átt? Þetta er allt tillögur sem auðvelt hefði verið að samþykkja og hefðu ekki sett neitt á hliðina. Þvert á móti eru þetta tillögur sem eru bráðnauðsynlegar núna, ekki síst í ljósi þess að aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar er allt að helmingi lægri en hjá nágrannaþjóðum okkar. Af hverju er ekki gert meira núna fyrst stjórnarliðar tala um að gera meira? Núna í skugga heimsfaraldurs hefðu ríkistjórnarflokkarnir getað risið upp úr pólitískum skotgröfum og samþykkt einhverjar af tillögum stjórnarandstöðunnar. Við samþykktum allar þeirra tillögur, stórar og smáar. Merkilegt hvað sumum finnst samstarf og samvinna eigi í raun bara að virka í aðra átt. Forsætisráðherra hefur ítrekað talað um mikilvægi þess að stjórnmálaflokkar sýni samstöðu á þessum tímum. Hvernig væri að hún byrjaði á sínum flokki og sinni ríkistjórn? Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun