Samþykktu að hefja undirbúning að sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2020 23:28 Hafnarfjörður. Vísir/Vilhelm Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Miðflokksins lögðu hvor fram sína bókun þar sem lagst var gegn tillögunni, af sitthvorri ástæðunni. Í bókun Öddu Maríu Jóhannsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar, er lagst gegn sölu á eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum, þar sem ekki er talið ráðlegt að of stór hluti fyrirtækisins sé í einkaeigu. „Lögum samkvæmt eiga HS Veitur ávallt að vera í meirihlutaeign opinberra aðila og því má telja það óráð að takmarka aðkomu þeirra að rekstrinum enn frekar frá því sem gert var við sölu Reykjanesbæjar á 15% hlut sínum í árslok árið 2013 þannig að ríflega þriðjungur er nú í eigu einkaaðila. Með sölu á hlut Hafnarfjarðar væri þar með helmingur kominn í eigu einkaaðila,“ segir í bókuninni. Þá kemur fram að mikilvægt sé talið að sveitarfélög hafi skýra aðkomu að fyrirtækjum í almannaþjónustu. Því sé hlutur Hafnarfjarðar samfélagslega mikilvægur. Þá dregur Adda í efa að tímasetning fyrirhugaðrar sölu sé heppileg. Í bókun Sigurðar Þ. Ragnarssonar, sem einnig er þekktur sem Siggi Stormur, fulltrúa Miðflokksins, er einnig lagst gegn sölunni og mælst til þess að beðið verði með hana uns fyrir liggur hvort ríkið hyggist ráðast í aðgerðir til stuðnings sveitarfélögum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Komi engin björgunarpakki frá ríkisvaldinu leggur fulltrúi Miðflokksins til að hafnar verði samningaviðræður við ríkið um kaup á umræddum hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS-veitum. Ákvæði verði um forkaupsrétt bæjarfélagsins að hlutnum komi til endursölu hans. Með aukinni einkavæðingu á dreifikerfi HS-veitna eykst þrýstingur á hærra orkuverð til neytenda í þessu tilviki íbúa Hafnarfjarðar. Því leggst fulltrúi Miðflokksins alfarið gegn almennri sölu á hlut bæjarins í HS-veitum.“ Þá segir í bókun fulltrúa Viðreisnar að afstaða Viðreisnar komi til með að ráðast af þeim kjörum sem fáist fyrir hlutinn. Fulltrúi Bæjarlistans sat hjá í málinu, þar sem tillagan var sett fram með stuttum fyrirvara og svigrúm til ákvarðanatöku því lítið. Loks lagði meirihlutinn, skipaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, fram eftirfarandi tillögu: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar leggja áherslu á að leitað verði tilboða í hluti Hafnarfjarðarbæjar í HS-Veitum á meðal breiðs hóps fjárfestingaraðila til þess að fá sem hæst söluverð. Andvirði sölunnar verði varið til fjárfestinga í innviðum bæjarins en jafnframt í að mæta efnahagslegum afleiðingum COVID-19 faraldursins fyrir bæjarfélagið og íbúa þess. Eignarhlutur í HS-Veitum hefur engin áhrif á verðlagningu raforku til neytenda í Hafnarfirði, en um verðlagningu og arðsemi gilda sérstök lög.“ Hafnarfjörður Orkumál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Miðflokksins lögðu hvor fram sína bókun þar sem lagst var gegn tillögunni, af sitthvorri ástæðunni. Í bókun Öddu Maríu Jóhannsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar, er lagst gegn sölu á eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum, þar sem ekki er talið ráðlegt að of stór hluti fyrirtækisins sé í einkaeigu. „Lögum samkvæmt eiga HS Veitur ávallt að vera í meirihlutaeign opinberra aðila og því má telja það óráð að takmarka aðkomu þeirra að rekstrinum enn frekar frá því sem gert var við sölu Reykjanesbæjar á 15% hlut sínum í árslok árið 2013 þannig að ríflega þriðjungur er nú í eigu einkaaðila. Með sölu á hlut Hafnarfjarðar væri þar með helmingur kominn í eigu einkaaðila,“ segir í bókuninni. Þá kemur fram að mikilvægt sé talið að sveitarfélög hafi skýra aðkomu að fyrirtækjum í almannaþjónustu. Því sé hlutur Hafnarfjarðar samfélagslega mikilvægur. Þá dregur Adda í efa að tímasetning fyrirhugaðrar sölu sé heppileg. Í bókun Sigurðar Þ. Ragnarssonar, sem einnig er þekktur sem Siggi Stormur, fulltrúa Miðflokksins, er einnig lagst gegn sölunni og mælst til þess að beðið verði með hana uns fyrir liggur hvort ríkið hyggist ráðast í aðgerðir til stuðnings sveitarfélögum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Komi engin björgunarpakki frá ríkisvaldinu leggur fulltrúi Miðflokksins til að hafnar verði samningaviðræður við ríkið um kaup á umræddum hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS-veitum. Ákvæði verði um forkaupsrétt bæjarfélagsins að hlutnum komi til endursölu hans. Með aukinni einkavæðingu á dreifikerfi HS-veitna eykst þrýstingur á hærra orkuverð til neytenda í þessu tilviki íbúa Hafnarfjarðar. Því leggst fulltrúi Miðflokksins alfarið gegn almennri sölu á hlut bæjarins í HS-veitum.“ Þá segir í bókun fulltrúa Viðreisnar að afstaða Viðreisnar komi til með að ráðast af þeim kjörum sem fáist fyrir hlutinn. Fulltrúi Bæjarlistans sat hjá í málinu, þar sem tillagan var sett fram með stuttum fyrirvara og svigrúm til ákvarðanatöku því lítið. Loks lagði meirihlutinn, skipaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, fram eftirfarandi tillögu: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar leggja áherslu á að leitað verði tilboða í hluti Hafnarfjarðarbæjar í HS-Veitum á meðal breiðs hóps fjárfestingaraðila til þess að fá sem hæst söluverð. Andvirði sölunnar verði varið til fjárfestinga í innviðum bæjarins en jafnframt í að mæta efnahagslegum afleiðingum COVID-19 faraldursins fyrir bæjarfélagið og íbúa þess. Eignarhlutur í HS-Veitum hefur engin áhrif á verðlagningu raforku til neytenda í Hafnarfirði, en um verðlagningu og arðsemi gilda sérstök lög.“
Hafnarfjörður Orkumál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira