Gátu rakið um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2020 17:34 Vaxmynd af Neanderthalsmanni á frönsku safni. Xavier Rossi/Getty Alls er hægt að rekja um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna. Þó bera ekki allir sömu búta erfðamengisins. Púsla má saman um helmingi af erfðamengi Neanderdalsmanna úr þeim forsögulegu erfðabútum sem finnast í núlifandi Íslendingum. Þetta sýnir ný rannsókn vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og starfsmanna þeirra við Háskólann í Árósum. Rannsóknin birtist í vísindaritinu Nature í dag. Samkvæmt tilkynningu á vef Íslenskrar erfðagreiningar leiddi rannsóknin einnig í ljós að helming erfðamengis Neanderdalsmanna væri að finna í erfðamengi núlifandi Evrópubúa. Skoðuðu erfðamengi 28 þúsund Íslendinga Um er að ræða stærstu rannsóknina þar sem raðgreining erfðamengja hefur verið notuð til þess að varpa ljósi á kynblöndun Neanderdalsmanna og Homo sapiens fyrir 50 þúsund árum. Alls voru skoðuð erfðamengi um 28 þúsund Íslendinga, eða um tíu prósenta þjóðarinnar. Notast var við nýlega greiningaraðferð sem ekki var takmörkuð við leit að litningabútum úr þeim þremur fornu mannverum sem hafa verið raðgreindir beint úr tugþúsunda ára gömlum líkamsleifum. Eins leiddi rannsóknin í ljós að hægt er að rekja hluta erfðamengis Íslendinga til Denisovana, annarrar fornrar tegundar manna sem talin er hafa blandast Neanderdalsmönnum áður en þeir svo blönduðust Homo sapiens. Mikilvægt innlegg í leitina að uppruna mannsins Agnar Helgason einn höfunda rannsóknarinnar segir að mikilvægi hennar felist ekki síst í umfanginu, sem gefi miklu betri mynd af þessari forsögulegri blöndun og áhrifum hennar á líffræðilegan fjölbreytileika núlifandi fólks. Rannsóknin leiðir í ljós að erfðaefnið frá þessum forsögulegu frændtegundum hefur sáralítil áhrif á sjúkdóma eða svipgerð núlifandi fólks. „Einungis fundust fimm fornar erfðabreytur sem hafa áhrif á svipgerð, en þær hafa áhrif á hæð okkar, virkni blöðruhálskirtils, stærð og styrk blóðrauða og hraða blóðstorknunar.“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er einn höfunda rannsóknarinnar.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem einnig er á meðal höfunda, að niðurstöður rannsóknarinnar séu mikilvægt innlegg í leitina að uppruna manneskjunnar. Hér sé um að ræða ættarsögu einnar greinar mannkynsins sem segi okkur að við séum ekki einungis Homo sapiens, heldur einnig afkomendur annarra forsögulegra tegunda. Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Alls er hægt að rekja um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna. Þó bera ekki allir sömu búta erfðamengisins. Púsla má saman um helmingi af erfðamengi Neanderdalsmanna úr þeim forsögulegu erfðabútum sem finnast í núlifandi Íslendingum. Þetta sýnir ný rannsókn vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og starfsmanna þeirra við Háskólann í Árósum. Rannsóknin birtist í vísindaritinu Nature í dag. Samkvæmt tilkynningu á vef Íslenskrar erfðagreiningar leiddi rannsóknin einnig í ljós að helming erfðamengis Neanderdalsmanna væri að finna í erfðamengi núlifandi Evrópubúa. Skoðuðu erfðamengi 28 þúsund Íslendinga Um er að ræða stærstu rannsóknina þar sem raðgreining erfðamengja hefur verið notuð til þess að varpa ljósi á kynblöndun Neanderdalsmanna og Homo sapiens fyrir 50 þúsund árum. Alls voru skoðuð erfðamengi um 28 þúsund Íslendinga, eða um tíu prósenta þjóðarinnar. Notast var við nýlega greiningaraðferð sem ekki var takmörkuð við leit að litningabútum úr þeim þremur fornu mannverum sem hafa verið raðgreindir beint úr tugþúsunda ára gömlum líkamsleifum. Eins leiddi rannsóknin í ljós að hægt er að rekja hluta erfðamengis Íslendinga til Denisovana, annarrar fornrar tegundar manna sem talin er hafa blandast Neanderdalsmönnum áður en þeir svo blönduðust Homo sapiens. Mikilvægt innlegg í leitina að uppruna mannsins Agnar Helgason einn höfunda rannsóknarinnar segir að mikilvægi hennar felist ekki síst í umfanginu, sem gefi miklu betri mynd af þessari forsögulegri blöndun og áhrifum hennar á líffræðilegan fjölbreytileika núlifandi fólks. Rannsóknin leiðir í ljós að erfðaefnið frá þessum forsögulegu frændtegundum hefur sáralítil áhrif á sjúkdóma eða svipgerð núlifandi fólks. „Einungis fundust fimm fornar erfðabreytur sem hafa áhrif á svipgerð, en þær hafa áhrif á hæð okkar, virkni blöðruhálskirtils, stærð og styrk blóðrauða og hraða blóðstorknunar.“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er einn höfunda rannsóknarinnar.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem einnig er á meðal höfunda, að niðurstöður rannsóknarinnar séu mikilvægt innlegg í leitina að uppruna manneskjunnar. Hér sé um að ræða ættarsögu einnar greinar mannkynsins sem segi okkur að við séum ekki einungis Homo sapiens, heldur einnig afkomendur annarra forsögulegra tegunda.
Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira