Siggi Stormur boðar „mjög gott“ veður í sumar Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. apríl 2020 16:59 Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi Stormur var landsþekktur veðurfréttamaður á árum áður. Hann er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði í dag. Veðrið í sumar verður með fínasta móti, jafnvel í líkingu við veðrið í fyrrasumar ef marka má Sigurð Þ. Ragnarsson, Sigga Storm. Hann segir horfur á að sumarið verði „mjög gott“ enda líti veðurfarsgögnin betur út en oft áður. Hann segist hafa grúskað í umræddum gögnum undanfarin fimmtán ár og sé því farinn að þekkja þau og treysta þeim vel. Til að mynda hafi gögnin gefið til kynna að sumarið í fyrra yrði þurrt og hlýtt sem hafi síðan orðið raunin, þvert á aðrar langtímaspár sem birtust í aðdraganda sumars. Sigurður segir útlit fyrir að sumarið í ár muni fara hægt af stað, maímánuður verið ágætur en kannski ekki eins hlýr og fólk hefði óskað. Veðrið verði þó stöðugt betra eftir því sem líður á og gerir Sigurður ráð fyrir að það verði einna best í júlí og ágúst. Einna best fyrir norðan en suðvesturhornið fínt líka Þrýstifarið verði þannig svipað og í fyrrasumar, viðloðandi hæðakerfi fyrir sunnan land „þó auðvitað komi lægð og lægð,“ segir Sigurður. Það verði því ekki hjá einhverri rigningu komist en heilt yfir verði sumarið bjart, þurrt og hlýtt. Veðrið verði einna best á norðausturhorninu og Austurlandi. Það þýði þó ekki að höfuðborgarsvæðið verið skilið eftir útundan, þar verði þurrara en í meðalári en hitinn í kringum meðaltal. Þó sé hætt á skúrum á annesjum. Sigurður segist því ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn fyrir næsta sumar, þó svo að sumar og vetur frjósi líklega ekki saman í nótt eins og þjóðtrúin segir til um. Hann ætli að leyfa sér að túlka gögnin á þá leið að veðrið í sumar verði í svipað og í fyrra. Það hafi að minnsta kosti lyfst á honum brúnin þegar hann lagðist yfir gögnin á dögunum, enda verður gott veður kærkomið í yfirstandandi kórónuveiruhremmingum. Spjall Sigurðar Þ. Ragnarssonar við Reykjavík síðdegis má heyra hér að neðan. Veður Reykjavík síðdegis Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Veðrið í sumar verður með fínasta móti, jafnvel í líkingu við veðrið í fyrrasumar ef marka má Sigurð Þ. Ragnarsson, Sigga Storm. Hann segir horfur á að sumarið verði „mjög gott“ enda líti veðurfarsgögnin betur út en oft áður. Hann segist hafa grúskað í umræddum gögnum undanfarin fimmtán ár og sé því farinn að þekkja þau og treysta þeim vel. Til að mynda hafi gögnin gefið til kynna að sumarið í fyrra yrði þurrt og hlýtt sem hafi síðan orðið raunin, þvert á aðrar langtímaspár sem birtust í aðdraganda sumars. Sigurður segir útlit fyrir að sumarið í ár muni fara hægt af stað, maímánuður verið ágætur en kannski ekki eins hlýr og fólk hefði óskað. Veðrið verði þó stöðugt betra eftir því sem líður á og gerir Sigurður ráð fyrir að það verði einna best í júlí og ágúst. Einna best fyrir norðan en suðvesturhornið fínt líka Þrýstifarið verði þannig svipað og í fyrrasumar, viðloðandi hæðakerfi fyrir sunnan land „þó auðvitað komi lægð og lægð,“ segir Sigurður. Það verði því ekki hjá einhverri rigningu komist en heilt yfir verði sumarið bjart, þurrt og hlýtt. Veðrið verði einna best á norðausturhorninu og Austurlandi. Það þýði þó ekki að höfuðborgarsvæðið verið skilið eftir útundan, þar verði þurrara en í meðalári en hitinn í kringum meðaltal. Þó sé hætt á skúrum á annesjum. Sigurður segist því ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn fyrir næsta sumar, þó svo að sumar og vetur frjósi líklega ekki saman í nótt eins og þjóðtrúin segir til um. Hann ætli að leyfa sér að túlka gögnin á þá leið að veðrið í sumar verði í svipað og í fyrra. Það hafi að minnsta kosti lyfst á honum brúnin þegar hann lagðist yfir gögnin á dögunum, enda verður gott veður kærkomið í yfirstandandi kórónuveiruhremmingum. Spjall Sigurðar Þ. Ragnarssonar við Reykjavík síðdegis má heyra hér að neðan.
Veður Reykjavík síðdegis Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira