Þremur fjórðu Bandaríkjamanna skipað að halda sig heima Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. mars 2020 22:56 Ástandið er einna verst í New York-ríki. Vísir/Getty Um það bil þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum lúta nú, eða þurfa á næstu dögum að lúta, einhvers konar formi af samkomubanni. Ríki Bandaríkjanna eru nú flest hver farin að grípa til aðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. Þetta kemur fram í frétt BBC. Þar segir að Maryland, Virginia, Airzona og Tennessee hafi nýverið bæst í hóp þeirra ríkja sem skipað hafa íbúum sínum að halda sig heima fyrir. Alls hafa nú 32 af 50 ríkjum Bandaríkjanna gripið til svipaðra ráðstafana. Yfir 180 þúsund tilfelli veirunnar hafa nú greinst og yfir 3700 látið lífið. Hvergi hafa fleiri tilfelli greinst en í Bandaríkjunum. Faraldurinn hefur farið verst með New York-ríki, en þar hafa 1550 manns látið lífið. Um 245 milljónum Bandaríkjamanna hefur nú verið skipað að halda sig heima, eða eru í þann mund að fara að fá tilmæli um slíkt frá yfirvöldum í sínu ríki. Almennt er fólki þannig bannað að fara út, nema það sé til þess að sækja sér nauðsynjar, lyf og mögulega til hreyfingar. Þá hafa efnahagsáhrif faraldursins í Bandaríkjunum verið gríðarleg og milljónir manna þegar misst vinnuna. Seðlabanki Bandaríkjanna gerir þá ráð fyrir því að allt að 47 milljónir Bandaríkjamanna verði af störfum sínum á næstu mánuðum. Þá er ekki gert ráð fyrir að faraldurinn nái hámarki í Bandaríkjunum fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkrar vikur. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Vísir/Getty Ríkisstjórar undrandi á fullyrðingum forsetans Samkvæmt umfjöllun fréttastofu CBS átti Donald Trump Bandaríkjaforseti fjarfund með ríkisstjórum ríkjanna 50 í gær. Þar er hann sagður hafa fullyrt að ekki væri lengur skortur á prófum fyrir kórónuveirunni. CBS segjast hafa undir höndum hljóðupptöku frá fundinum. „Við höfum prófað fleiri en nokkuð annað ríki í heiminum. Við erum með frábær próf og erum að fá enn hraðvirkara próf í vikunni. Ég hef ekki heyrt af því að prófanir hafi verið vandamál,“ er haft eftir forsetanum. Þetta samrýmist þó ekki upplifun nokkurra ríkisstjóra sem BBC vitnar í. Einn þeirra er Steve Bullock, ríkisstjóri Montana. Hann segir að sá fjöldi prófa sem til eru í ríkinu sé ekki fullnægjandi. „Við erum bókstaflega einum degi frá því, ef við fáum ekki próf frá Sóttvarnanefnd Bandaríkjanna, að geta ekki prófað meira í Montana.“ Ríkisstjóri Washington, Jay Inslee, furðar sig á fullyrðingum Trump um fjölda prófa sem fyrir hendi eru. Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, trúir því ekki að Trump viti ekki af skorti á prófum.Vísir/Getty „Það kemur mér verulega á óvart að einhver sem hefur aðgang að hvaða dagblaði sem er, útvarpi, samfélagsmiðlum eða öðru formi samskipta skuli ekki vita af þessum skorti á prófum. Ég er handviss um að Hvíta húsið veit fullvel af þessari brýnu þörf fyrir fleiri próf,“ segir Inslee. Segir minnst tíu fyrirtæki nú framleiða öndunarvélar Trump sagði í gær að Bandaríkin væru í góðri stöðu til að takast á við faraldurinn, og átti þá við þann fjölda öndunarvéla sem til eru í landinu til þess að taka á móti þeim COVID-19 sjúklingum sem mesta umönnun þurfa. Hann sagði að minnst tíu bandarísk fyrirtæki ynnu nú að framleiðslu á öndunarvélum, og að sumar þessara véla kynnu jafnvel að vera seldar úr landi. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna víðs vegar um Bandaríkin hefur kvartað undan skorti á mikilvægum heilbrigðisvörum á borð við grímur og hanska, sem nota þarf til þess að draga úr smithættu þegar COVID-sjúklingar eru meðhöndlaðir. Sjálfur hefur Trump sakað einhverja ríkisstjóra um að hamstra slíkar vörur. Hann hefur þó ekki fært fram nein sönnunargögn fyrir þeirri ásökun. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira
Um það bil þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum lúta nú, eða þurfa á næstu dögum að lúta, einhvers konar formi af samkomubanni. Ríki Bandaríkjanna eru nú flest hver farin að grípa til aðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. Þetta kemur fram í frétt BBC. Þar segir að Maryland, Virginia, Airzona og Tennessee hafi nýverið bæst í hóp þeirra ríkja sem skipað hafa íbúum sínum að halda sig heima fyrir. Alls hafa nú 32 af 50 ríkjum Bandaríkjanna gripið til svipaðra ráðstafana. Yfir 180 þúsund tilfelli veirunnar hafa nú greinst og yfir 3700 látið lífið. Hvergi hafa fleiri tilfelli greinst en í Bandaríkjunum. Faraldurinn hefur farið verst með New York-ríki, en þar hafa 1550 manns látið lífið. Um 245 milljónum Bandaríkjamanna hefur nú verið skipað að halda sig heima, eða eru í þann mund að fara að fá tilmæli um slíkt frá yfirvöldum í sínu ríki. Almennt er fólki þannig bannað að fara út, nema það sé til þess að sækja sér nauðsynjar, lyf og mögulega til hreyfingar. Þá hafa efnahagsáhrif faraldursins í Bandaríkjunum verið gríðarleg og milljónir manna þegar misst vinnuna. Seðlabanki Bandaríkjanna gerir þá ráð fyrir því að allt að 47 milljónir Bandaríkjamanna verði af störfum sínum á næstu mánuðum. Þá er ekki gert ráð fyrir að faraldurinn nái hámarki í Bandaríkjunum fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkrar vikur. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Vísir/Getty Ríkisstjórar undrandi á fullyrðingum forsetans Samkvæmt umfjöllun fréttastofu CBS átti Donald Trump Bandaríkjaforseti fjarfund með ríkisstjórum ríkjanna 50 í gær. Þar er hann sagður hafa fullyrt að ekki væri lengur skortur á prófum fyrir kórónuveirunni. CBS segjast hafa undir höndum hljóðupptöku frá fundinum. „Við höfum prófað fleiri en nokkuð annað ríki í heiminum. Við erum með frábær próf og erum að fá enn hraðvirkara próf í vikunni. Ég hef ekki heyrt af því að prófanir hafi verið vandamál,“ er haft eftir forsetanum. Þetta samrýmist þó ekki upplifun nokkurra ríkisstjóra sem BBC vitnar í. Einn þeirra er Steve Bullock, ríkisstjóri Montana. Hann segir að sá fjöldi prófa sem til eru í ríkinu sé ekki fullnægjandi. „Við erum bókstaflega einum degi frá því, ef við fáum ekki próf frá Sóttvarnanefnd Bandaríkjanna, að geta ekki prófað meira í Montana.“ Ríkisstjóri Washington, Jay Inslee, furðar sig á fullyrðingum Trump um fjölda prófa sem fyrir hendi eru. Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, trúir því ekki að Trump viti ekki af skorti á prófum.Vísir/Getty „Það kemur mér verulega á óvart að einhver sem hefur aðgang að hvaða dagblaði sem er, útvarpi, samfélagsmiðlum eða öðru formi samskipta skuli ekki vita af þessum skorti á prófum. Ég er handviss um að Hvíta húsið veit fullvel af þessari brýnu þörf fyrir fleiri próf,“ segir Inslee. Segir minnst tíu fyrirtæki nú framleiða öndunarvélar Trump sagði í gær að Bandaríkin væru í góðri stöðu til að takast á við faraldurinn, og átti þá við þann fjölda öndunarvéla sem til eru í landinu til þess að taka á móti þeim COVID-19 sjúklingum sem mesta umönnun þurfa. Hann sagði að minnst tíu bandarísk fyrirtæki ynnu nú að framleiðslu á öndunarvélum, og að sumar þessara véla kynnu jafnvel að vera seldar úr landi. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna víðs vegar um Bandaríkin hefur kvartað undan skorti á mikilvægum heilbrigðisvörum á borð við grímur og hanska, sem nota þarf til þess að draga úr smithættu þegar COVID-sjúklingar eru meðhöndlaðir. Sjálfur hefur Trump sakað einhverja ríkisstjóra um að hamstra slíkar vörur. Hann hefur þó ekki fært fram nein sönnunargögn fyrir þeirri ásökun.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira