Áttar sig ekki á því hvaðan hræðsla við CBD framleiðslu kemur Andri Eysteinsson skrifar 21. apríl 2020 12:01 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm „Ég átta mig ekki alveg á því af hverju hræðslan stafar,“ segir Halldóra Mogensen þingkona Pírata í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Halldóra hefur lengi barist fyrir því að notkun iðnaðarhamps yrði gerð leyfileg hér á landi en á dögunum vannst sigur í baráttunni þegar ráðherra heimilaði innflutning hampfræja sem notuð er til ræktunar iðnaðarhamps. Einnig er hægt að vinna úr plöntunni önnur efni, þar á meðal CBD olíu. Halldóra segir olíuna geta nýst við allskyns kvillum. „Fólk hefur verið að nota þetta fyrir gláku, verkjum, bólgum, vefjagigt og annað,“ sagði Halldóra. „Auðvitað, þegar við erum að leyfa ræktun á iðnaðarhampi sem þarf að vera undir 0,2% THC (virkt efni plöntunnar sem veldur vímu) þá þarf að hafa eftirlit með því,“ segir Halldóra. Halldóra segir innflutning áður hafa verið heimilaðan áður en að Lyfjastofnun stöðvaði hann, fræin séu á gráu svæði lagalega. Öll kannabisplantan sé flokkuð undir lögum um ávana- og fíkniefni, efni líkt og CBD sem ekki veldur vímu sé ekki tekið út fyrir sviga. Ráðherra heimilaði innflutning fræjanna með reglugerð en Halldóra segir að nauðsynlegt sé að skýra málið betur og breyta lögum. Enn sé til að mynda óljóst hvort vinna megi CBD úr plöntunni. „Það er samtal sem þyrfti að taka upp með ráðherra. Mér skilst að svo sé ekki en ég er ekki viss, þetta er á mjög gráu svæði,“ segir Halldóra. Þingsályktunartillaga hennar um málið liggur fyrir þingnefnd og hafa umsagnir fjölda aðila borist nefndinni. Nefnir Halldóra þar embætti Landlæknis, Lyfjastofnun, Hampfélagið og Snarrótina. „Það var flottur fundur en það voru neikvæðar umsagnir. Það kom upp hugmynd að breytingu á tillögunni,“ segir Halldóra en breytingin sneri að því að leyfa heilbrigðisráðherra að stjórna aðgengi að vörunni. Neikvæðar umsagnir komu frá Landlækni og Lyfjastofnun. „Ég var dálítið brött í því að koma CBD í almenna sölu og það eru ekki allir sammála þeirri nálgun. Ég held að þau vilji geta haft betri eftirlit með þessu og að það sé flokkað sem lyf,“ sagði Halldóra og bætti við að skiptar skoðanir séu um hvort efnið ætti að flokkast sem lyf eður ei. Spurð hvort að vörur unnar úr til að mynda ætihvönn ættu ekki að flokkast sem lyf væri CBD flokkað á þann hátt jánkaði Halldóra. „Ég veit ekki hvort það sé hræðsla eða einhver tregi. Mér finnst við oft vera langt eftir í þessari umræðu,“ segir Halldóra. Kannabis Píratar Bítið Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
„Ég átta mig ekki alveg á því af hverju hræðslan stafar,“ segir Halldóra Mogensen þingkona Pírata í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Halldóra hefur lengi barist fyrir því að notkun iðnaðarhamps yrði gerð leyfileg hér á landi en á dögunum vannst sigur í baráttunni þegar ráðherra heimilaði innflutning hampfræja sem notuð er til ræktunar iðnaðarhamps. Einnig er hægt að vinna úr plöntunni önnur efni, þar á meðal CBD olíu. Halldóra segir olíuna geta nýst við allskyns kvillum. „Fólk hefur verið að nota þetta fyrir gláku, verkjum, bólgum, vefjagigt og annað,“ sagði Halldóra. „Auðvitað, þegar við erum að leyfa ræktun á iðnaðarhampi sem þarf að vera undir 0,2% THC (virkt efni plöntunnar sem veldur vímu) þá þarf að hafa eftirlit með því,“ segir Halldóra. Halldóra segir innflutning áður hafa verið heimilaðan áður en að Lyfjastofnun stöðvaði hann, fræin séu á gráu svæði lagalega. Öll kannabisplantan sé flokkuð undir lögum um ávana- og fíkniefni, efni líkt og CBD sem ekki veldur vímu sé ekki tekið út fyrir sviga. Ráðherra heimilaði innflutning fræjanna með reglugerð en Halldóra segir að nauðsynlegt sé að skýra málið betur og breyta lögum. Enn sé til að mynda óljóst hvort vinna megi CBD úr plöntunni. „Það er samtal sem þyrfti að taka upp með ráðherra. Mér skilst að svo sé ekki en ég er ekki viss, þetta er á mjög gráu svæði,“ segir Halldóra. Þingsályktunartillaga hennar um málið liggur fyrir þingnefnd og hafa umsagnir fjölda aðila borist nefndinni. Nefnir Halldóra þar embætti Landlæknis, Lyfjastofnun, Hampfélagið og Snarrótina. „Það var flottur fundur en það voru neikvæðar umsagnir. Það kom upp hugmynd að breytingu á tillögunni,“ segir Halldóra en breytingin sneri að því að leyfa heilbrigðisráðherra að stjórna aðgengi að vörunni. Neikvæðar umsagnir komu frá Landlækni og Lyfjastofnun. „Ég var dálítið brött í því að koma CBD í almenna sölu og það eru ekki allir sammála þeirri nálgun. Ég held að þau vilji geta haft betri eftirlit með þessu og að það sé flokkað sem lyf,“ sagði Halldóra og bætti við að skiptar skoðanir séu um hvort efnið ætti að flokkast sem lyf eður ei. Spurð hvort að vörur unnar úr til að mynda ætihvönn ættu ekki að flokkast sem lyf væri CBD flokkað á þann hátt jánkaði Halldóra. „Ég veit ekki hvort það sé hræðsla eða einhver tregi. Mér finnst við oft vera langt eftir í þessari umræðu,“ segir Halldóra.
Kannabis Píratar Bítið Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira