Sýrlenskir flóttamenn lýsa þungum áhyggjum af kórónuveirunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. mars 2020 20:00 Staðan í búðunum er svört nú þegar en verður hreinlega hamfarakennd ef kórónuveiran berst þangað. EPA/AREF WATAD Læknar án landamæra lýsa yfir áhyggjum af því að kórónuveiran gæti borist í sýrlenskar flóttamannabúðir. Nærri ómögulegt yrði að ráða við faraldurinn í búðunum. Lífið í flóttamannabúðum í Idlib, síðasta stóra yfirráðasvæði sýrlenskra uppreisnarmanna, er langt frá því að vera dans á rósum. Þar er afar þétt búið og hreinlætisvörur eru af skornum skammti. Einmitt þessir þættir eru ástæðan fyrir miklum áhyggjum af því hvað gerist ef kórónuveiran berst í sýrlenskar flóttamannabúðir. Ekkert nema sápa Hussein Mohammed al-Dibo, flóttamaður, er ekki bjartsýnn á að hægt verði að ráða við faraldurinn. „Hér höfum við sápu en ekkert annað. Ég meina, ef öllum þessum stóru ríkjum mistókst að ráða við faraldurinn... hvað getum við þá gert? Hvað getum við gert sem valdamikil ríki gátu ekki?“ Hann býr í búðunum ásamt eiginkonunni Fatimu og börnum þeirra. Fatima kveðst afar áhyggjufull. „Ég hef áhyggjur af því það eru svo mikil samskipto og ég hef miklar áhyggjur af sjúkdómnum því hér eru engar varnir, enginn stuðningur, sótthreinsiefni. Ekkert af þessu.“ Fátt hægt að gera Tíu tilfelli hafa verið staðfest í Sýrlandi enn sem komið er og í raun gætu mun fleiri verið smituð. Heilbrigðiskerfið er í molum vegna borgarastyrjaldarinnar. Umsjónarmaður búðanna sem al-Dibo fjölskyldan býr í segir þær langt frá því að vera undirbúnar fyrir faraldurinn. „Guð forði okkur frá því að veiran berist í flóttamannabúðirnar. Það yrði hamfarakennt. Dánartíðnin yrði afar há af því okkur skortir sérfræðinga, sótthreinsiefni og grímur.“ Sýrland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta dauðsfallið í Sýrlandi staðfest Heilbrigðisráðuneyti Sýrlands staðfesti í dag að kona hefði dáið af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 29. mars 2020 20:44 Óttast hörmungar í flóttamannabúðum vegna veirunnar Vaxandi áhyggjur eru af því að kórónuveiran berist í fjölmennar flóttamannabúðir í Sýrlandi. 19. mars 2020 19:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Læknar án landamæra lýsa yfir áhyggjum af því að kórónuveiran gæti borist í sýrlenskar flóttamannabúðir. Nærri ómögulegt yrði að ráða við faraldurinn í búðunum. Lífið í flóttamannabúðum í Idlib, síðasta stóra yfirráðasvæði sýrlenskra uppreisnarmanna, er langt frá því að vera dans á rósum. Þar er afar þétt búið og hreinlætisvörur eru af skornum skammti. Einmitt þessir þættir eru ástæðan fyrir miklum áhyggjum af því hvað gerist ef kórónuveiran berst í sýrlenskar flóttamannabúðir. Ekkert nema sápa Hussein Mohammed al-Dibo, flóttamaður, er ekki bjartsýnn á að hægt verði að ráða við faraldurinn. „Hér höfum við sápu en ekkert annað. Ég meina, ef öllum þessum stóru ríkjum mistókst að ráða við faraldurinn... hvað getum við þá gert? Hvað getum við gert sem valdamikil ríki gátu ekki?“ Hann býr í búðunum ásamt eiginkonunni Fatimu og börnum þeirra. Fatima kveðst afar áhyggjufull. „Ég hef áhyggjur af því það eru svo mikil samskipto og ég hef miklar áhyggjur af sjúkdómnum því hér eru engar varnir, enginn stuðningur, sótthreinsiefni. Ekkert af þessu.“ Fátt hægt að gera Tíu tilfelli hafa verið staðfest í Sýrlandi enn sem komið er og í raun gætu mun fleiri verið smituð. Heilbrigðiskerfið er í molum vegna borgarastyrjaldarinnar. Umsjónarmaður búðanna sem al-Dibo fjölskyldan býr í segir þær langt frá því að vera undirbúnar fyrir faraldurinn. „Guð forði okkur frá því að veiran berist í flóttamannabúðirnar. Það yrði hamfarakennt. Dánartíðnin yrði afar há af því okkur skortir sérfræðinga, sótthreinsiefni og grímur.“
Sýrland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta dauðsfallið í Sýrlandi staðfest Heilbrigðisráðuneyti Sýrlands staðfesti í dag að kona hefði dáið af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 29. mars 2020 20:44 Óttast hörmungar í flóttamannabúðum vegna veirunnar Vaxandi áhyggjur eru af því að kórónuveiran berist í fjölmennar flóttamannabúðir í Sýrlandi. 19. mars 2020 19:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Fyrsta dauðsfallið í Sýrlandi staðfest Heilbrigðisráðuneyti Sýrlands staðfesti í dag að kona hefði dáið af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 29. mars 2020 20:44
Óttast hörmungar í flóttamannabúðum vegna veirunnar Vaxandi áhyggjur eru af því að kórónuveiran berist í fjölmennar flóttamannabúðir í Sýrlandi. 19. mars 2020 19:00