Sakar framkvæmdastjórn SÁÁ um „ofbeldi og einelti gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. mars 2020 17:28 Mikillar ólgu hefur gætt innan SÁÁ síðustu daga. Vísir/Vihelm Hörður J. Oddfríðarson, varastjórnarmaður í aðalstjórn SÁÁ og dagskrárstjóri samtakanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir ljóst að SÁÁ ætli sér að halda áfram „ofbeldi sínu og einelti“ gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum samtakanna, eins og hann orðar það sjálfur. Í tilkynningunni kemur fram að á fundi aðalstjórnar samtakanna í fyrradag hafi tillaga hans, sem skoraði á framkvæmdastjórn SÁÁ að finna aðra leið fyrir 31.mars 2020 til að leysa úr fjárhagsvanda SÁÁ vegna Coronu veirunnar á annan hátt en með því að segja upp sálfræðingum og ráðgjöfum á meðferðarsviði samtakanna, verið samþykkt. „Framkvæmdastjórn SÁÁ hefur ekki verið kölluð saman ennþá eftir stjórnarfundinn og þar með ljóst að framkvæmdastjórn ætlar að hafa að engu samþykktir aðalstjórnar SÁÁ og halda áfram ofbeldi sínu og einelti gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum SÁÁ,“ segir einnig í tilkynningunni. Þá segir Hörður að með aðgerðarleysi hafi framkvæmdastjórnin sýnt fram á að „getuleysi hennar er algert, hún öllu trausti rúin og meðlimir aðalstjórnar SÁÁ hafðir af fíflum.“ Mikillar ólgu hefur gætt innan SÁÁ síðustu daga eftir að fregnir bárust af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Valgerður hefur sjálf sagt að ástæða starfslokanna sé djúpstæður ágreiningur við formann SÁÁ, Arnþór Jónsson. Valgerður sagði sjálf í viðtölum við fjölmiðla í liðinni viku að hún hefði ekki getað sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki á Vogi, án þess að það væri gert í samráði við hana eða aðra yfirmenn. Átta starfsmönnum var sagt upp á Vogi í síðustu viku, mestmegnis sálfræðingum. Skipulagsbreytingarnar hafa sagðar verið tilkomnar vegna þeirrar stöðu sem nú blasir við vegna kórónuveirunnar. Ólga innan SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að meðferðarstarf SÁÁ fari 30 ár aftur í tímann Forstjóri sjúkrahússins á Vogi segir vel koma til greina að draga uppsögn sína til baka hjá stofnuninni. Yfirlæknir óttast að meðferðarstarf þar fari 30 ár aftur í tímann verði núverandi framkvæmdastjórn og formaður enn við stjórnvölinn. 30. mars 2020 19:00 Felldu vantrauststillögu á framkvæmdastjórn SÁÁ Vantrauststillaga sem borin var fram á hendur framkvæmdastjórn SÁÁ var felld á stjórnarfundi samtakanna í gærkvöld. 30. mars 2020 09:09 Starfsfólk lýsir yfir vantrausti á framkvæmdastjórn og kalla eftir því að uppsagnir verði dregnar til baka Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfir sextíu starfsmanna þar sem þau segja framkomu formannsins og framkvæmdastjórnarinnar hafa valdið því að nú ríki algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðsins og framkvæmdastjórnar. 28. mars 2020 18:23 Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Hörður J. Oddfríðarson, varastjórnarmaður í aðalstjórn SÁÁ og dagskrárstjóri samtakanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir ljóst að SÁÁ ætli sér að halda áfram „ofbeldi sínu og einelti“ gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum samtakanna, eins og hann orðar það sjálfur. Í tilkynningunni kemur fram að á fundi aðalstjórnar samtakanna í fyrradag hafi tillaga hans, sem skoraði á framkvæmdastjórn SÁÁ að finna aðra leið fyrir 31.mars 2020 til að leysa úr fjárhagsvanda SÁÁ vegna Coronu veirunnar á annan hátt en með því að segja upp sálfræðingum og ráðgjöfum á meðferðarsviði samtakanna, verið samþykkt. „Framkvæmdastjórn SÁÁ hefur ekki verið kölluð saman ennþá eftir stjórnarfundinn og þar með ljóst að framkvæmdastjórn ætlar að hafa að engu samþykktir aðalstjórnar SÁÁ og halda áfram ofbeldi sínu og einelti gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum SÁÁ,“ segir einnig í tilkynningunni. Þá segir Hörður að með aðgerðarleysi hafi framkvæmdastjórnin sýnt fram á að „getuleysi hennar er algert, hún öllu trausti rúin og meðlimir aðalstjórnar SÁÁ hafðir af fíflum.“ Mikillar ólgu hefur gætt innan SÁÁ síðustu daga eftir að fregnir bárust af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Valgerður hefur sjálf sagt að ástæða starfslokanna sé djúpstæður ágreiningur við formann SÁÁ, Arnþór Jónsson. Valgerður sagði sjálf í viðtölum við fjölmiðla í liðinni viku að hún hefði ekki getað sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki á Vogi, án þess að það væri gert í samráði við hana eða aðra yfirmenn. Átta starfsmönnum var sagt upp á Vogi í síðustu viku, mestmegnis sálfræðingum. Skipulagsbreytingarnar hafa sagðar verið tilkomnar vegna þeirrar stöðu sem nú blasir við vegna kórónuveirunnar.
Ólga innan SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að meðferðarstarf SÁÁ fari 30 ár aftur í tímann Forstjóri sjúkrahússins á Vogi segir vel koma til greina að draga uppsögn sína til baka hjá stofnuninni. Yfirlæknir óttast að meðferðarstarf þar fari 30 ár aftur í tímann verði núverandi framkvæmdastjórn og formaður enn við stjórnvölinn. 30. mars 2020 19:00 Felldu vantrauststillögu á framkvæmdastjórn SÁÁ Vantrauststillaga sem borin var fram á hendur framkvæmdastjórn SÁÁ var felld á stjórnarfundi samtakanna í gærkvöld. 30. mars 2020 09:09 Starfsfólk lýsir yfir vantrausti á framkvæmdastjórn og kalla eftir því að uppsagnir verði dregnar til baka Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfir sextíu starfsmanna þar sem þau segja framkomu formannsins og framkvæmdastjórnarinnar hafa valdið því að nú ríki algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðsins og framkvæmdastjórnar. 28. mars 2020 18:23 Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Óttast að meðferðarstarf SÁÁ fari 30 ár aftur í tímann Forstjóri sjúkrahússins á Vogi segir vel koma til greina að draga uppsögn sína til baka hjá stofnuninni. Yfirlæknir óttast að meðferðarstarf þar fari 30 ár aftur í tímann verði núverandi framkvæmdastjórn og formaður enn við stjórnvölinn. 30. mars 2020 19:00
Felldu vantrauststillögu á framkvæmdastjórn SÁÁ Vantrauststillaga sem borin var fram á hendur framkvæmdastjórn SÁÁ var felld á stjórnarfundi samtakanna í gærkvöld. 30. mars 2020 09:09
Starfsfólk lýsir yfir vantrausti á framkvæmdastjórn og kalla eftir því að uppsagnir verði dregnar til baka Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfir sextíu starfsmanna þar sem þau segja framkomu formannsins og framkvæmdastjórnarinnar hafa valdið því að nú ríki algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðsins og framkvæmdastjórnar. 28. mars 2020 18:23
Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02