Þróttarar unnu Barcelona og Evrópubikarinn um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2020 16:00 Heiðar Helguson var í liði Þróttar og skoraði fyrsta mark leiksins á móti Barcelona. Mynd/Heimasíða Þróttar Þróttarar unnu dramatískan 3-2 endurkomusigur á sýndarleiknum á móti Barcelona um helgina en leikurinn var liður í fjáröflun knattspyrnudeildar Þróttar á erfiðum tímum kórónuveirunnar. Það var Halldór Hilmisson sem skoraði sigurmark Þróttaraliðsins á 75. mínútu leiksins en þeir Ivan Rakitić og Ousmane Dembélé höfðu komið Börsungum tvisvar yfir í leiknum. Sýndarleikurinn milli Barcelona og Þróttar var í úrslitum Meistaradeildar Evrópu 2020 og var hann spilaður á Heysel-leikvanginum í Brussel. Hinir markaskorara Þróttaraliðsins voru þeir Heiðar Helguson og Oddur Björnson. Heiðar jafnaði metin í 1-1 á 30. mínútu eftir stoðsendingu Sigga Hallvarðs en Oddur jafnaði í 2-2 á 55. mínútu eftir sendingu frá Halldóri Hilmissyni. Halldór skoraði síðan sjálfur sigurmarkið á 75. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir sendingu frá Daða Bergssyni. Þróttaraliðinu tókst að halda Lionel Messi niðri en Argentínumaðurinn náði hvorki að skora eða leggja upp mark í leiknun. Messi er örugglega ekki mjög spenntur að mæta aftur íslensku liði enda hefur gengið lítið hjá honum á móti Íslendingum. Lið Þróttar í þessum leik var valið í kosningu en hann var síðan spilaður í Pro Evolution Soccer og gátu áhugasamir horft á leikinn þar sem þeir Hörður Magnússon og Halldór Gylfason lýstu leiknum. „Þvílík frammistaða,“ sagði Hörður Magnússon í leikslok og Halldór Gylfason átti erfitt með sig. „Ég er algjörlega orðlaus Hörður. Ég gæti núna lagst í helgan stein og horft út á hafið, horft upp í himinn. Ég þarf ekki að gera neitt meira það sem eftir lifir ævinnar,“ sagði Halldór Gylfason í sigurvímu. „Öll mörk Þróttar komu eftir svo fallegt spil. Þetta var svona ljóðrænt,“ sagði Hörður og bætti við. „Ég veit að Þróttarar munu fagna vel út um allt land og sérstaklega á Ölveri.“ Miðinn á leikinn kostaði 2.500 krónur en um leið tóku Þróttarar það fram að öll fjárframlög séu einnig vel þegin. Hægt er að styrkja Þróttara hér: Banki: 0111-26-012030, kt. 470108-1340. Það er líka hægt að horfa á leikinn aftur með því að smella hér. Meistaradeild Evrópu Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þróttur Reykjavík Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Sjá meira
Þróttarar unnu dramatískan 3-2 endurkomusigur á sýndarleiknum á móti Barcelona um helgina en leikurinn var liður í fjáröflun knattspyrnudeildar Þróttar á erfiðum tímum kórónuveirunnar. Það var Halldór Hilmisson sem skoraði sigurmark Þróttaraliðsins á 75. mínútu leiksins en þeir Ivan Rakitić og Ousmane Dembélé höfðu komið Börsungum tvisvar yfir í leiknum. Sýndarleikurinn milli Barcelona og Þróttar var í úrslitum Meistaradeildar Evrópu 2020 og var hann spilaður á Heysel-leikvanginum í Brussel. Hinir markaskorara Þróttaraliðsins voru þeir Heiðar Helguson og Oddur Björnson. Heiðar jafnaði metin í 1-1 á 30. mínútu eftir stoðsendingu Sigga Hallvarðs en Oddur jafnaði í 2-2 á 55. mínútu eftir sendingu frá Halldóri Hilmissyni. Halldór skoraði síðan sjálfur sigurmarkið á 75. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir sendingu frá Daða Bergssyni. Þróttaraliðinu tókst að halda Lionel Messi niðri en Argentínumaðurinn náði hvorki að skora eða leggja upp mark í leiknun. Messi er örugglega ekki mjög spenntur að mæta aftur íslensku liði enda hefur gengið lítið hjá honum á móti Íslendingum. Lið Þróttar í þessum leik var valið í kosningu en hann var síðan spilaður í Pro Evolution Soccer og gátu áhugasamir horft á leikinn þar sem þeir Hörður Magnússon og Halldór Gylfason lýstu leiknum. „Þvílík frammistaða,“ sagði Hörður Magnússon í leikslok og Halldór Gylfason átti erfitt með sig. „Ég er algjörlega orðlaus Hörður. Ég gæti núna lagst í helgan stein og horft út á hafið, horft upp í himinn. Ég þarf ekki að gera neitt meira það sem eftir lifir ævinnar,“ sagði Halldór Gylfason í sigurvímu. „Öll mörk Þróttar komu eftir svo fallegt spil. Þetta var svona ljóðrænt,“ sagði Hörður og bætti við. „Ég veit að Þróttarar munu fagna vel út um allt land og sérstaklega á Ölveri.“ Miðinn á leikinn kostaði 2.500 krónur en um leið tóku Þróttarar það fram að öll fjárframlög séu einnig vel þegin. Hægt er að styrkja Þróttara hér: Banki: 0111-26-012030, kt. 470108-1340. Það er líka hægt að horfa á leikinn aftur með því að smella hér.
Meistaradeild Evrópu Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þróttur Reykjavík Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Sjá meira