Ósannindum þjóðarleiðtoga um veiruna eytt af samfélagsmiðlum Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2020 12:28 Bolsonaro Brasilíuforseti hefur ítrekað grafið undan tilmælum heilbrigðisyfirvalda sem eiga að hefta útbreiðslu veirunnar. Myndband sem hann birti á Facebook og Instagram þar sem hann talaði um að lyf virkaði fullkomlega gegn veirunni var fjarlægt. Vísir/EPA Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa tekið upp á því að eyða færslum þjóðarleiðtoga á þeim forsendum að þeir dreifi rangfærslum um kórónuveirufaraldurinn. Fyrirtækin hafa fram að þessu verið afar hikandi við að hafa afskipti af færslum þjóðarleiðtoga jafnvel þegar þeir fara með rakin ósannindi. Myndbandi Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, um að malaríulyfið hydroxychloroquine virki algerlega sem meðferð við veirunni var eytt af Facebook og Twitter fjarlægði tíst Nicolás Maduro, forseta Venesúela, um heimilisráð fyrir henni. Bæði fyrirtæki eru undir þrýstingi að grisja út ósannindi um kórónuveiruheimsfaraldurinn. Twitter uppfærði reglur sínar um rangfærslur sem tengjast heilbrigðismálum og Facebook segist ætla að fjarlægja færslur sem geta valdið fólki líkamlegum skaða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í þann flokk setti Facebook myndband Bolsonaro Brasilíuforseta. Í því sást forsetinn ræða við fólk á förnum vegi í Taguatinga. Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr faraldrinum og hvatt landsmenn til þess að hunsa fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda sem eiga að hefta útbreiðslu veirunnar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að engin lyfjameðferð hafi sannað gildi sitt gegn kórónuveirunni þó að ákveðnir lyfjakokteilar virðist geta hjálpað til gegn henni. Hydroxychloroquine og tengda efnið chloroquine séu tilraunalyf með ósannaða virkni gegn veirunni. Engu að síður hefur bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin (FDA) samþykkt að nota lyfin í neyðarúrræðum fyrir sjúklinga með COVID-19 á sjúkrahúsum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lofað lyfið í hástert, áður en FDA samþykkti það til notkunar. Tísti persónulegs lögmanns hans, Rudys Guiliani, um að lyfið væri „100% árangursríkt“ gegn veirunni var eytt á dögunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Venesúela Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Forsetinn segir að líf fólks megi ekki stoppa þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar. 25. mars 2020 23:00 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa tekið upp á því að eyða færslum þjóðarleiðtoga á þeim forsendum að þeir dreifi rangfærslum um kórónuveirufaraldurinn. Fyrirtækin hafa fram að þessu verið afar hikandi við að hafa afskipti af færslum þjóðarleiðtoga jafnvel þegar þeir fara með rakin ósannindi. Myndbandi Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, um að malaríulyfið hydroxychloroquine virki algerlega sem meðferð við veirunni var eytt af Facebook og Twitter fjarlægði tíst Nicolás Maduro, forseta Venesúela, um heimilisráð fyrir henni. Bæði fyrirtæki eru undir þrýstingi að grisja út ósannindi um kórónuveiruheimsfaraldurinn. Twitter uppfærði reglur sínar um rangfærslur sem tengjast heilbrigðismálum og Facebook segist ætla að fjarlægja færslur sem geta valdið fólki líkamlegum skaða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í þann flokk setti Facebook myndband Bolsonaro Brasilíuforseta. Í því sást forsetinn ræða við fólk á förnum vegi í Taguatinga. Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr faraldrinum og hvatt landsmenn til þess að hunsa fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda sem eiga að hefta útbreiðslu veirunnar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að engin lyfjameðferð hafi sannað gildi sitt gegn kórónuveirunni þó að ákveðnir lyfjakokteilar virðist geta hjálpað til gegn henni. Hydroxychloroquine og tengda efnið chloroquine séu tilraunalyf með ósannaða virkni gegn veirunni. Engu að síður hefur bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin (FDA) samþykkt að nota lyfin í neyðarúrræðum fyrir sjúklinga með COVID-19 á sjúkrahúsum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lofað lyfið í hástert, áður en FDA samþykkti það til notkunar. Tísti persónulegs lögmanns hans, Rudys Guiliani, um að lyfið væri „100% árangursríkt“ gegn veirunni var eytt á dögunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Venesúela Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Forsetinn segir að líf fólks megi ekki stoppa þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar. 25. mars 2020 23:00 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Forsetinn segir að líf fólks megi ekki stoppa þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar. 25. mars 2020 23:00