Sveitarfélögin boða mikilvægar veiruaðgerðir fyrir fasteignaeigendur Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2020 12:30 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar. Vísir/vilhelm Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu munu leggja fram tillögu í bæjarráðum nú í vikunni, um frestun fasteignaskatta og fasteignagjalda á eigendur íbúða- og atvinnuhúsnæðis til að milda höggið á efnahagslífið af völdum kórónuveirunnar. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar segir um að ræða afar mikilvægar aðgerðir fyrir fasteignaeigendur. Umrædd sveitarfélög eru Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Tillagan, sem þegar hefur verið samþykkt í Garðabæ, gerir meðal annars ráð fyrir að gjalddögum ársins verði fjölgað eða frestað á árinu til að létta mánaðarlega greiðslubyrði íbúa og atvinnulífs. Um er að ræða aðgerðir til að bregðast við þeim áhrifum sem kórónuveiran hefur haft á efnahagslífið en Reykjavíkurborg tilkynnti margþættan aðgerðapakka sinn á fimmtudag í síðustu viku. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir tillögu sveitarfélaganna nú ganga lengra að nokkru leyti. „Og láta þetta líka ná yfir fasteignagjöldin, það er að segja þjónustugjöldin eins og vatnsveitu, holræsa- og sorphirðugjöld, að því leytinu gengur þetta lengra og einnig erum við að opna á þessa frestun sem eigendur atvinnuhúsnæðis geta sótt um fram á næsta ár og erum að setja okkur sameiginleg viðmið þar, að fyrirtækin þurfa að geta sýnt fram á að minnsta kosti 25 prósent tekjufall á milli sömu mánaða 2019 og 2020.“ Rósa segir að tillagan ætti að vera mikilvæg fyrir fasteignaeigendur. „Við vildum bara taka af skarið og móta okkur sameiginlegar reglur og viðmið, því þetta er það sem sérstaklega eigendur atvinnuhúsnæðis eru að bíða eftir að fá skýr svör um.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Húsnæðismál Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Rússar vakna við vondan draum Staðfest tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, eru nú 2.337 í Rússlandi. Þeim fjölgaði um minnst 500 á milli daga og hefur fjölgunin aldrei verið meiri. 31. mars 2020 11:18 Lokað og ekki einu sinni til Kúlu-súkk í Bónus Ég sit við eldhúsborðið með stóran tölvuskjá sem tekur hálft borðið. Ég er að vinna heima og hef gert undanfarna daga. 31. mars 2020 08:00 Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. 31. mars 2020 07:52 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu munu leggja fram tillögu í bæjarráðum nú í vikunni, um frestun fasteignaskatta og fasteignagjalda á eigendur íbúða- og atvinnuhúsnæðis til að milda höggið á efnahagslífið af völdum kórónuveirunnar. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar segir um að ræða afar mikilvægar aðgerðir fyrir fasteignaeigendur. Umrædd sveitarfélög eru Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Tillagan, sem þegar hefur verið samþykkt í Garðabæ, gerir meðal annars ráð fyrir að gjalddögum ársins verði fjölgað eða frestað á árinu til að létta mánaðarlega greiðslubyrði íbúa og atvinnulífs. Um er að ræða aðgerðir til að bregðast við þeim áhrifum sem kórónuveiran hefur haft á efnahagslífið en Reykjavíkurborg tilkynnti margþættan aðgerðapakka sinn á fimmtudag í síðustu viku. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir tillögu sveitarfélaganna nú ganga lengra að nokkru leyti. „Og láta þetta líka ná yfir fasteignagjöldin, það er að segja þjónustugjöldin eins og vatnsveitu, holræsa- og sorphirðugjöld, að því leytinu gengur þetta lengra og einnig erum við að opna á þessa frestun sem eigendur atvinnuhúsnæðis geta sótt um fram á næsta ár og erum að setja okkur sameiginleg viðmið þar, að fyrirtækin þurfa að geta sýnt fram á að minnsta kosti 25 prósent tekjufall á milli sömu mánaða 2019 og 2020.“ Rósa segir að tillagan ætti að vera mikilvæg fyrir fasteignaeigendur. „Við vildum bara taka af skarið og móta okkur sameiginlegar reglur og viðmið, því þetta er það sem sérstaklega eigendur atvinnuhúsnæðis eru að bíða eftir að fá skýr svör um.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Húsnæðismál Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Rússar vakna við vondan draum Staðfest tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, eru nú 2.337 í Rússlandi. Þeim fjölgaði um minnst 500 á milli daga og hefur fjölgunin aldrei verið meiri. 31. mars 2020 11:18 Lokað og ekki einu sinni til Kúlu-súkk í Bónus Ég sit við eldhúsborðið með stóran tölvuskjá sem tekur hálft borðið. Ég er að vinna heima og hef gert undanfarna daga. 31. mars 2020 08:00 Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. 31. mars 2020 07:52 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Rússar vakna við vondan draum Staðfest tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, eru nú 2.337 í Rússlandi. Þeim fjölgaði um minnst 500 á milli daga og hefur fjölgunin aldrei verið meiri. 31. mars 2020 11:18
Lokað og ekki einu sinni til Kúlu-súkk í Bónus Ég sit við eldhúsborðið með stóran tölvuskjá sem tekur hálft borðið. Ég er að vinna heima og hef gert undanfarna daga. 31. mars 2020 08:00
Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. 31. mars 2020 07:52