Flýta heimildarmyndinni um Michael Jordan og 1997-98 Bullsliðið um tvo mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 10:00 Michael Jordan fagnar sjötta meistaratitli sínum með fólkinu í Chicago borg eftir sigurinn í lokaúrslitunum árið 1998. Getty/Steve Woltmann Íslenskir sem erlendir NBA-áhugamenn fagna örugglega fréttum næturinnar frá Bandaríkjunum þar sem að ein mest spennandi heimildarmynd um NBA í langan tíma kemur út eftir aðeins „nokkra“ daga í stað þess að koma út eftir meira en tvo mánuði. ESPN og ABC gefa út þessa tíu þátta heimildarmynd og hafa verið að auglýsa hana á síðustu misserum sem hefur um leið byggt upp mikinn spenning með áhugamanna. ABC's much-needed 10-part Michael Jordan documentary will air on April 19th, amid the #NBA's coronavirus suspension https://t.co/6aWspmsrOD— Sports Illustrated (@SInow) March 31, 2020 Það er ljóst að það er mikil eftirspurn eftir nýju íþróttaefni nú þegar kórónuveiran hefur stöðvað allar helstu íþróttadeildir og íþróttakappleiki heimsins. NBA-áhugamenn eru þar engin undantekning en á þessum tíma væri farið að styttast vel í úrslitakeppnina sem nær síðan vanalega hámarki í maí og júní. Fyrsti þátturinn af „The Last Dance“ heimildarmyndinni hefur nú verið færður til 19. apríl næstkomandi en áður var á áætlun að hefja sýningar í júní. Það hefur ekki verið gefið út hvernig framhaldið muni líta út. ESPN's long-awaited 10-part documentary on Michael Jordan and the 1997-98 Bulls originally scheduled to launch in June with the NBA Finals instead will make its debut on Sunday, April 19, a report says.https://t.co/eZfqBAVtV2— Chicago Tribune Sports (@ChicagoSports) March 31, 2020 1997-98 tímabilið var það síðasta sem Michael Jordan spilaði með Chicago Bulls liðinu en á því vann hann sinn sjötta meistaratitil og endaði lokaleikinn á því að tryggja Bulls liðinu titilinn með síðasta skoti leiksins. Phil Jackson kallaði tímabilið „The Last Dance“ eða „Síðasta dansinn“ af því að hann vissi að liðið væri að fara að leysast upp eftir það enda voru svo margir leikmenn að renna út á samning. Svo fór að Chicago Bulls tefldi fram allt öðru og glænýju liði næsta tímabil á eftir og bæði Phil Jackson, Michael Jordan, Scottie Pippen og fleiri voru þar hvergi sjáanlegir. Heimildarmyndin mun sína gríðarlega mikið af óbirtu myndefni frá þessu 1997-98 tímabili og þá sérstaklega frá því sem gekk á bak við tjöldin. Það verða síðan fullt af viðtölum við alla sem komu að þessu liði og þar á meðal við Michael Jordan. Margir eru sérstaklega spenntir fyrir því hvort þeir fái að sjá meira af því hvernig Michael Jordan var á bak við tjöldin og hvernig hann hegðaði sér sem liðsfélagi. Hér fyrir neðan má sjá eina af auglýsingunum um heimildarmyndina þegar stefnan var á það að gefa hana út í júní. IT'S HAPPENING #TheLastDance | Coming in June pic.twitter.com/YSySzSNZIs— ESPN (@espn) December 24, 2019 NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bíó og sjónvarp Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Sjá meira
Íslenskir sem erlendir NBA-áhugamenn fagna örugglega fréttum næturinnar frá Bandaríkjunum þar sem að ein mest spennandi heimildarmynd um NBA í langan tíma kemur út eftir aðeins „nokkra“ daga í stað þess að koma út eftir meira en tvo mánuði. ESPN og ABC gefa út þessa tíu þátta heimildarmynd og hafa verið að auglýsa hana á síðustu misserum sem hefur um leið byggt upp mikinn spenning með áhugamanna. ABC's much-needed 10-part Michael Jordan documentary will air on April 19th, amid the #NBA's coronavirus suspension https://t.co/6aWspmsrOD— Sports Illustrated (@SInow) March 31, 2020 Það er ljóst að það er mikil eftirspurn eftir nýju íþróttaefni nú þegar kórónuveiran hefur stöðvað allar helstu íþróttadeildir og íþróttakappleiki heimsins. NBA-áhugamenn eru þar engin undantekning en á þessum tíma væri farið að styttast vel í úrslitakeppnina sem nær síðan vanalega hámarki í maí og júní. Fyrsti þátturinn af „The Last Dance“ heimildarmyndinni hefur nú verið færður til 19. apríl næstkomandi en áður var á áætlun að hefja sýningar í júní. Það hefur ekki verið gefið út hvernig framhaldið muni líta út. ESPN's long-awaited 10-part documentary on Michael Jordan and the 1997-98 Bulls originally scheduled to launch in June with the NBA Finals instead will make its debut on Sunday, April 19, a report says.https://t.co/eZfqBAVtV2— Chicago Tribune Sports (@ChicagoSports) March 31, 2020 1997-98 tímabilið var það síðasta sem Michael Jordan spilaði með Chicago Bulls liðinu en á því vann hann sinn sjötta meistaratitil og endaði lokaleikinn á því að tryggja Bulls liðinu titilinn með síðasta skoti leiksins. Phil Jackson kallaði tímabilið „The Last Dance“ eða „Síðasta dansinn“ af því að hann vissi að liðið væri að fara að leysast upp eftir það enda voru svo margir leikmenn að renna út á samning. Svo fór að Chicago Bulls tefldi fram allt öðru og glænýju liði næsta tímabil á eftir og bæði Phil Jackson, Michael Jordan, Scottie Pippen og fleiri voru þar hvergi sjáanlegir. Heimildarmyndin mun sína gríðarlega mikið af óbirtu myndefni frá þessu 1997-98 tímabili og þá sérstaklega frá því sem gekk á bak við tjöldin. Það verða síðan fullt af viðtölum við alla sem komu að þessu liði og þar á meðal við Michael Jordan. Margir eru sérstaklega spenntir fyrir því hvort þeir fái að sjá meira af því hvernig Michael Jordan var á bak við tjöldin og hvernig hann hegðaði sér sem liðsfélagi. Hér fyrir neðan má sjá eina af auglýsingunum um heimildarmyndina þegar stefnan var á það að gefa hana út í júní. IT'S HAPPENING #TheLastDance | Coming in June pic.twitter.com/YSySzSNZIs— ESPN (@espn) December 24, 2019
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bíó og sjónvarp Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Sjá meira