Finnar herða reglur um samkomubann en Danir opna á að losað verði um þær eftir páska Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2020 06:38 Finnsk yfirvöld hafa lokað Nyland, landsvæði þar sem meðal annars er að finna höfuðborgina Helsinki. EPA Stjórnvöld í Finnlandi hafa tilkynnt að gildistími reglna um samkomubann til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar verði framlengdur og reglurnar sömuleiðis hertar. Á sama tíma tilkynnti Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, að ekki sé útilokað að hægt verði að losa um reglur um samkomubann þar í landi eftir páska, haldi landsmenn áfram að standa sig í stykkinu. Framlengt til 31. maí Ríkisstjórn Finnlands greindi frá því í gær að reglur yfirvalda um samkomubann gildi nú til 13. maí, en var áður 13. apríl. Snúa þær reglur meðal annars um fjarkennslu í skólum, ef frá er talið fyrir yngstu aldurshópana og lokun landsvæðisins Nyland þar sem meðal annars er að finna höfuðborgina Helsinki. Þar að auki voru kynntar til sögunnar nýjar og hertari reglur sem snúa að því að allir veitingastaðir, kaffihús og barir eigi að vera með lokað til síðasta dags maímánaðar. Stöðva skuli alla ferjuumferð fyrir farþega til landsins og þá verði skilyrði hert enn frekar fyrir þá sem vilja fara yfir landamærin, milli Finnlands annars vegar og Noregs eða Svíþjóðar hins vegar. Greint var frá hertum aðgerðum á blaðamannafundi í gær þar sem leiðtogar stjórnarflokkanna fjögurra voru viðstaddir. Þing landsins á enn eftir að leggja blessun sína yfir aðgerðirnar, en fastlega er gert ráð fyrir að það verði gert þar sem flokkarnir eru með meirihluta. Mette Frederiksen er forsætisráðherra Danmerkur.EPA Aðgerðirnar virka Annað hljóð var í strokknum í Danmörku í gær þar sem forsætisráðherrann Mette Frederiksen ávarpaði þjóð sína. „Þær aðgerðir sem við höfum gripið til virka. Fyrsta merki þess er að frá þeim degi sem við lokuðum hafa smit á venjulegri inflúensu stöðvast.“ Frederiksen sagði að ef tölurnar haldast stöðugar geti ríkisstjórnin byrjað á því að opna samfélagið á ný eftir páska. Verði það gert „í skrefum, varlega og með yfirvegun“. Fari landsmenn ekki að þeim reglum sem settar hafa verið gæti þó þurft að herða reglurnar á ný. Alls hafa 2.577 kórónuveirusmit greinst í Danmörku og eru 77 dauðsföll rakin til hennar. Í Finnlandi eru skráð smit 1.355 og dauðsföllin þrettán. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Finnland Tengdar fréttir Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Finnska þingið ræðir samgöngubann sem mun skipta landinu í tvennt Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. 27. mars 2020 11:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Stjórnvöld í Finnlandi hafa tilkynnt að gildistími reglna um samkomubann til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar verði framlengdur og reglurnar sömuleiðis hertar. Á sama tíma tilkynnti Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, að ekki sé útilokað að hægt verði að losa um reglur um samkomubann þar í landi eftir páska, haldi landsmenn áfram að standa sig í stykkinu. Framlengt til 31. maí Ríkisstjórn Finnlands greindi frá því í gær að reglur yfirvalda um samkomubann gildi nú til 13. maí, en var áður 13. apríl. Snúa þær reglur meðal annars um fjarkennslu í skólum, ef frá er talið fyrir yngstu aldurshópana og lokun landsvæðisins Nyland þar sem meðal annars er að finna höfuðborgina Helsinki. Þar að auki voru kynntar til sögunnar nýjar og hertari reglur sem snúa að því að allir veitingastaðir, kaffihús og barir eigi að vera með lokað til síðasta dags maímánaðar. Stöðva skuli alla ferjuumferð fyrir farþega til landsins og þá verði skilyrði hert enn frekar fyrir þá sem vilja fara yfir landamærin, milli Finnlands annars vegar og Noregs eða Svíþjóðar hins vegar. Greint var frá hertum aðgerðum á blaðamannafundi í gær þar sem leiðtogar stjórnarflokkanna fjögurra voru viðstaddir. Þing landsins á enn eftir að leggja blessun sína yfir aðgerðirnar, en fastlega er gert ráð fyrir að það verði gert þar sem flokkarnir eru með meirihluta. Mette Frederiksen er forsætisráðherra Danmerkur.EPA Aðgerðirnar virka Annað hljóð var í strokknum í Danmörku í gær þar sem forsætisráðherrann Mette Frederiksen ávarpaði þjóð sína. „Þær aðgerðir sem við höfum gripið til virka. Fyrsta merki þess er að frá þeim degi sem við lokuðum hafa smit á venjulegri inflúensu stöðvast.“ Frederiksen sagði að ef tölurnar haldast stöðugar geti ríkisstjórnin byrjað á því að opna samfélagið á ný eftir páska. Verði það gert „í skrefum, varlega og með yfirvegun“. Fari landsmenn ekki að þeim reglum sem settar hafa verið gæti þó þurft að herða reglurnar á ný. Alls hafa 2.577 kórónuveirusmit greinst í Danmörku og eru 77 dauðsföll rakin til hennar. Í Finnlandi eru skráð smit 1.355 og dauðsföllin þrettán.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Finnland Tengdar fréttir Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Finnska þingið ræðir samgöngubann sem mun skipta landinu í tvennt Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. 27. mars 2020 11:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48
Finnska þingið ræðir samgöngubann sem mun skipta landinu í tvennt Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. 27. mars 2020 11:30