Kórónu-flugið sem lendir í Keflavík sex sinnum í viku Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2020 12:28 Flugvélar Air Greenland af gerðinni DASH 8-Q200 eru notaðar í flugið. Myndin er frá flugvellinum í Nuuk. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ein óvenjulegasta flugleið sem haldið er uppi þessa dagana er loftbrúin sem grænlensk stjórnvöld hafa sett upp til að flytja covid-19 sýni frá Grænlandi til greiningar í Danmörku. Það er tímanna tákn að einu flugvélarnar sem sáust um tíma á lofti við Ísland í morgun sinntu þessu flugi. Laust fyrir hádegi mátti sjá tvær vélar Air Greenland að nálgast Ísland, önnur var út af Faxaflóa en hin suðaustur af landinu. Báðar áætluðu millilendingu í Keflavík og þetta voru raunar einu flugvélarnar sem mátti sjá við Ísland á þeirri stundu á ratsjárvefnum Flightradar24. Flogið er að jafnaði þrisvar í viku milli Nuuk og Kaupmannahafnar með millilendingu á Íslandi, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Þetta þýðir sex millilendingar í viku í Keflavík. Ástæðan fyrir því að tvær vélar lenda þar í dag er sú að ferðin frá Nuuk féll niður síðastliðinn föstudag vegna óveðurs á Grænlandi og var í staðinn flogið um helgina. Þetta þýddi að seinkun varð á birtingu nýrra talna um smit sem þessu nam. Ratsjársíðan Flightradar24 á tólfta tímanum sýndi tvær Q200 vélar Air Greenland. Önnur var vestur af Faxaflóa hin suðaustur af landinu og báðar á leið til Keflavíkurflugvallar. Þessar tvær veiruflugvélar voru þær einu sem sáust á lofti við Ísland.Skjáskot/Flightradar24. Loftbrúnni var komið á fót eftir að áætlunarflugi Air Greenland á Airbus A330-þotu milli Kangerlussuaq og Kaupmannahafnar var hætt tímabundið vegna faraldursins. Ferðirnar eru farnar á 37 sæta skrúfuþotum, DASH 8 Q-200, samskonar og Air Iceland rekur, og er þetta núna eina flugtenging Grænlands við umheiminn. Í bakaleiðinni eru fluttar nauðsynjavörur til Grænlands. Ekki eru auglýst farþegasæti til sölu en vélarnar nýtast þó til að flytja fólk í neyð á milli. Q-200 vélarnar fljúga á um 490 kílómetra hraða, talsvert hægar en þotur, og er flugtíminn milli Nuuk og Kaupmannahafnar um átta klukkustundir, fyrir utan stoppið í Keflavík. Hér má sjá slíka vél lenda í Nuuk í frétt um útboð flugvallargerðar í fyrra: Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05 Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Ein óvenjulegasta flugleið sem haldið er uppi þessa dagana er loftbrúin sem grænlensk stjórnvöld hafa sett upp til að flytja covid-19 sýni frá Grænlandi til greiningar í Danmörku. Það er tímanna tákn að einu flugvélarnar sem sáust um tíma á lofti við Ísland í morgun sinntu þessu flugi. Laust fyrir hádegi mátti sjá tvær vélar Air Greenland að nálgast Ísland, önnur var út af Faxaflóa en hin suðaustur af landinu. Báðar áætluðu millilendingu í Keflavík og þetta voru raunar einu flugvélarnar sem mátti sjá við Ísland á þeirri stundu á ratsjárvefnum Flightradar24. Flogið er að jafnaði þrisvar í viku milli Nuuk og Kaupmannahafnar með millilendingu á Íslandi, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Þetta þýðir sex millilendingar í viku í Keflavík. Ástæðan fyrir því að tvær vélar lenda þar í dag er sú að ferðin frá Nuuk féll niður síðastliðinn föstudag vegna óveðurs á Grænlandi og var í staðinn flogið um helgina. Þetta þýddi að seinkun varð á birtingu nýrra talna um smit sem þessu nam. Ratsjársíðan Flightradar24 á tólfta tímanum sýndi tvær Q200 vélar Air Greenland. Önnur var vestur af Faxaflóa hin suðaustur af landinu og báðar á leið til Keflavíkurflugvallar. Þessar tvær veiruflugvélar voru þær einu sem sáust á lofti við Ísland.Skjáskot/Flightradar24. Loftbrúnni var komið á fót eftir að áætlunarflugi Air Greenland á Airbus A330-þotu milli Kangerlussuaq og Kaupmannahafnar var hætt tímabundið vegna faraldursins. Ferðirnar eru farnar á 37 sæta skrúfuþotum, DASH 8 Q-200, samskonar og Air Iceland rekur, og er þetta núna eina flugtenging Grænlands við umheiminn. Í bakaleiðinni eru fluttar nauðsynjavörur til Grænlands. Ekki eru auglýst farþegasæti til sölu en vélarnar nýtast þó til að flytja fólk í neyð á milli. Q-200 vélarnar fljúga á um 490 kílómetra hraða, talsvert hægar en þotur, og er flugtíminn milli Nuuk og Kaupmannahafnar um átta klukkustundir, fyrir utan stoppið í Keflavík. Hér má sjá slíka vél lenda í Nuuk í frétt um útboð flugvallargerðar í fyrra:
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05 Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05
Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44
Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05